bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 29. Mar 2024 15:51

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: 318IA e36 1991
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 13:01 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Jæja, mér áskotnaðist loks digital myndavél í vetur, þó ég hafi nú ekkert verið úber duglegur að taka myndir af bílnum, en læt þó loksins verða af því að smella inn nokkrum myndum af honum núna. Maður verður duglegri í sumar þegar hann er ekki á kafi í tjöru og salti.

Fyrst smá info um bílinn.
Þetta er 1991 model af 318IA. Hann er keyrður tæp 241 þúsund, en er allur mjög vel með farinn, bæði að innan og utan. Að innan (vantar myndir) er hann með ekta gervi viðarklæðningu :)
Hann er með lækkun upp á 1" að aftan og 1,5" að framan.
Ég er einn af þeim óþekku og hef hann filmaðan. Ég er ekki mikið á ferðinni á kvöldin og um helgar, svo ég hef sloppið við áreiti og slapp í gegnum skoðun í fyrrahaust, en ég var búinn að vera á grænum miða í tæp tvö ár.
Dekkin eru 17" Goodyear Eagle F1 GS-D3, 215/40 sem eru hrein og bein snilld varðandi steering og handling. Þau eru aðeins of lítið (215/45 eru prefeered stærð á þessa bíla) og því er baninn heldur lítill og myndast smá fender gap þrátt fyrir lækkunina. Í næstu dekkjauppfærslu verða keypt rétt dekk.
Ég er búinn að láta setja í hann fjarstýrðar læsingar. Fjarstartið er ennþá uppi á stofuborði, en það stendur til að koma því í fyrir næsta vetur.

Í febrúar lenti mágur minn í því að keyra aftan á jeppa og notaði ég þá tækifærið og lagaði ryðbólur sem voru byrjaðar að myndast fyrir ofan afturbrettin og er því bíllinn eins og nýr í dag.

En myndirnar:

Image
Ein í vetur á svarta stálinu
Image
Og kominn á koppana :D
Image
Og eftir smá jeppakoss
Image
Merkilegt að kassinn hafi ekki skemmst
Image
Og búið að hreinsa ónýta boddýhluti af
Image
Í klössun
Image
Image
Get ekki beðið eftir að opna þennan pakka 8)
Image
Kominn heim til pabba! Fékk mér 1996 stuðara, á eftir að raða dótinu í hann og skrúfa nýtt númer á
Image
Eins og nýr
Image
Allt komið á

Svo verslaði ég mér framvör og augnlok:
Image

Svona lítur kagginn út í dag:
Image

Svona overall, þá er ég mjög sáttur við þennan bíl, enda hef ég átt hann í tæp þrjú og hálft ár og get ég talið á fingrum annarrar handar bilanirnar á þeim tíma:
Kolin í startaranum dóu fyrir ca. tveimur árum
Vatnsdælan fór í 220 þúsund
Bensíndælan fór á svipuðum tíma (þetta var erfiður BMW tími)
Einn rúðuupphalaratakki bilaði í fyrrasumar.

Þegar ég uppfæri (hvenær sem það nú verður), þá verður það e36 328 eða m3 og svo er M5 e39 á framtíðarplaninu :D

Henti upp innimyndum:
Image
Hreinn og fínn eftir vorhreingerninguna
Image
Bíll með reynslu
Image
Ekta gervi viður
Image
Þessar túttur koma manni á milli staða!
Image
Og loks ein framendamynd með englaaugun 8)

*edit 27. maí*
Fékk Viper 791XV í afmælisgjöf frá systkinum mínum og mági um síðustu helgi sem ég lét setja í bílinn í gær.
Ég á eftir að lesa mér almennilega til um það hvernig tólið virkar, en við fyrstu sýn virðist þetta vera snilldarkerfi. Fjarstartið á til dæmis eftir að koma sér vel í vetur :clap:
Ég prófaði það áðan, inni í húsi í ca. 400 metra fjarlægð og það svínvirkaði! Þetta er 2-Way kerfi, svo maður sér allt á skjá hjá sér, til dæmis hvort það er verið að fikta í bílnum, hvort það sé búið að opna hann, hvort fjarstartið hafi náð að setja bílinn í gang og svo framvegis.
Það er reyndar aldrei neitt í bílnum til að stela, en vonandi verður bílnum ekki stolið þegar þetta er komið í :?

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Last edited by grettir on Fri 27. May 2005 14:52, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 13:06 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Fri 11. Apr 2003 11:03
Posts: 235
Fallegur bíll hjá þér.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 13:18 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Mjög nice!

Mér finnst þetta lip á framsvuntuna koma bara mjög vel út.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 13:22 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Takk fyrir það strákar :D

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 13:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Mjög flottur hjá þér! 8)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 13:26 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Þetta er hörku flottur bíll hjá þér !!
Ljósin, augabrúnirnar og lippið kemur
mjög vel út!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 13:27 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Þessi framvör er eins og Nökkvi var með á sínum:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7794

Hann er með svo áberandi mynd í undirskriftinni sinni að ég féll fyrir þessu lúkki 8)

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 13:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8503
Location: 101 RVK
Hrikalega flottur!

Image

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 14:16 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 18. Aug 2003 13:57
Posts: 1272
Location: Reykjavík
Mjög fallegur bíll hjá þér. Gaman að sjá hvernig bíllinn hefur breyst í þinni umsjá. Glæsilegur fákur hér á ferð.

_________________
BMW 318i E46 1998 (Til sölu)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 14:37 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Djöfull eru þetta flottar breytingar hjá þér ! :clap:

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 14:48 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Glæsilegur bíll og gaman að sjá að einhver hefur sama smekk og ég á framsvuntum. :clap:
Persónulega finnst mér þetta gera mjög mikið fyrir bíl með orginal stuðara.
Keep up the good work!

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 18:04 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Takk fyrir góð comment :D
Fyrir utan það hversu mikil snilld það er að keyra og eiga BMW, þá spillir nú ekki fyrir hversu öflugt samfélag er í gangi í kringum þessa bíla :)

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 23:05 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Ég segi bara eins og hinir, mjög smekklegur bíll og gaman að þú
hafir getað nýtt tækifærið þarna til að laga það sem var byrjað að pirra þig!

Bíllinn lítur vel út á þessum myndum!

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 23:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Vó bara smekklegur þessi :shock:

Keep up the good work félagi =D>

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 23:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
bara flott hjá þér 8)

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 58 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group