Þetta eru S50B30US stimplar stangir og sveifarás ég á til S50US ása, verslaði þá fyrr í sumar.
Já mig sumsé langaði í meiri kraft, og er búinn að fyrir mér afturábak og áfram hvaða leið væri best að fara. Byrjaði á því að skoða turbo og supercharger. En þar sem bíllinn er daily driver og mun halda áfram að vera daily driver þá langaði mig í eitthvað sem er meira reliable. M50 vélin hefur staðið sig með prýði og ég ekkert þurft að eiga við hana hingað til.
Hef verið svolítið spenntur fyrir S50 og S52 vélunum, en þær kosta sitt, flutningskostnaður hár og oft sem maður veit lítið um ástand vélarinnar... Það er jú hægt að kaupa nýuptekna vél en þá er maður kominn í ansi svera summu.
Svo að ég ákvað að skoða hvort ekki væri hægt að fara í einhverjar NA breytingar á núverandi vél, hugsaði að það gæti ekki annað verið en að S50 og M50 væru líkar að einhverju leiti og viti menn, M50 vanos og ameríska S50 eru nauðalíkar.
Planið er sumsé að stróka M50 vélina, og endurnýja og styrkja jafn mikið í vélinni og buddan leyfir. Ég enda þá vonandi með mótor sem er nýupptekinn, reliable og með S50 afli.... Og hugsanlega styrkta fyrir turbo, ef maður skyldi ákveða að fara í það ævintýri einhvern daginn.
Ég hef reyndar ekki svo mikið sem losað mótor úr bíl, það mesta sem ég hef grúskað í vél er að skipta um ventlalokspakkningu. En einhverstaðar verður maður að byrja, er ekki um að gera að stökkva bara út í djúpu laugina?

Allar ráðleggingar og hugmyndir eru vel þegnar.. Ég mun taka glaður við þeim sem vilja kíkja í skúrinn til mín og drekka bjórinn minn
Ég býst reyndar ekkert við því að þetta ævintýri verði ódýrt, hugsa að ég endi í svipaðri upphæð og ég gæti fengið ágætis turbo setup fyrir. En það sem ég græði verður reliable mótor og reynslan

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.
██ 1994 BMW E36 332i sedan
██ 1991 Chevrolet Camaro Z28
██ 1982 Toyota Carina A60
██ 2005 Ford Fiesta ST
Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið
