smá update.
Á miðvikudaginn byrjar M20B28 conversion þegar ég fer með ryðguðu m20 blokkina mína og drasl í skólann.
Verður auðvitað turbó líka enn mig alveg dauðlangar að runna bílinn 2.8 rétt til þess að sjá hvernig M20b28 er N/A sem ég held að sé sniðugt að gera. Þar sem að mig vantar alvöru kúplingu og ARP heddbolta þá er alveg eins gott að runna bara 2.8 power í smá tíma á meðan hitt er á leiðinni.
2.8 breytinginn verður complett rebuild á M20 (legur, hringir, pakkningar og þess háttar).
Ætti að skila næstum 200hö með þetta púst, soggrein, throttle body, stock hedd, stock ás og allt stock nema 2.8 sveifar ás og 320i stangir.
Ætla að taka alveg dágóðann slatta af myndum þar sem að ég þarf þess hvort eð er fyrir skólann.
Bílinn er með 238nm tog við 4300rpm og 178hö, hann ætti að ná 265nm tog eftir breytingu sem og 200hö vonandi.
Uppfærði vírun aðeins - eitthvað sem ég ætla að gera hjá Einari og Steina þegar ég kem heim svo, einnig uppfærði ég VEMS tölvuna þannig að hægt er að ná betri virkni og nákvæmnari notkun það verður auðvitað gert hjá strákunum svo.
Þar sem að ég hef engar specific myndir þá eru hérna nokkrar funky myndir
E28 bílinn er með look sem kallast "Hoodride"
nokkuð fyndið, kúl og lame á sama tíma, felgurnar hjálpa algjörlega með kúlið allaveganna
Hoodride hefur víst algerlega farið framhjá okkur á íslandi, er víst alveg búið hérna úti og í USA.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
