Thrullerinn wrote:
bebecar wrote:
Ástandið á nú eftir að verða lítið skárra hér.... það fara bankar á hausinn hér í hverjum mánuði, atvinnuleysi er að aukast og það er langt síðan að húsnæðisverð hrundi og matvælaverð rauk upp.
Það er nú ekki hægt að fara margt og hugsanlega best að fara til Asíu því það er frekar stutt síðan síðasta markaðssveifla niður á við var þar...
Afríka mögulega líka - fullt af ódýrum lóðum þar
Ég er á leiðinni heim, svo lengi sem ég fæ almennilega vinnu... annars get ég alveg dokað við á meginlandinu.
Það sem mér hefur fundist svolítið merkilegt, er hvað fasteignir í Danmörku byrjuðu mun fyrr að lækka í verði heldur en á Íslandi.
Kannski er lánafyrirkomulagið öðruvísi ? Væntanlega var það opnara hérna

Það er meira en ár síðan að fasteignamarkaðurinn hér úti byrjaði að lækka. Bara í ár er spáð 30 lækkun á landsbyggðinni. Mig minnir að það séu tvö ár síðan byrjaði að lækka í höfuðborginni.
Hér er LÖNG hefð fyrir 90% lánum og því vita allir að í DK er óleyst sub prime krísa, sem er ekki einu sinni komin upp á yfirborðið.
Hvað lánafyrirkomulagið varðar þá eru skilyrðin í greiðslumati bara mun strangari og þannig geta þeir sem tóku þessi 90% auðveldlega borgað af þeim þó þeir verði fyrir skakkaföllum (svo er náttúrulega engin verðtrygging þegar skakkföllin verða á landsvísu).