bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 09:54

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Bílamenning á Íslandi
PostPosted: Mon 13. Dec 2004 22:39 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
Ég hef orðið var við að nýlega hefur fjölgað gríðarlega lúxusjeppum á vegum Íslands (X5, VW Touraeg, Range rover, Porsche Cayenne)
og þess háttar.

Ég var að spá hvað veldur þessari gríðarlegu aukningu...hvort að Land cruiser sé ekki lengur það sama "stöðutákn" það sem að það var,
hvort að það sé batnandi efnahagur íslands, mikið framboð á nýjum lúxusjeppum eða samblanda af öllu þessu?


Þá er einnig spurning hvort að þetta sé byrjun á því að það fari
að fjölga í fríðabílaflokknum hér á landi?

Allavega, þá finnst mér þetta vera breyting til hins góða og bendir bara á að það er alltaf að færast meira krydd í þessa bílamenningu hér á landi sem var nokkuð slöpp fyrir ekki mörgum árum síðan.

Eða er ég að fara með fleipur?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 13. Dec 2004 22:45 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 18. Oct 2004 08:54
Posts: 74
Location: Reykjavík
mikið til í þessu. Það eru komnir ótrúlega margir fallegir og dýrir bílar hingað. Reyndar eru þetta aðallega lúxusjepplingarnir sem eru orðnir ótrúlega algengir á götunum. Þó séu reyndar komnir margir flottir fólksbílar vildi sjá meira af þeim. Veit kannski ekki hvort Toyotan sé á undanhaldi, sölutölur sýna annað. Svo er kannski rétt að athuga að mikið af þessari Toyotu sölu liggur í bílaleigubílum sem standa óhreyfðir lungan af árinu og mikill hluti af þeim er Toy Lan 90 VX :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 13. Dec 2004 22:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Margt til í þessu.... Land-Cruiser er langt i frá að vera ..milla-jeppi,,

Það eru frekar Þýsku 4x4 sem eru það ,,og Escalade + Navigator og fleiri

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 13. Dec 2004 23:20 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sun 03. Oct 2004 19:08
Posts: 645
Location: Akureyri
Það er engu að síður skuggalegt hvað það seldist mikið af landcruizer 90 þegar nýja lúkkið kom, meina mest seldi bíll árin á undan var yaris sem kom í öðru reyndar þarna en verðmunurinn á yaris og landcruizer er nokkuð mikill :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Dec 2004 10:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Við sem erum nógu gamlir til að muna eftir því hvað maður varð hamingjusamur að sjá 10ára gamlan porsche í meðal góðu ástandi munum tímana tvenna.

Núna eiga menn nýja porsche í röðum, BMW's fyrir allan peningin, nýjir AUDI út um allt, M-B S-class nýjir eru algegn sjón fyrir utan vinnuna mína, og já NÝR BENTLEY! ...

magnað.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Dec 2004 11:01 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Eru ekki margir bara að casha inn með sölu á húsnæði og kaupa annað hús á hærri lánum?

Menn verða að eyða lausfénu í eitthvað er það ekki :wink: fólk sem átti einbýlishús á 16 milljónir fyrir 10 árum er að selja á 30-35 og hækka lánshlutfallið...

Það losnar um nægt fé þar fyrir góðum bíl....

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Dec 2004 14:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Það er enginn kappakstursbraut,
það er lítið sem ekkert mótorsport

Eina sem íslendingar þekkja er vetur og fjöll og það virðist vera að eiga besta fjallajeppann sem kemst allt á veturnar sé málið

Ég ætla að vona að það verði smíður kappakstursbraut hérna ------------
Þá fyrst fáum við að sjá bílamenningu!!

Það má vera að ég sé ekki eins gamall og fart eða aðrir en ég man þá tíð þegar sportbíll á íslandi var eitthvað eins og MM Eclipse og 3000GT og fleira eftir þeim götunum,

Það er mikið kappaksturs vilji í íslendingum það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og þær sögur sem maður hefur heyrt af æfingum manna hérna í gamla daga til að skemmta sér á bílnum sínum eru með öllu ólíkindum,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Dec 2004 14:24 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
gstuning wrote:
Það er enginn kappakstursbraut,
það er lítið sem ekkert mótorsport

Eina sem íslendingar þekkja er vetur og fjöll og það virðist vera að eiga besta fjallajeppann sem kemst allt á veturnar sé málið

Ég ætla að vona að það verði smíður kappakstursbraut hérna ------------
Þá fyrst fáum við að sjá bílamenningu!!

