bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 29. May 2025 14:20

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1 ... 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39 ... 246  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Sep 2008 17:52 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
Já ég er sammála því að það er ekki gott að svona skyldi fara. En í þeirri stöðu sem komin var, var þetta þá ekki besti kosturinn?

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Sep 2008 17:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Jæja, hver ætlar að stofna nýjan banka og vera "HETJA ALMÚGANS" ?

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Sep 2008 19:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
íbbi_ wrote:
nei ví miður myndi ég halda að því sé öfugt farið, þetta staðfesti það sem erlendar stofnanir eru búnar að vera segja, um hversu illa staddir þeir raunverulega væru,

EKKI GOTT


Það er alveg rétt, þarna staðfestist það sem að sagt hefur verið úti,

En fyrst að þeir voru að fara á hausinn hvorteðer, þá hlýtur að vera betra að ríkið hafi hirt þá upp, heldur en hefðu þeir bara farið beint í þrot?

Þannig að af tvennu slæmu, þá lítur þetta eflaust betur út fyrir okkur.

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Sep 2008 21:19 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 28. Mar 2004 23:48
Posts: 405
Já það hriktir all svakalega í stoðunum núna. Svartsýnustu spár virðast ætla að rætast.

Og í dag hrundu markaðir vestra, það mun auðvitað smita hingað. Ætli krónan fari ekki bara upp í 200 á morgun svei mér þá...

_________________
BMW E34 525iA '95


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Sep 2008 01:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þetta er orðið alveg...

ekki gott.. ekki bjartir tímar framundan,

p.s hvað segiði um samsæriskenninguna um að nú sé davíð loksins búinn að feisa jón ásgeir?

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Sep 2008 02:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
íbbi_ wrote:
þetta er orðið alveg...

ekki gott.. ekki bjartir tímar framundan,

p.s hvað segiði um samsæriskenninguna um að nú sé davíð loksins búinn að feisa jón ásgeir?


Hah mér finnst alveg ótrúlegt að fólk trúi svo langsóttu rugli.

ps. Jón Ásgeir er plebbi

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Sep 2008 08:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
http://visir.is/article/20080930/FRETTIR01/277107030/-1

Quote:
„Þetta er stærsta bankarán Íslandsögunnar og augljóslega hluti af stærri átökum sem hafa ekki farið fram hjá neinum. Nú hafa menn náð ákveðnum hefndum og hljóta að vera ánægðir,"

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Sep 2008 08:53 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Kristjan wrote:
íbbi_ wrote:
þetta er orðið alveg...

ekki gott.. ekki bjartir tímar framundan,

p.s hvað segiði um samsæriskenninguna um að nú sé davíð loksins búinn að feisa jón ásgeir?


Hah mér finnst alveg ótrúlegt að fólk trúi svo langsóttu rugli.

ps. Jón Ásgeir er plebbi

Það má vel vera að Jón Ásgeir sé það, en maður er gjörsamlega farinn að missa trúnna á stjórnun þessa lands og lítur allt út fyrir að Davíð hafi aldrei sleppt stjórnartaumunum.

Þennan mann kaus maður í den og hann hefði átt að hætta á toppnum. Nú verður hans minnst sem hrokafulla, stjórnsjúka, óhæfa seðlabankastjórans sem sendi krónuna í niðurfallið.

Ef einhver hérna talar um ytri áhrif, þá æli ég. Ættu ytri áhrifin ekki að hafa áhrif ytra? Hvergi í byggðu bóli er gjaldmiðill heillar þjóðar á jafn hraðri leið til glötunnar. Peningastefnan hérna er í molum. Starfslýsing seðlabanksstjóra er ekki flókin. Halda niðri verðbólgu og standa vörð um krónuna.

Ef ég stæði mig svona illa í vinnunni - væri ég rekinn. Geir Haarde á að reka Davíð og standa uppi sem meiri maður á eftir. Þetta er eins og að rífa af sér plástur. Vont fyrst, en svo verður þetta frábært. Fyrr er ekki hægt að koma stöðugleika á hlutina hér. Burtséð frá því hvort hatur Davíðs á Baugsveldinu er um að kenna eða ekki, maðurinn er ekki starfinu vaxinn.

