jæja nú er liðinn rúmur mánuður síðan ég tjáði mig um bílinn hérna síðast, síðan þá hefur ýmislegt gerst.
svo ég byrji á byrjuninni þá datt allt í gott lag við nýjann vatnskassa, ef ykkur vantar vatnskassa og finnið engann þá mæli ég eindregið með þjónustunni sem ég fékk í Gretti
ég sauð undir hann nýjann aftasta kút, efast um að þetta sé réttur kútur en bíllinn þegir allavega núna, liðast um göturnar eins og að liggja á skýji
ég skipti um síu og vökva á skiptingunni, hann skánaði við það, samt þegar hann er kaldur vill hann ekki strax skipta sér upp úr fyrsta gír. Getið þið ýmindað ykkur hvað er að? Skiptingin er fín strax eftir fyrstu 100-200 metrana.
nú er ég búinn að skitpa líka um spindilkúlur, stýrisenda, bremsudiska framan, framljós báðum megin og örugglega eitthvað fleira, fór svo með hann í skoðun og voila bíllinn er kominn með 07 miða mér til mikillar ánægju. Það eina sem er að angra mig er það hve leiðinlegur hann er í gang kaldur, ég hef enn ekki getað fundið útúr því

allar skoðanir á því vel þegnar.
Svo núna seinast pantaði ég tölvukubb af ebay.de,
var að smella honum í. Ég get ekki verið annað en sáttur miðað við hve auðvelt var að koma honum í. Þetta var aðgerð sem kostaði rúmar 5000 krónur og tók ekki nema 5 mínútur. Ég segi nú ekki að bíllinn sé sprækur en hann er strax orðinn léttari upp, ekki jafn þvingaður af kraftleysi eins og áður. Ég mæli með fyrir hvern sem er að panta sér svona, það þarf litla sem enga kunnáttu að koma þessu í.
Næsta mál á dagskrá er að smíða flækjur, við bræðurnir höfum aðgang að öllu sem til þarf til að smíða svona og svo er bara að finna sér upplýsingar um það hvernig þetta er gert svo það virki. Ætlunin er að byrja á því að smíða þetta úr bara ódýru svörtu stáli, ef okkur vel tekst til og þetta lítur sæmilega út og þetta virkar er planið að splæsa í ryðfrítt og gera þetta almennilega. Ég mun alveg örugglega taka myndir af öllu því ferli og pósta hér inn til að leyfa ykkur að fylgjast með
Úr því hann var orðinn þetta góður þá átti hann skilið að verða bónaður, ryksugaður og þrifinn að innan. Þetta er bara að verða eins og nýtt

ég er mjög ánægður með hann, þetta er tvímælalaust með skemmtilegri bílum sem ég hef átt og þá er mikið sagt (ég hætti að telja fjöldann þegar ég var kominn yfir 30), ég skal taka myndir næst þegar ég bóna
