Jæja, best að koma með fréttir.
Ég hef lítið getað unnið í bílnum út af vinnu, aukavinnu og jóladóti.
Hef komist nokkur kvöld í að líta örstutt á hann og gera smá próf.
Rafmagn var ekki rétt tengt á startarann í upphafi.
Tengdi á vitlaust spaða tengi með gula/svarta vírnum sem gefur 12v við start.
Hann er tengdur rétt núna og vélin snýst mjög vel.
Þá kom auðvitað bara næsta vandamál. Bensín.
Bensínrelay er ekki að virka eins og skyldi en ég get jumpað það og fengið bensíndæluna í gang.
Þarf bara að finna út úr því hvað í vírunarferlinu er ekki rétt (grunar að þetta sé tengt jetronic -> motronic breytingunni)
Svo fæ ég ekki neista heldur. Sem er mjög skrýtið þar sem háspennukeflið fær 12v á græna vírnum. Fellur niður í 8,0-8,6v við start reyndar, á það að vera svoleiðis ?
Ég er búinn að liggja yfir rafmagnsteikningum síðastliðin kvöld sem ég hef átt frítíma.
Mér sýnist ég ekki ná að koma þessu í gang áður en Gunni kemur heim, eins og ég ætlaði mér
Ég er SVO nálægt því að koma þessu í gang EINN....mjög ánægður með þann árangur.
(Reyndar með hjálp frá Gunna í ótal samtölum

, en ég gerði þetta allt saman!

)