bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 1 of 423

Author:  fart [ Wed 14. Feb 2007 11:25 ]
Post subject:  1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23

1995 BMW M3 GT 111/356 Twin TurboSælir bræður. Ég gaf sjálfum mér afmælisgjöf í tilefni af 35 ára afmælinu sem er núna í Febrúar (2007)

Ég ákvað að sameina langvarandi áhuga á ákveðnum bíl og kaup á trackvænum vagni.

Bíllinn er E36 M3 GT nr 111 af 350 (356) framleiddum.
Image

Nr. 111 á sér nokkuð sérstaka sögu sem þarf ekki endilega að rekja hér en hún er í stuttu máli sú að ég er 3ðji eigandia af honum. Hann stóð ónotaður í geymslu frá árinu 1998 til 2002, en þá keypti sá sem seldi mér bílinn á uppboði hjá ríkinu. Lakkið var ónýtt og því var bíllinn heilmálaður c.a. árið 2004. Því miður fyrir bílinn ákvæð eigandinn að gera nokkrar útlitsbreytingar sem og mekanískar breytingar sem hefur að hlutatil verið snúið til baka. Eftir stendur bíll sem er of samlitur fyrir minn smekk og með loftinntaksrist á húddinu í formi ///M merkis, og ekkert BMW merki á sínum stað. Fyrir utan það er bíllinn næstum OEM.

Á þessum breytingatíma bar bíllinn 3.2L supercharged mótor og 6 gíra kassa, 380mm Movit bremsur að framan, 19” svartar felgur með póleruðu lippi, KW coilovers, o.s.frv. Umrædd rist var einmitt gerð til að bíllinn gæti andað nægilega. Auk þess eru afturbrettin aðeins víkkuð með handafli og rúlluð til að bera mjög breið afturdekk.

Glöggir menn muna eftir þessu skrímsli því hann var lengi vel til sölu á Mobile, á aðeins 39.900, sem að sögn seljanda var of hátt verð. Ég hefði nú geta bent honum á það sjálfur enda seldist bíllinn ekki.

Hann ákvað því að reverta bílnum aftur í almost OEM form enda verðmæti íhlutanna verulegt.

Þar kem ég inn. Ég var búinn að horfa á þennan bíl ansi lengi, sem og aðra GT bíla á mobile. Þessi vakti áhuga minn þar sem að hann er aðeins ekinn 63þúsund á boddy, en 55þús á motor, og þar sem ég ætla mér í smá breytingar. Þess vegna var ekki nauðsynlegt fyrir mig að taka fullkominn OEM bíl.

Við náðum samningum um hann og þeir komu með bílinn heim í skúr í Lúx á mánudag.

Ég er verulega sáttur við bílinn. Auðvitað verður maður skeptískur þegar maður kaupir 12 ára gamalan bíl sem er ekinn svona lítið, en miðað við innréttinguna og það hvernig hann vinnur, begjir, bremsar og keyrir þá finnst mér þetta bara standast.

Það vantar á hann stillanlega framlippið, en skv eiganda http://www.m3gtregister.com þá var algengt að menn fjarlægðu það sökum þess að bíllinn vildi helst ekki yfir hraðahindranir með það á, þó það væri í hæstu stillingu.

Quote:
Vehicle information
VIN long WBSBF99000EA40110
Type code BF99
Type M3 (EUR)
Dev. series E36 (2)
Line 3
Body type COUPE
Steering LL
Door count 2
Engine S50
Cubical capacity 3.00
Power 217
Transmision HECK
Gearbox MECH
Colour BRITISH-RACINGGREEN (312)
Upholstery TEILLEDER W.N./MEXICOGRUEN (N5MX)
Prod. date 1995-03-23

Order options
No. Description
243 AIRBAG FOR FRONT PASSENGER
255 SPORTS LEATHER STEERING WHEEL
305 REMOTE CONTROL FOR CENTRAL LOCKING
354 GREEN STRIPE WINDSCREEN
362 VENT REAR WINDOWS, ELECTRIC
401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC
415 SUNBLIND FOR REAR WINDOW
423 FLOOR MATS, VELOUR
428 WARNING TRIANGLE
473 ARMREST, FRONT
494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER
498 HEADRESTS IN REAR, MECHANIC. ADJUSTABLE
502 HEADLIGHT WASHER SYSTEM
510 HEADLIGHT BEAM-THROW CONTR. F LOW BEAM
530 AIR CONDITIONING
540 CRUISE CONTROL
554 ON-BOARD COMPUTER
669 RADIO BMW BUSINESS RDS
672 CD CHANGER BMW FOR 6 CDS
676 HIFI LOUDSPEAKER SYSTEM
690 CASSETTE HOLDER
801 GERMANY VERSION
919 ALUMINIUM DOORS


Þar sem að þessi bíll verður bæði minn daily driver og trackbíll þá ætla ég ekki í einhverjar major breytingar, og síst af öllu á mótor.

Það sem ég ætla að gera, og í þessari röð er:
Bremsur
Felgur/dekk fyrir brautina
Fjöðrun
smávægilegt útlitstengt

Ég er búinn að fjárfesta í bremsum. Það hefur alltaf verið djúpt á skynseminni í mér og því fór ég í djúpu laugina. Reyndar ekki peningalega séð því að ég gerði ágætis kaup. Ég verslaði nefnilega sett sem var upphaflega í McLaren SLR. 370mm x 36mm Carbon-Ceramic diskar og 8stimpla dælur. Framleiðandi settsins í SLR er Brembo og því ekkert stórmál að setja þetta í BMW. Að vísu stendur Mercedes-Benz á dællunum, en það er ekkert sem powerdercoating getur ekki reddað. Þetta þýðir hinsvegar að ég þarf að notast við 19” felgur, sem er afar vitlust og miklu praktískara að nota minni diska og minni felgur... en svona er ég bara gerður. Ég á reyndar eftir að fá bremsurnar sendar..

