grettir wrote:
Sundrung eða chaos framundan segið þið.
Ég segi fyrir mitt leyti að mér finnst þessir 100 dagar ekkert vera búnir að vera eintómt skipulag og lausnir.
Kannski eru menn búnir að vera á fullu að bjarga því sem bjargað verður á bakvið tjöldin (vonandi) og koma þeim upplýsingum þá væntanlega áfram til þjóðstjórnar. En ef ekki, þá verður það fyrst núna sem skítafýlan dynur á okkur.
Ég vil allavega vita í hversu djúpum skít við erum. Fráfarandi stjórn virðist ekki líta á það sem svo að okkur komi það við eða hún hefur eitthvað að fela. Við getum ekki reist okkur upp úr drullunni nema vita hvað er langt til botns.
Nei, sammála að það er af nógu að taka til að gagnrýna fráfarandi stjórnvöld. Ég held bara að landinn sé enn svo fjarri því að gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið er.
Hvernig á að taka á bankamálunum, við komum kerfinu ekki í gang hér aftur án þeirra. Ef þeir verða í frosti í 3-4 mánuði í viðbót er fer mjög illa fyrir öllum, fyrirtækjum og heimilum.
Ætla menn að skila IMF lánum?
Framundan eru líklegast erfiðustu tímar sem sést hafa í efnahagsmálum og stjórnmálum Landsins, ég hef miklar áhyggjur af því hverjir stjórna okkur í gegnum það.
Heldur landinn að manneskja eins og Jóhanna Sigurðardóttir geti leyst vandamál þjóðar sem stefnir í 150 ma. halla á ríkissjóð? Það er ekkert mál að vera vinsæll ef stefnan er að eyða meiri peningum en ríkissjóður þénar, sem er einmitt það sem Jóhanna er vinsæl fyrir núna.
Það sem þarf að niðurskurð, því miður. Við getum og þurfum að finna ástæður fyrir því hvernig fór, finna þá sem bera ábyrgð, en ekkert mun breyta því að hér þarf að skera niður. Það sem fyrst og fremst þarf hér á næstunni er aðhald í fjármálum og niðurskurð, með þeim hætti að sem minnst atvinnuleysi myndist í leiðinni.
Það eru mjög erfiðar ákvarðanir framundan og ég er hræddur um að fólkið sem tekur við núna muni bjarga deginum í dag á kostnað morgundagsins.