Bjarki wrote:
Strákur sem ég þekki fékk bílinn lánaðan eina kvöldstund og þetta endaði svona! Bíllinn var held ég steingrár, minnir það.
Hann kom til mín nokkrum tímum fyrir óhappið og var að fá hjálp við að opna blæjuna en svo kom í ljós að mótorinn var eitthvað bilaður eða tannhljól/reimar. Fluttur inn frá USA mjög fallegur bíll á 17" felgum, leður, rafmagn í blæju þ.e. allur pakkinn. 2,8 M52 vél.
Hann kom niður ártúnsbrekku og áfram. Var á vinstri akgrein þegar bíll ók inn í hliðina á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn fór útaf og hring held ég og tók niður 5 grindverkareiningar. Ökumaður og farþegi meiddust ekkert. Bíllinn fór síðan í geymsluna hjá Króki. Veit ekki hvort hann fari á uppboð eða verði lagaður.
Förum varlega

Þessi bíll er búinn að flakka á milli bílasalna í um 2-3 ár.
Virðist ekki vera "heppinn bíll". Þetta eru 18" undir honum, ekki 17"
Af myndinni virðist hann vera heillegur m.v. að strauja nokkur grindverk