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Sep 2008 10:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Hvad meinardu ad thu aelir ef thu heyrir um ahrif ytra.... ef thu hefur laert eitthvad i hagfraedi tha er vodalega einfalt samband milli landa thegar kemur ad svona. Og serstaklega i ljosi thess hvad vid erum litil, og ad ISK er minnsti fljotandi gjaldmidill i heimi, ad tha liggur thetta eginlega bara beint vid.

En svo er audvelt lika ad segja ad sedlabankinn se handonytur og ekki ad gera vinnuna sina, en vid vitum litid hvad fer fram innan veggja sedlabankans svo eg aetla ad segja sem minnst um hann.

Malid er bara ad verd ISK fer eftir frambodi og eftirspurn, og thegar fjarfestar akveda ad halda aftur af ser, sem er ad gerast um allan heim thessa dagana, tha minnkar eftirspurnin eftir ISK, og thar af leidandi verdur kronan odyrari. Audvitad spila fleiri hlutir inni, en svona er thetta i meginatridum.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Sep 2008 10:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
GVT 191.98 :shock: og fer versnandi

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Sep 2008 10:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
einarsss wrote:
GVT 191.98 :shock: og fer versnandi


Hehe, eg aetladi ad fara ad posta thessu. Stendur i 192,4100 nuna.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Sep 2008 11:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Bara slæmt :(

Og úrvalsvísitalan búin að falla um næstum 11%

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Sep 2008 11:08 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Eggert wrote:
Hvad meinardu ad thu aelir ef thu heyrir um ahrif ytra.... ef thu hefur laert eitthvad i hagfraedi tha er vodalega einfalt samband milli landa thegar kemur ad svona. Og serstaklega i ljosi thess hvad vid erum litil, og ad ISK er minnsti fljotandi gjaldmidill i heimi, ad tha liggur thetta eginlega bara beint vid.

En svo er audvelt lika ad segja ad sedlabankinn se handonytur og ekki ad gera vinnuna sina, en vid vitum litid hvad fer fram innan veggja sedlabankans svo eg aetla ad segja sem minnst um hann.

Malid er bara ad verd ISK fer eftir frambodi og eftirspurn, og thegar fjarfestar akveda ad halda aftur af ser, sem er ad gerast um allan heim thessa dagana, tha minnkar eftirspurnin eftir ISK, og thar af leidandi verdur kronan odyrari. Audvitad spila fleiri hlutir inni, en svona er thetta i meginatridum.


Ég veit að það er auðvelt að vera besservisser á interneti. Þess vegna er ég ekki að vinna í seðlabankanum og ég er ekki hagfræðimenntaður. En ég geri þá kröfu sem skattgreiðandi og launagreiðandi þessara manna að við störf séu menn sem vita hvað þeir eru að gera. Ekki afdankaðir pólitíkusar sem þykjast vita hvað þeir eru að gera.

Geri ég of miklar kröfur? Voru ekki mistök að hleypa krónunni á flot þegar hún er minnsti gjaldmiðill sem hefur verið settur á flot? Virkar það á verðbólguna að hækka stýrivexti? Hvers vegna voru stýrivextir þá ekki hækkaðir við síðustu vaxtaákvörðun þegar verðbólga var enn að hækka? Í hversu mörg skipti hefur verðbólga verið undir verðbólgumarkmiðum seðlabankans? Einu sinni? Tvisvar?

Ég hef vissulega ekki svör við öllum þessum spurningum eða lausnir enda ekki með menntun til þess. Enda er mitt prinsipp "gerðu það sem þú ert góður í og borgaðu öðrum fyrir að gera það sem þú kannt ekki sjálfur". Seðlabankinn er búinn að sýna það og ríkisstjórnin að þeir eru ekki að höndla þennan vanda. Kannski er ekkert hægt að gera, en það mætti prófa að skipta um stjórnendur og fá fagfólk í djobbið. Við höfum engu að tapa og allt að vinna eins og staðan er orðin í dag.

Ég æli vegna þess að það er ytri áhrifum að kenna þegar allt er á leiðinni til andskotans en ríkisstjórninni að þakka þegar vel gengur.

