Ég veit ekki hvort ég á að vera að commenta á þetta... but here it goes.
Ég skoðaði verðmun á 540/6 og M5 og mér fannst hann ekki nægur til að réttlæta 540/6, sérstaklega þegar maður var komin í 540 bíl með M5 looki. Og þá verður aldrei verðlagður performance munurinn, þó að maður geti að vísu ekki fullnýtt hann hér á landi.
En.. ef þú átt 3.5mkr til 5mkr láttu þá endilega vaða í M5, endalaust skemmtilegur bíll. Mundu bara að það lána ekki allir út á 4-5ára bíl.
Varðandi rekstrarkostnað þá er alls ekki ódýrt að reka svona græju. Nokkur dæmi:
-98-Vpower bensín 20-25lítrar á 100 innanbæjar
-1líter af spes olíu sem fæst uppi í B&L fyrir 1500kall líterinn (á c.a. 1000km).
-17" vetrardekk eru minimum, 18" dekk á orginal felgurnar eru ekki ókeypis.
-Ef diskarnir fara, þá má ekki renna þá, þá kaupir þú nýja.
-Kúplingin hefur líftíma upp á max 40þús km (orginal sachs), reyndar er orginal í mínum í 82þús km. Kúplinguna er hinsvegar hægt að steikja á einum bíltúr ef maður er ekki varkár.
-UUC 500pundafeta kúpling kostar 3000dollara.
Eins og Alpina sagði réttilega þá er eitt að kaupa svona (stór ákvörðun) en það er a whole nother ballpark að reka skrímslið.
ánægjan er hinsvegar endalaus, hljóðið er guðdómlegt, þægindin eru mögnuð, plássið er yfirdrifið og krafturinn... já.. power galore.
