arnibjorn wrote:
Þetta myndband er svo slæmt.
Slæmt á tvenna vegu samt:
1) Þetta er heimskuleg lyfta, alveg sama hvað strongman gaurar segja. Ef þú þarft að lyfta upp þungu lóði, sveigja bakið og geyma lóðið á bumbunni þá er þetta fokking heimskulegt.
2) Það er svo ógeðslega mikið af CrossFit haters þarna úti(oft eru það "einkaþjálfarar" sem eru að tapa viðskiptum útaf vinsældum CrossFit) og núna stökkva þeir til og hrópa "SKO CROSSFIT ER HEIMSKULEGT". Þó svo að ein CrossFit stöð útí USA hafi ákveðið að vera með eitthvað strongman námskeið þá gerir það ekki CrossFit heimskulegt, svona tíðkast ekki í venjulegum CrossFit stöðum.
CrossFit er ekki heimskulegt heldur er stundum heimskt fólk sem stundar CrossFit.
Heimskur aðili sem fer í ræktina og ætlar að reyna taka 100kg í bekkpressu án þess að hafa nokkurntíman lyft á eftir að drepa sig eða meiða sig rosalega mikið.
Heimskur aðili sem ætlar að taka CrossFit æfingu gæti meitt sig (eflaust ekki drepið sig en hey, allt er hægt). En í CrossFit þá er allavega alltaf þjálfari með þér og passar uppá að þú gerir ekki eitthvað heimskulegt.
Þeir sem meiða sig eru oftast gaurar sem eru of stoltir til að skala (me included).
Ég hef bara ALDREI séð neinn gera þetta svona
Mjög óeffective leið til að ná þyngd upp.