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Sep 2008 11:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Ok, vel maelt, serstaklega tharna i lokin.

Og thad er rett hja ther, ad styrivextir eru stjornartol sedlabankans til ad sporna vid verdbolgu. Og tho svo ad their hafi ekki verid yfir markmidum nema tvisvar sinnum er ekki endilega merki um failure. En styrivexti er ekki bara haegt ad haekka og haekka til thess ad sporna vid henni, thetta er floknara en bara thad. Og hafdu thad i huga, ad asamt Tyrklandi, tha erum vid med haestu styrivexti a evrusvaedinu (jaja, Tyrkland er ekki i EU en eru samt ad troda ser thangad og thad mun takast a endanum), ef ekki i heiminum, hef tho ekki kynnt mer thad naegilega vel.

En malid er bara ad thetta er i raun fagfolk sem vinnur tharna i sedlabankanum. Ok, tho svo ad dabbi kongur sitji i stjorn ad tha er hann med her af monnum sem vita alveg hvad their eru ad gera, og their eru (vonandi) bunir ad vera ad gera thad sem er best i stodunni. Allavega neita eg ad trua odru fyrr en eg se annad svart a hvitu.
Tho svo ad their hafi ekki nad ad stjorna astandinu, eda ad koma i veg fyrir thad sem er i gangi thessa dagana thydir ekki ad thetta se ohaeft folk. Thad er ekkert alltaf haegt ad retta vid skipid. Thetta er bara komid i vitahring nuna og menn eru ad gera thad sem "er best i stodunni".

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Sep 2008 11:39 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Eggert wrote:
Ok, vel maelt, serstaklega tharna i lokin.

Og thad er rett hja ther, ad styrivextir eru stjornartol sedlabankans til ad sporna vid verdbolgu. Og tho svo ad their hafi ekki verid yfir markmidum nema tvisvar sinnum er ekki endilega merki um failure. En styrivexti er ekki bara haegt ad haekka og haekka til thess ad sporna vid henni, thetta er floknara en bara thad. Og hafdu thad i huga, ad asamt Tyrklandi, tha erum vid med haestu styrivexti a evrusvaedinu (jaja, Tyrkland er ekki i EU en eru samt ad troda ser thangad og thad mun takast a endanum), ef ekki i heiminum, hef tho ekki kynnt mer thad naegilega vel.

En malid er bara ad thetta er i raun fagfolk sem vinnur tharna i sedlabankanum. Ok, tho svo ad dabbi kongur sitji i stjorn ad tha er hann med her af monnum sem vita alveg hvad their eru ad gera, og their eru (vonandi) bunir ad vera ad gera thad sem er best i stodunni. Allavega neita eg ad trua odru fyrr en eg se annad svart a hvitu.
Tho svo ad their hafi ekki nad ad stjorna astandinu, eda ad koma i veg fyrir thad sem er i gangi thessa dagana thydir ekki ad thetta se ohaeft folk. Thad er ekkert alltaf haegt ad retta vid skipid. Thetta er bara komid i vitahring nuna og menn eru ad gera thad sem "er best i stodunni".

Já, eflaust er fullt af kláru fólki að vinna sína vinnu þarna. Maður er bara kominn með nóg af smettinu á gamla kónginum :)

Það fer líka bara nett í taugarnar á manni þegar stjórnmálamenn skýla sér bara á bakvið það að þetta sé alþjóðlegt vandamál. Það virkar svona eins og "ég ætla ekki að gera neitt, bara bíða eftir að hinir lagi málin og þá lagast þetta hérna líka".
Það er enn mikilvægara fyrir okkur, einmitt vegna þess hversu lítil við erum, að stjórnvöld hér taki á þessum vanda og segi okkur hvað þeir eru að gera. Því bara umtal um að aðgerðir séu í gangi hafa góð áhrif, rétt eins og umtal um að ekkert sé verið að gera er að hafa verulega vond áhrif.

En jæja, best að hætta að pirra sig á gengisvísitölum í bili og fara að vinna sér inn krónur :)

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1 ... 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39 ... 246  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 25 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group