Í dag sótti ég afturstuðarann frá Bílnet, sem var að fylla upp í gatið eftir þokuljósið og mála neðsta partinn matt svartan. Ég er mjög sáttur með útkomuna á þessu.
Tók nýjar myndir af honum áðan:




Það sem að ég er búinn að gera við hann síðan ég fékk hann:
*Tengja framhjá miðstöðvarelementinu þar sem það fylgdi alveg fríkeypis með ónýtt lekandi element. Tók gamla úr í leiðinni og hreinsa upp allan kælivökvan sem var búinn að safnast saman í loftlögnunum fyrir miðstöðina.
*Skipta um vatnslás, vatnsdælu og reyma framaná vélinni.
*Ventlastilla mótorinn með mikill hjálp frá Arnari ömmudriver.
*Skipta um stýri. Keypti M-Tech I E30 stýri af Jón Mar. Síðan þegar ég sýndi Arnari það þá táraðist hann því honum langaði svo í það svo ég skipti við hann á M-Tech II stýrinu sem var í blæjunni hans.
*Skipta um framljós, losna við brotinn háuljósageysla.
*Skipta um glerið framaná þokuljósunum að framan, voru brotin báðu megin.
*Skipta um stefnuljós, setti hvít. Axel Jóhann seldi mér þau.
*Skipta um afturljós, setti rauð og hvít. Voru svört og brotin. birkire seldi mér þessi ljós og það sem mér finnst merkilegt við þau er að þetta eru ljósin sem kom á OZ-390, fyrsta BMW-inum mínum, úr verksmiðjunni.
*Skipta um listann á afturstuðaranum og fara með afturstuðarann í viðgerð.
Það sem ég ætla að gera við þennan bíl þegar fjármagn leyfir, í réttri röð:
1. Skipta um dekk á þessum felgum.
2. Setja nýja dempara og gorma allan hringinn.
3-4. Setja nýtt miðstöðvarelement í hann.
3-4. Finna aðrar felgur undir hann.
Annað er ekki ákveðið en mig langar til að skipta um skottlok þar sem þetta er skemmt. Langar til þess að setja breiða framendan á hann því mér finnst hann mikið flottari og langar að gera hann shadowline þar sem að tilraunin mín með svart teip heppnaðist ekki.
Ég vil líka taka það fram að Arnar ömmudriver á miklar þakkir fyrir þar sem hann hefur ráðlagt mér og hjálpað mér helling með þennan bíl, enda alls ekki óreyndur þegar það kemur að M30B35.