Þórir wrote:
Ok strákar. Þið segið að það sé einfaldlega rangt, en gefiði mér þá dæmi um hvenær það er ekki öðrum hvorum ökumanninum að kenna. Auðvitað má í mörgum tilvikum segja að það séu einhverjir meðvirkandi þættir en þáttur annars hvors ökumannsins er nánast alltaf áhrifaríkastur!
Svo tók ég þessu kommenti um felgurnar meira sem grín frekar en eitthvað annað. Það er að mínu viti ekkert sérstaklega ódýrt að versla við B&l og hvað þá að kaupa felgur eins og eru seldar þar, enda original felgur sem eru dýrar hvar sem maður kaupir þær.
Annars er nú af þessum málum það helst að segja að það er alltaf auðveldara að kenna löggunni um í þessum málum en ekki sjálfum sér.
Kveðja.
Málið er nefnilega það að B&L selur ekki bara original felgur, heldur líka fleiri gerðir felga.
Ég myndi ekki kenna löggunni um ófarir mínar, kannski maður myndi gera það allra fyrst vegna pirrings útí fíflaskapinn í sjálfum sér, en ég er allavega yfirleitt fljótur að sjá að mér (hef aldrei verið stoppaður eins og áður hefur komið fram, ekki einu sinni í tékk, 7-9-13)
_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR