bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 27. Apr 2024 09:34

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3150 posts ]  Go to page Previous  1 ... 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24 ... 210  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 00:20 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
doddi1 wrote:
bimmer wrote:
///M wrote:
ég hefði haldið að þetta væri einmitt mega sweet hraðbrautabíll, stíft susp og temmilegt power..


Tæp 200 hestöfl eru ekki temmilegt autobahn power IMHO.
:?

er hann ekki meira en tæp 200? :hmm: hvaða bíll eridda sem þú keyrðir þangað?
M3inn

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 01:58 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
bimmer wrote:
///M wrote:
ég hefði haldið að þetta væri einmitt mega sweet hraðbrautabíll, stíft susp og temmilegt power..


Tæp 200 hestöfl eru ekki temmilegt autobahn power IMHO.


nagli

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 02:18 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 18. Apr 2005 23:22
Posts: 1445
Location: Reykjavík
haha og ég er að spá að fara á 318is 140hp :S .. einhverjar myndir ? :D


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 08:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
bimmer wrote:
///M wrote:
ég hefði haldið að þetta væri einmitt mega sweet hraðbrautabíll, stíft susp og temmilegt power..


Tæp 200 hestöfl eru ekki temmilegt autobahn power IMHO.


það dugar ef þú ert með 500nm líka, eins og diselarnir

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 10:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15939
Location: Reykjavík
fart wrote:
bimmer wrote:
///M wrote:
ég hefði haldið að þetta væri einmitt mega sweet hraðbrautabíll, stíft susp og temmilegt power..


Tæp 200 hestöfl eru ekki temmilegt autobahn power IMHO.


það dugar ef þú ert með 500nm líka, eins og diselarnir


Mikið rétt - en ekkert svoleiðis í m3.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 10:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15939
Location: Reykjavík
///M wrote:
bimmer wrote:
///M wrote:
ég hefði haldið að þetta væri einmitt mega sweet hraðbrautabíll, stíft susp og temmilegt power..


Tæp 200 hestöfl eru ekki temmilegt autobahn power IMHO.


nagli


Hehe, nei það er ekki málið. Maður bara finnur það svo í samanburði
við bílana í kringum mann sem eru að keyra þétt að hann á svo
innilega ekki breik.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 10:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15939
Location: Reykjavík
Hér kemur svo smá report úr ferðinni.

Fór semsagt út á föstudaginn - var lentur rétt eftir hádegi í Frankfurt
og tók svo lestina til Hamborgar. Byrjaði reyndar ekki gæfulega þar
sem lestin var sein og þar með fokkaðist eitthvað upp displayið á
brautarpallinum - það sýndi lestina sem ég átti að taka en það var önnur
lest sem kom á þennan pall. Lenti semsagt í lest sem var á leið til
Munchen (BMW togar...) - vorum nokkur sem lentum í þessu. Reddaðist
reyndar auðveldlega þar sem við hoppuðum út á næstu stöð og biðum
eftir lest í hina áttina. Ætli ég hafi ekki tafist um ca. 1-1.5 klst
á þessu rugli.

Þegar til Hamborgar var komið tók Smári á móti mér á brautarstöðinni.
Hann var búinn að græja hvíta úr tolli og koma honum á hótelið sem
hann bókaði líka fyrir mig. Topp þjónusta hjá Smára og þurfti ég
beinlínis að pína hann til að taka pening fyrir viðvikið.

Á laugardaginn fór ég síðan af stað um kl. 11 og dólaði mér niðureftir.
Áfangastaðurinn var Auto Tauber í Obermichelbach sem er rétt hjá
Nurnberg. Það var vel blautt og þetta var svona týpískt útsýni:

Image

Rakst á þennan ///Mposter:
Image

Svo var þessi helv. vígalegur:
Image

Alltaf gaman að sjá þessi skilti:
Image

Innbyggða navi-ið í hvíta er traust:
Image

Týpískt cruise var svona 120-140:
Image

Stoppaði reglulega til að teygja úr mér, enda lá ekki mikið á:
Image

Ekki mikið um þessa á Autobahn:
Image

Svolítið skemmtilegt view í speglinum - töff að sjá vænginn :)
Image

Hér er ég kominn til Auto Tauber:
Image

Image

Rétt á eftir mér kom Oliver sem er vinur Sebastian sem rekur verkstæðið
ásamt föður sínum. Hann vinnur hjá BMW og sér um að hanna ljósabúnað í
bílana og einnig það sem hefur með rafmagn í hurðum að gera. Við þurftum
að bíða eftir Sebastian þar sem hann var að sýna M1 bíl þeirra feðga í
verslunarmiðstöð í Nurnberg. Þar var verið að kynna BMW hátíð sem á að
halda í júní.

Meðan við biðum þá skutluðumst við á kaffihús til að drepa tímann.
Oliver var á loaded E60 diesel facelift bíl. Þetta módel er ekki komið í
sölu ennþá en hann hefur aðgang að smá flota af bílum hjá BMW sem hann
getur notað. Tók þennan yfir helgina þar sem hann vantaði sæmilega
rúmgóðan bíl til að ná í Evo3 stuðara til Frankfurt - var með hann í
bílnum (ég fæ splitterinn og loftflæðisvuntuna undan honum á minn :) )

Anyways, þessi E60 var vel sprækur - 600Nm tog. Svo var hann með allskonar
gismo því eins og Oliver orðaði það "Þeir verða að vera loaded svo að
við getum prófað allt!" Hann sýndi mér Nightvision kerfið í honum sem er
alveg magnað. Þú færð mynd á navi skjáinn sem er blanda af innrauðu og
radar. Töff að sjá svona vel í myrkri - sáum td. að einn bíll fyrir framan
okkur sem var með tvöföldu pústi var í raun feik þar sem bara önnur greinin
var heit (hvít á skjánum).

Svo þegar við vorum komnir á kaffihúsið sýndi hann mér það sem var breytt
í facelift að utan og að sjálfsögðu var hann stoltastur af ljósadótinu sem
hann bar ábyrgð á.

Kíktum síðan aftur á verkstæðið þegar Sebastian var mættur. Hér má sjá
projectið sem hann er að vinna í núna - setja Audi TT mótor í Golf:
Image

Svo var þarna Lotus Espirit V8 twin turbo sem er víst peningahít dauðans.
Þarf að rífa vélina úr á 10.000 km fresti. Eigandinn á nokkra BMW sem
þeir þjónusta og þeir sjá líka um Lotusinn.
Image

Image

Blái batmobile er í allsherjaruppgerð hjá þeim ásamt vélarskiptum. Bíllinn
var rifinn í spað - skelin sandblásin og sprautuð og svo er verið að setja
vél með ECU í hann, man ekki hvaða mótor það var en þetta var víst eitthvað
föndur að fá til að virka. Hægra megin á myndinni er kassinn úr Lotusinum.
Image

Fórum síðan yfir þann hvíta og þeim leist vel á hann. Smá ryð undir honum
sem þeir ætla að laga en annars voru þeir sáttir við hann. Skoðuðum síðan
frágang og detaila í rally bíl sem þeir smíðuðu og þjónusta:
Image

Í lokin kíktum við svo á djásnið - M1 græjuna:
Image

Þeir eru búnir að eiga þennan bíl næstum því frá því að hann var nýr.
Það átti annaðhvort að kaupa Lamborghini Countach eða M1 og M1 varð fyrir
valinu. Sá sem keypti hann nýjan var ekki að fíla hann þannig að þeir
eru eigendur nr. 2. Þessi bíll er í súper standi - er bara keyrður nokkrar
helgar á hverju sumri. Hann var t.d. fluttur á trailer til að sýna hann
þennan daginn enda ómögulegt að keyra hann í rigningu!!!

Image

Image

Image

Geggjað flottur bíll. Þeir fá reglulega tilboð í hann og fyrir nokkrum
árum buðu japanskir safnarar milljón mörk í hann (ca. 500.000 evrur).
Þeir neituðu enda er þetta eins og einn í fjölskyldunni hjá þeim - verður
víst aldrei seldur.

Er núna á flugvellinum í Frankfurt að bíða eftir fluginu heim.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Last edited by bimmer on Fri 15. Mar 2024 18:03, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 11:03 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Skemmtileg ferð og verkstæðið lítur vel út - hvað verður bíllinn lengi á verkstæðinu og hvað á að gera?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 11:13 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Skemmtileg lesning og myndir :)
Rosalega langar mig í M1 bílinn þeirra.....
Hvenær er svo fyrirhugað að bíllinn verði ready?

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 11:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Fer vel af stað heyrist mér!

Færðu einhverjar myndir frá þeim á meðan þeir eru að vinna í þessu fyrir þig?

Manni langar að fá að sjá :wink:

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 11:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15939
Location: Reykjavík
Það er áætlað að þetta taki ca. 6 vikur.

Það sem er á listanum er:

- setja mótor í
- kæling á drif + hitamælir
- H&R fjöðrun
- Movit bremsur
- Recaro stólar
- 5 punkta belti
- Veltibogi
- henda OZ felgum undir
- setja wideband og egt mæla
- lip og undertray að framan
- rífa hænsnanet úr framstuðara og setja bremsukælingu
- setja svona "auka svart dót á afturspoilerinn"
- endurnyja fóðringar
- laga smá ryð undir bílnum

Held að þetta sé svona það mesta - gleymi samt örugglega einhverju.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 11:45 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
bimmer wrote:
- setja svona "auka svart dót á afturspoilerinn"
:lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 12:49 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 18. Mar 2006 17:17
Posts: 898
http://www.cad.is/thordur/m3/M3_ut_03.jpg
er þetta ekki nsu prinz ?
fyrsti bíllinn sem kom með wankel

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 13:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Þessi rauði M1 er bíll sem menn verða að sjá í eiginn persónu til að upplifa ,,sjálfur,, hversu magnaður bíll þetta er ,,
Ótrúlega lágur,, :shock:
og ofboðslega smekklegur á allan máta,, Bíll sem er að mínu mati nr,1 af öllum M /// bílum sem framleiddir hafa verið,, og kaldhæðnin er sú að bera merkið

,,,,,,,,,,,,,, M1 ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

langflottasti M bíll samtímans ,,,,((að öðrum ólöstuðum ))

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Mar 2007 13:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
Alpina wrote:
Þessi rauði M1 er bíll sem menn verða að sjá í eiginn persónu til að upplifa ,,sjálfur,, hversu magnaður bíll þetta er ,,
Ótrúlega lágur,, :shock:
og ofboðslega smekklegur á allan máta,, Bíll sem er að mínu mati nr,1 af öllum M /// bílum sem framleiddir hafa verið,, og kaldhæðnin er sú að bera merkið

,,,,,,,,,,,,,, M1 ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

langflottasti M bíll samtímans ,,,,((að öðrum ólöstuðum ))


Já veistu ég held að ég geri mér nokkuð grein hversu lágur hann er :lol:

E30 bíllinn þarna inní myndinni er risa stór við hlið M1 :shock:

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3150 posts ]  Go to page Previous  1 ... 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24 ... 210  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 241 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group