Það er nú ýmislegt sem bendir til að fólk sé ekki enn búið að átta sig á því hve ástandið er í rauninni slæmt.
Það er rétt að á landinu er megnið af fólki ennþá vel stætt og líklegast breytist það lítið.
Hinsvegar þá er staðan gífurlega slæm fyrir skuldsett fólk og það er bara ofboðslega mikið af því.
Svo held ég nú þvert á móti af fjölmiðlarnir haldi að sér höndum (allavega þeir ábyrgari) þar sem umfjöllun um stöðu mála og vangaveltur gætu hreinlega valdið múgæsing. Það þarf að fjalla af ábyrgð um það sem er að gerast.
Þessi saga með Rottweiler gaurinn

en einhvern veginn kemur hún manni ekki mikið á óvart. Og þó hann hafi verið tanaður þá er þetta nú bara sorglegt!
Fyrir 4 árum síðan þá bjó ég í vesturbænum og dóttir mín var í Vesturbæjarskóla. JAFNVEL ÞÁ var röð af Cayenne, RR og sjöum (þeir sem safna skuldunum sem mest virðast alltaf velja sér BMW frekar en Benz

) fyrir utan mæðrastyrksnefnd í hvert einasta skipti sem matargjöfum var útdeilt!
Pælið aðeins í þessu - stór hluti fólksins var fólk sem "átti" íbúðir, hús, fína bíla, var í vel launaðri vinnu en átti ekkert afgangs til að kaupa sér MAT!
Ef þetta var svona þá, hvernig haldið þið þá að þetta sé í dag. Mæli með að menn tékki á þessu hjá mæðrastyrksnefnd næst þegar úthlutun er (getur reyndar verið að systeminu hafi verið breytt vegna eftirspurnarinnar).