Næst eru felgur og dekk, og þeir sem þekkja mig vita hvað ég kem til með að kaupa. Dekkin verða væntanlega Michelin Pilot Sports Cup, eins og komu orginal á CSL og koma núna á 997GT3.

Fyrir fjöðrun þá langar mig í nýjasta KW kerfið, kennti við Nurburgring, eða H&R Cup. Það kemur siðar í ljós.

GT-inn er orginal aðeins lægri og stífari en ”venjulegur” M3 og því er ég ekkert viss um að ég ætli strax í fjöðrun.

Hérna eru smá upplýsingar um M3 GT
Quote:
Af BMW M3 GT Register
BMW M3 GT Coupe
• 356 Cars
• Produced in British Racing Green and based on the 3.0l M3
• Adjustable front splitter
• Motorsport strut brace
• Anthracite interior trim with seat center parts, door inserts and grab handles in Mexico Green Nappa Leather
• Seat side parts and headrests in Amaretta Anthracite.
• Sports steering wheel with air bag.
• M stripes on backs of front and rear seats.
• Carbon Fibre effect inserts on center console and glove box.
• Twin oil pick up and baffled sump
• 17" Polished forged M double spoke alloy wheels , 7.5J front and 8.5J rear. 235/40 tyres.
• Suspension similar to the standard M3 but with shorter stronger springs to take the extra down force generated by the fully extended front splitter and rear spoiler.
• Produced for homologation reasons - Internationale FIA-GT-Serie, Division II, IMSA GT-Series USA and Internationale Langstreckenrennen.
• Re-profiled cams
• Re-mapped engine management
• Compression ratio of 10.8:1
• 1,460kg
• Motorsport International Side Moulding Badges
• Amber Indicators all round +

Standard GT mótorinn er örlítið öðruvísi, fleiri hestölf, meira tog og öflugra olíukerfi. Hann er með hærri revlimiter til að vinna betur úr brattari ásum.


Myndir hér

Skemmtileg grein:
http://www.m3gtregister.com/pdf/car_feb_2007.pdf

Sveinn.

Author:  Einarsss [ Wed 14. Feb 2007 11:29 ]
Post subject: 

Byrja á því að segja Velkominn aftur.


Annað ... Þetta er flottur bíll og greinilega á að laga það sem er að hrjá hann mikið (samlitunin er OFF)

Hlakka til að fylgjast með þessu 8)

Author:  ValliFudd [ Wed 14. Feb 2007 11:30 ]
Post subject: 

til hamingju með OFUR-SVALAN bíl! 8)
Og velkominn aftur :D :clap:

Author:  bimmer [ Wed 14. Feb 2007 11:31 ]
Post subject: 

Velkominn aftur 8)

Þetta verður eðal græja.

Sé að við erum í sömu fjöðrunarpælingum.

Author:  Aron Fridrik [ Wed 14. Feb 2007 11:42 ]
Post subject: 

velkominn aftur..


ekkert smá sætur bíll.. carbon fiber hlutan í innréttingunni og ekki skemmir að þetta sé special edition..


en SLR bremsur :shock: er það ekkert overkill ?

Author:  bjahja [ Wed 14. Feb 2007 11:42 ]
Post subject: 

Ójá!!
eins og ég sagði, Þessi bíll er DRAUMUR!

Breytingarnar hljóma líka bara vel, til hamingju með bílinn 8)

Author:  noyan [ Wed 14. Feb 2007 11:46 ]
Post subject: 

Til hamingju með glæsilegan bíl :!:

Author:  Djofullinn [ Wed 14. Feb 2007 11:50 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílinn og velkominn aftur. Maður var hálfpartinn farinn að sakna þín :lol:
Verulega skemmtileg kaup og mjög skynsamleg í stöðunni.
Þessir bílar eiga líklega lítið eftir að lækka í verði, sérstaklega þetta lítið ekið eintak.

Er þetta s.s bíllinn sem þú keyptir? Er einmitt búinn að vera að fylgjast með honum á mobile. Og hefur alltaf langað að kaupa hann.

mobile linkur

Author:  ///M [ Wed 14. Feb 2007 11:52 ]
Post subject: 

Til hamingu, stórglæsilegur bíll (eins og flestir bílar sem þú hefur átt :lol: )

\:D/

Author:  Svezel [ Wed 14. Feb 2007 11:54 ]
Post subject: 

BARA í lagi 8)

Author:  saemi [ Wed 14. Feb 2007 11:56 ]
Post subject: 

:clap:

Gaman að sjá þig aftur, til hamingju með gripinn. Þetta er bara kúl dæmi...

Author:  Stanky [ Wed 14. Feb 2007 11:57 ]
Post subject: 

Liturinn: :puker:

Bíllinn í heild sinni samt: 8)

Ótrúlega unique.

Til hamingju með daginn og bílinn.

Author:  gstuning [ Wed 14. Feb 2007 12:17 ]
Post subject: 

Sweet bíll

Author:  arnibjorn [ Wed 14. Feb 2007 12:18 ]
Post subject: 

Þetta er svaka flott :)

Author:  Gunni [ Wed 14. Feb 2007 12:24 ]
Post subject: 

Til hamingju með æðislegan bíl Sveinn!
Þetta er án efa með svalari BMW, en ég fíla E36 gríðarlega vel 8)

Það er mjög ánægjulegt að sjá þig hérna aftur, velkominn heim :)

Page 1 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/