jonthor wrote:
Ég er sem sagt með bílinn hans í nokkra daga og Guð minn góður hvað þetta er rosalegt tæki. Var að prófa hann á hraðbrautinni áðan. Liggur eins og ég veit ekki hvað, ótrúlega stutt á milli gíra (6 gíra), sætið gjörsamlega umlykur mann og bremsurnar eru ótrúlegar. Á BMW er einmitt einn cylender á hverju hjóli til að þrýsta bremsunum saman. Á þessum eru fjórir, tveir sitt hvoru megin við bremsudiskinn.
Magnað apparat, bara gaman næstu daga. Myndir koma í kvöld!!!
Geggjað - ég öfunda þig stíft og mikið
Endilega komdu með góða samantekt á bílnum þegar þú ert búinn að taka aðeins á honum
Hvað varðar fjölda cylindra (er þetta ekki líka kallað piston í samhengi við bremsur), þá minnir mig að BMW hafi borið fyrir sig verri hitaleiðni þegar fleiri cylindrar/pistonar séu í spilinu, þegar spurt var afhverju M5 væri ekki með nema 1 piston-a bremsur.
(Ég ber enga ábyrgð á sannleiksgildi hitaleiðni athugasemdarinnar, þetta er langt út fyrir sérsvið okkar 5 volta gaura - kannski Jón Þór geti hjálpað með það

)