bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 16:37

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sun 19. Dec 2004 14:53 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 13. Jun 2004 10:47
Posts: 37
Location: Hringiða lífsins
Jæja, nú er komið að því að ég get ekki lengur þagað, það var Z-3 sem plægði niður svolítið af grindverkinu á miklubraut á laugardagskvöldið fyrir viku síðan ( 11,12 ). Var þessi bíll nokkuð í eigu klúbbmeðlims ?

_________________
2slow means late for a date :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 19. Dec 2004 15:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ekki ég :)

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 19. Dec 2004 15:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Taxi wrote:
Jæja, nú er komið að því að ég get ekki lengur þagað, það var Z-3 sem plægði niður svolítið af grindverkinu á miklubraut á laugardagskvöldið fyrir viku síðan ( 11,12 ). Var þessi bíll nokkuð í eigu klúbbmeðlims ?


Hvernig var liturinn á honum ?

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 19. Dec 2004 15:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Strákur sem ég þekki fékk bílinn lánaðan eina kvöldstund og þetta endaði svona! Bíllinn var held ég steingrár, minnir það.
Hann kom til mín nokkrum tímum fyrir óhappið og var að fá hjálp við að opna blæjuna en svo kom í ljós að mótorinn var eitthvað bilaður eða tannhljól/reimar. Fluttur inn frá USA mjög fallegur bíll á 17" felgum, leður, rafmagn í blæju þ.e. allur pakkinn. 2,8 M52 vél.
Hann kom niður ártúnsbrekku og áfram. Var á vinstri akgrein þegar bíll ók inn í hliðina á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn fór útaf og hring held ég og tók niður 5 grindverkareiningar. Ökumaður og farþegi meiddust ekkert. Bíllinn fór síðan í geymsluna hjá Króki. Veit ekki hvort hann fari á uppboð eða verði lagaður.
Förum varlega :roll:

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 19. Dec 2004 18:03 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
Held að ég hafi séð hann upp í ÁG þegar að ég sótti bílinn úr sprautun


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 19. Dec 2004 20:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Image
Er þetta ekki hann þarna á bakvið ?
Þessi mynd er af bíl sem er á uppboði núna um helgina hjá VÍS.
Spurning hvort Z3'inn fari á uppboð næstu helgi?

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 19. Dec 2004 22:04 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Sá þennan Z3 sem þú sýndir þarna skúli koma.. var ekkert svakalega illa farinn ..


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 19. Dec 2004 22:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Bjarki wrote:
Strákur sem ég þekki fékk bílinn lánaðan eina kvöldstund og þetta endaði svona! Bíllinn var held ég steingrár, minnir það.
Hann kom til mín nokkrum tímum fyrir óhappið og var að fá hjálp við að opna blæjuna en svo kom í ljós að mótorinn var eitthvað bilaður eða tannhljól/reimar. Fluttur inn frá USA mjög fallegur bíll á 17" felgum, leður, rafmagn í blæju þ.e. allur pakkinn. 2,8 M52 vél.
Hann kom niður ártúnsbrekku og áfram. Var á vinstri akgrein þegar bíll ók inn í hliðina á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn fór útaf og hring held ég og tók niður 5 grindverkareiningar. Ökumaður og farþegi meiddust ekkert. Bíllinn fór síðan í geymsluna hjá Króki. Veit ekki hvort hann fari á uppboð eða verði lagaður.
Förum varlega :roll:


Þessi bíll er búinn að flakka á milli bílasalna í um 2-3 ár.
Virðist ekki vera "heppinn bíll". Þetta eru 18" undir honum, ekki 17" :roll:

Af myndinni virðist hann vera heillegur m.v. að strauja nokkur grindverk :?

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 20. Dec 2004 22:11 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
Ég keyrði framhjá þessu rétt eftir að þetta gerðist.. ég gat nú ekki séð að það hafi verið nema eitt grindverk sem hann reif niður og hann virtist ekki vera neitt mikið skemmdur.. en það geta auðvitað verið miklar skemmdir þó svo að ekki sjáist mikið..

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Dec 2004 03:37 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 13. Jun 2004 10:47
Posts: 37
Location: Hringiða lífsins
Var allavega eitthvað shade of gray, virkaði ekkert rosalega skemmdur en sá þegar bíllinn frá Krók var að draga hann uppá pallinn og framstuðarinn titraði eins og mofo :)

_________________
2slow means late for a date :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group