Það má vera að ég sé ekki eins gamall og fart eða aðrir en ég man þá tíð þegar sportbíll á íslandi var eitthvað eins og MM Eclipse og 3000GT og fleira eftir þeim götunum,

Það er mikið kappaksturs vilji í íslendingum það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og þær sögur sem maður hefur heyrt af æfingum manna hérna í gamla daga til að skemmta sér á bílnum sínum eru með öllu ólíkindum,


Þetta er nokkuð sterkur punktur hjá þér. Er bílamenning það sama og bílaeign? Það finnst mér ekki endilega, vissulega er bílaeignin hluti af bílamenningunni en ... jæja, hætti hér.. ætla ekki að hætta mér út á þann hála ís að skilgreina bílamenningu. Þið "gettið" amk. vonandi pointið. :-)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Dec 2004 14:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ég skal setja einn fótinn á þennan hála ís ;)

Bílaeign hefur lítið finnst mér að gera með bílamenningu,

Ég lofa það fólk sem fer vel með bílinn sinn og gerir alltaf vel við hann
ég veit um fjöldskyldu þar sem allar bensín nótur voru geymdar, öll eyðsla var skráð, þ.e km á milli kaupa á bensín og hversu langt var farið á síðasta tank og svo framvegis, alltaf bónaður, hreinn og aldrei rusl í bílnum, alltaf farið með í skoðun á réttum tíma og aldrei neitt að, alltaf skipt um oliu á góðu millibili og svona frameftir götunum
þetta var ´89 MMC Lancer, þetta fólk eru þeir sem maður á að kaupa bíla af..
100% bíleigendur,
en það var enginn bílamenning á þessu heimili

Bílamenning er félagslega hliðin á því að eiga bíl, t,d samkomur, hittingar, bílasýningar, Bíladagar á akureyri er bílamenning,

Bílamenning hefur minna með bílinn að gera frekar en bíl eign getum við sagt og meira með fólkið sem á bílanna,

Þeir sem eru í bílamenningu hugsa og anda bíla og gera allt til að hitta aðra sem hugsa og anda bíla líka,
Erum við ekki að fara til þýskalands næsta sumar til að hitta enn fleiri BMW áhugamenn.....
Það sýnir hversu illa við erum haldnir :)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Dec 2004 15:15 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
bebecar wrote:
Eru ekki margir bara að casha inn með sölu á húsnæði og kaupa annað hús á hærri lánum?

Menn verða að eyða lausfénu í eitthvað er það ekki :wink: fólk sem átti einbýlishús á 16 milljónir fyrir 10 árum er að selja á 30-35 og hækka lánshlutfallið...

Það losnar um nægt fé þar fyrir góðum bíl....


Nokkuð til í þessu. Miðaldra fólk ( rúmlega fimmtugt ) er líka farið að sjá að það er pointless að eiga þessa kofa sína skuldlausa, þá fær maður bara eignaskattinn í hausinn ( það er reyndar að breytast ). Þá taka menn bara lán út á húsið og versla bíla og dót.

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Dec 2004 15:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
grettir wrote:
bebecar wrote:
Eru ekki margir bara að casha inn með sölu á húsnæði og kaupa annað hús á hærri lánum?

Menn verða að eyða lausfénu í eitthvað er það ekki :wink: fólk sem átti einbýlishús á 16 milljónir fyrir 10 árum er að selja á 30-35 og hækka lánshlutfallið...

Það losnar um nægt fé þar fyrir góðum bíl....


Nokkuð til í þessu. Miðaldra fólk ( rúmlega fimmtugt ) er líka farið að sjá að það er pointless að eiga þessa kofa sína skuldlausa, þá fær maður bara eignaskattinn í hausinn ( það er reyndar að breytast ). Þá taka menn bara lán út á húsið og versla bíla og dót.

Að versla bíla og dót er náttúrulega ekki beint sniðugt en að kaupa þá aðra íbúð er akkúrat sniðugt, þá skuldarru í báðum og ert að fá inn launatekjur af íbúðinni á meðan þú átt íbúðina þína meira og minna :)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Dec 2004 15:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
svaðalegur eignaskattur....

Betra að setja það í bíl sem rýrnar um 10% á ári á 4.15% vöxtum. :?

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Dec 2004 15:51 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Feb 2004 15:03
Posts: 3465
Location: norður í rassgati
það er að minnsta kosti skemmtilegra að eyða peningunum í að kaupa bíla en hús :wink:

_________________
kv. Jakob B. Bjarnason


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Dec 2004 17:16 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Sko, það er bara þannig að menn áttuðu sig held ég á því hvað þeir voru að fá lítið fyrir peninginn í land cruizer og patrol (en meira finnst mér maður fá fyrir peninginn í patrolnum heldur en 100 línu cruiser.) T.d. hann pabbi minn. Hann átti patrol og ætlaði að endurnýja en svo þegar hann fór að skoða markaðinn þá var hann nú fljótur að hætta við pattan.

P.s. Að land cruiser 100 skuli 7,3 milljónir í grunn útgáfu en Cayene (eitthvað vitlaust skrifað) 6,6 milljónir og ekki séu fleiri Porsche á götunni er bara hlægilegt og sýnir að mér finnst bara hreina heimsku! og hana nú! :D


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Dec 2004 17:27 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 18. Oct 2004 08:54
Posts: 74
Location: Reykjavík
...já því að Lan 100 er í flestum tilfellum notaður sem malbiksbíll. Ég tæki Cayenne S anyday and twice on sunday 8) Hann er að mínu mati draumajepplingurinn 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group