Þetta kostaði tæplega 30.000 kr. (27-28.000)
Það er svona allt í lagi, ég meina þeir lentu víst í eitthverjum vandræðum með að finna þetta enda náðu þeir ekki sambandi við tölvuna af ókunnum ástæðum og gátu ekki lesið codana. Þeir eins og ég sagði skiptu um kerti (og það er ekki auðvelt á 12 cylindra bílnum - hrikalegt að komast að öllu), þjöppumældu vélina, tóku spíssana og prófuðu þá o.fl. t.d. svissuðu eitthverjum relay-um svo önnur dælan myndi ekki hrökkva í gang og sprauta yfir allann hvalbakinn og vélina hjá mér.
Síðan setti hann víst bara eitthvað t-stykki til að bensínið kæmist á báða helminga, voru ekki vissir um hvor dælan var biluð (ef hún er þá biluð)
Ég er að fara láta sprauta bílinn og þar af leiðandi er ég svona smá fátækur og lét þetta bara gott heita. Þetta er bara svona bráðabirgðareddun og nú veit ég hvað er að. Fer bara aftur með hann fljótlega og læt þá kippa þessu í lag (þegar maðr á smá aur)
Það var bara það helsta að fá að vita hvað væri að greyinu, hvort þetta væri eitthvað mjög alvarlegt sem þetta er sem betur fer ekki
Hann á allavega að ganga á öllum núna, en kannski svolítið rough gangur enda er bara önnur dælan að sjá vélinni fyrir bensíninu og pressure regulatorinn nær örugglega ekki að átta sig á því.