Og til að drepa alla í tækni blaðri.
Hérna er dyno chart sem sýnir allt sem ég þarf að gera til að ná 400hö á 1bar á 2.5 vél.
VE 1 er byggt uppá hestafla tölunum sem ég fékk úr dyno á bílnum mínum á alveg stock vél,
KPA 1 er boostið,
HP 1 og Tog 1 eru út reiknaðar tölur út frá stock 2,5vél og VE1, gætum sagt að vélin hans einarss sé eitthvað svona eins og er. 350hö max og 460nm tog max, 2,8 vélin sem ég er að gera núna er með original VE tölur og skilar 400hö við 1bar.
VE 2 er breytt nýtni á vélinni sem þarf til að ná þessum nýju HP 2 og Tog 2 tölum. Til að ná 400hö á 1bari þarf ég að auka nýtni vélarinnar um 14% frá original.
Nú veit ég ekkert hvað ég á eftir að geta breytt nýtninni. Enn þetta er allaveganna þar sem mig vantar að gera uppá peak power.
Bara að port matcha heddið á púst hlið á eftir að hjálpa slatta.
Ég væri samt GEÐVEIKT til í að ná fram enn betri nýtni og geta lækkað boostið enn viðhaldið powerinu, það væri SNILLD.
Það sem ég mun ná fram með seinna verkefninu er stillanlegur bakþrýstingur sem gefur mér kost á að rannsaka upp þumalputta reglu um nýtni gefið að menn vita bakþrýsting og inntaks þrýsting og hvað það myndi þýða t,d að geta lækkað bakþrýsting um 5% eða 10% eða hvað sem er.
já ég bjó mér til excel skjal til að um reikna alskyns tölur og geta búið til dyno charts

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
