Hér kemur svo smá report úr ferðinni.
Fór semsagt út á föstudaginn - var lentur rétt eftir hádegi í Frankfurt
og tók svo lestina til Hamborgar. Byrjaði reyndar ekki gæfulega þar
sem lestin var sein og þar með fokkaðist eitthvað upp displayið á
brautarpallinum - það sýndi lestina sem ég átti að taka en það var önnur
lest sem kom á þennan pall. Lenti semsagt í lest sem var á leið til
Munchen (BMW togar...) - vorum nokkur sem lentum í þessu. Reddaðist
reyndar auðveldlega þar sem við hoppuðum út á næstu stöð og biðum
eftir lest í hina áttina. Ætli ég hafi ekki tafist um ca. 1-1.5 klst
á þessu rugli.
Þegar til Hamborgar var komið tók Smári á móti mér á brautarstöðinni.
Hann var búinn að græja hvíta úr tolli og koma honum á hótelið sem
hann bókaði líka fyrir mig. Topp þjónusta hjá Smára og þurfti ég
beinlínis að pína hann til að taka pening fyrir viðvikið.
Á laugardaginn fór ég síðan af stað um kl. 11 og dólaði mér niðureftir.
Áfangastaðurinn var Auto Tauber í Obermichelbach sem er rétt hjá
Nurnberg. Það var vel blautt og þetta var svona týpískt útsýni:

Rakst á þennan ///Mposter:

Svo var þessi helv. vígalegur:

Alltaf gaman að sjá þessi skilti:

Innbyggða navi-ið í hvíta er traust:

Týpískt cruise var svona 120-140:

Stoppaði reglulega til að teygja úr mér, enda lá ekki mikið á:

Ekki mikið um þessa á Autobahn:

Svolítið skemmtilegt view í speglinum - töff að sjá vænginn


Hér er ég kominn til Auto Tauber:


Rétt á eftir mér kom Oliver sem er vinur Sebastian sem rekur verkstæðið
ásamt föður sínum. Hann vinnur hjá BMW og sér um að hanna ljósabúnað í
bílana og einnig það sem hefur með rafmagn í hurðum að gera. Við þurftum
að bíða eftir Sebastian þar sem hann var að sýna M1 bíl þeirra feðga í
verslunarmiðstöð í Nurnberg. Þar var verið að kynna BMW hátíð sem á að
halda í júní.
Meðan við biðum þá skutluðumst við á kaffihús til að drepa tímann.
Oliver var á loaded E60 diesel facelift bíl. Þetta módel er ekki komið í
sölu ennþá en hann hefur aðgang að smá flota af bílum hjá BMW sem hann
getur notað. Tók þennan yfir helgina þar sem hann vantaði sæmilega
rúmgóðan bíl til að ná í Evo3 stuðara til Frankfurt - var með hann í
bílnum (ég fæ splitterinn og loftflæðisvuntuna undan honum á minn

)
Anyways, þessi E60 var vel sprækur - 600Nm tog. Svo var hann með allskonar
gismo því eins og Oliver orðaði það "Þeir verða að vera loaded svo að
við getum prófað allt!" Hann sýndi mér Nightvision kerfið í honum sem er
alveg magnað. Þú færð mynd á navi skjáinn sem er blanda af innrauðu og
radar. Töff að sjá svona vel í myrkri - sáum td. að einn bíll fyrir framan
okkur sem var með tvöföldu pústi var í raun feik þar sem bara önnur greinin
var heit (hvít á skjánum).
Svo þegar við vorum komnir á kaffihúsið sýndi hann mér það sem var breytt
í facelift að utan og að sjálfsögðu var hann stoltastur af ljósadótinu sem
hann bar ábyrgð á.
Kíktum síðan aftur á verkstæðið þegar Sebastian var mættur. Hér má sjá
projectið sem hann er að vinna í núna - setja Audi TT mótor í Golf:

Svo var þarna Lotus Espirit V8 twin turbo sem er víst peningahít dauðans.
Þarf að rífa vélina úr á 10.000 km fresti. Eigandinn á nokkra BMW sem
þeir þjónusta og þeir sjá líka um Lotusinn.


Blái batmobile er í allsherjaruppgerð hjá þeim ásamt vélarskiptum. Bíllinn
var rifinn í spað - skelin sandblásin og sprautuð og svo er verið að setja
vél með ECU í hann, man ekki hvaða mótor það var en þetta var víst eitthvað
föndur að fá til að virka. Hægra megin á myndinni er kassinn úr Lotusinum.

Fórum síðan yfir þann hvíta og þeim leist vel á hann. Smá ryð undir honum
sem þeir ætla að laga en annars voru þeir sáttir við hann. Skoðuðum síðan
frágang og detaila í rally bíl sem þeir smíðuðu og þjónusta:

Í lokin kíktum við svo á djásnið - M1 græjuna:

Þeir eru búnir að eiga þennan bíl næstum því frá því að hann var nýr.
Það átti annaðhvort að kaupa Lamborghini Countach eða M1 og M1 varð fyrir
valinu. Sá sem keypti hann nýjan var ekki að fíla hann þannig að þeir
eru eigendur nr. 2. Þessi bíll er í súper standi - er bara keyrður nokkrar
helgar á hverju sumri. Hann var t.d. fluttur á trailer til að sýna hann
þennan daginn enda ómögulegt að keyra hann í rigningu!!!



Geggjað flottur bíll. Þeir fá reglulega tilboð í hann og fyrir nokkrum
árum buðu japanskir safnarar milljón mörk í hann (ca. 500.000 evrur).
Þeir neituðu enda er þetta eins og einn í fjölskyldunni hjá þeim - verður
víst aldrei seldur.
Er núna á flugvellinum í Frankfurt að bíða eftir fluginu heim.