Jæja, þetta er hvort eð er að spyrjast út þannig að hér er þetta staðfest.
Við Sveinbjörn (Alpina) fórum á dögunum í leiðangur til Þýskalands til að kaupa hvítan E30 M3 sem á að verða brautarleiktæki. Aðeins 2 slíkir voru í boði og voru á sömu bílasölu
Reyndar voru þeir 3 þar - einn seldur:

Eins og sjá má á myndinn voru þarna menn frá svörtustu Kongo að kaupa sér Benz. Gáfu sér samt tíma til að skoða alvöru bíla líka. Þeir kontrasta skemmtilega við alla hvítu bílana þarna.
Bíllinn sem ég ætlaði upphafleg að kaupa var sá sem var næst á myndinni. Hann reyndist hins vegar vera algjör búðingur, ryðgaður og sjúskaður. Þannig að eftir það fórum við að beina augunum að bílnum í miðjunni sem var dýrari en var hins vegar nýsprautaður:

Sveinbjörn var mér innan handar þar sem ég kann ekkert á E30.
Á næstu mynd má sjá að bíllinn var upphaflega svartur:

Þessi mótor er náttúrulega óttalegur hamstur og verður honum skipt út.
Að innan er hann í nokkuð góðu standi nema að búið er að setja í hann linasta sportstól veraldar. Framstólunum verður skipt út fyrir eitthvað meira race:

Hér má svo sjá afturendann:

Bíllinn var ekki á númerum þannig að við gátum bara tekið smá run á planinu og það varð að duga:



Hann virkaði hins vegar mjög solid þannig að ég gekk frá kaupunum á staðnum. Þar sem ég staðgreiddi þá fékk ég bílinn á sama verði og hafði verið sett á ódýrari bílinn - BARA í lagi

Ef allt gengur eftir ætti ég að ná honum út úr tolli strax eftir helgi.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...