Djofullinn wrote:
Af hverju má maðurinn ekki bjóða það sem honum sýnist í bílinn?
Ekkert óeðlilegt við það og maður hefur keypt marga bíla á mjög lágum verðum með því að bjóða lágt í byrjun. Ef menn hafa ekki áhuga geta þeir sagt nei. Eða jafnvel gert gagntilboð. Óþarft að fara í fýlu og uppnefna aðra.
Vel mælt.
Mín persónulega skoðun er einmitt að fólk hlýtur að geta tekið lélegum tilboðum og bara sagt nei. Það er enginn verri við það að hafna tilboði eða einsog Djöfsi bendir á gera móttilboð. Hér á spjallinu hafa bílar komið í söludálkinn á einhverju ákveðnu verði og svo rúmum mánuði síðar er búið að slá 300þ kall af bílnum. Hefði viðkomandi eitthvað átt að móðgast fyrir mánuði ef svo lágt hefði verið boðið í bílinn? Kannski er fólk að þreifa aðeins fyrir sér með söluverðið, kannski er bílasalabransinn búinn að smita út frá sér og fólk með dollaramerkin í augunum. Það bara skiptir ekki máli. Just say no!
Og svo það sé á hreinu þá er ég alls ekki að verja Binna Bílasala sem hrekkur í kút og fer að bera þetta spjall við live2cruize hótar öllu illu og flýr við fyrsta mótlæti. Við höfum séð slíkt áður og missum svosem ekki svefn yfir því.
Hakuna matata!
PS: Flyt þennan þráð undir Off-Topic svo Tommi geti haldið áfram að selja bílinn sinn.