bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 16:25

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 31 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Sep 2006 15:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Ég verð að viðurkenna að ég átti erfitt með að hreinlega grenja ekki yfir þessu broti þar sem drengurinn var í viðtalinu.

Gerið grín af því þeir sem vilji.

Þetta er orðið SVAKALEGT vandamál.

Ég er sjálfur hlynntur því að fólk fari út fyrir bæjarmörk og stundi þetta frekar en að vera í bænum að gera þetta, skv. tölunum í þessu broti voru 16 manns að slefa í eða að keyra á yfir 200km/klst á VESTURLANDSVEGI.

Gallinn er sá að þegar fólk keyrir svona hratt þá er það ekki bara að spila með sitt eigið líf heldur líf þeirra sem eru með í bílnum og þeirra bíla sem sérstaklega aka á móti.

Að mínu mati væri ekkert vitlaust eins og VÍS pían segir að lækka prómillmagn niður í 0 og hækka bílprófsaldurinn í 18 ár en það er ekkert eina lausnin. Munið þið eftir mynd af ykkur síðan þið byrjuðuð í menntaskóla og svo mynd af ykkur þegar þið voruð að útskrifast ? Það er ALLUR munur þar á.

Mér finnst persónulega að besta lausnin sé að fá foreldra til að ræða þetta við börnin sín því ef barn virðir foreldri sín nóg þá er það að mínu mati besta forvarnarleiðin.

Svo er hér ein pæling.

Þú átt barn sem er að krota á vegginn heima hjá þér og barnið má það auðvitað ekki. Þú skammar barnið þitt og það heldur bara áfram því að því finnst gaman að krota og það hefur tilhneigingu til að gera hluti sem það má ekki. Besta lausnin væri því að rétta barninu blað og láta það krota á blaðið frekar en á vegginn.

Forvarnirnar sem eru í gangi hvað varðar þessi mál er sú að fólkið vill auka viðurlög við hraðakstri en hefur ekki hugsað út í að ef ökumenn geta fengið að stunda lögbrotið löglega að það myndi kannski gefa betri niðurstöðu.

Það vita ALLIR að hraðakstur er kominn til að vera. Eina leiðin til að stoppa hraðakstur gjörsamlega væri að taka alla bíla úr umferð.

Þess má geta að ég hef sjálfur ekki farið yfir 170 km/klst á bílnum mínum og það var ekki gert í fyrsta skiptið sem ég sat undir stýri. Mér finnst mun skemmtilegra að fá thrustið frekar en hraðann. Thrustið gæti ég fengið á braut, skítt með hraðann.

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Sep 2006 17:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Það sem mér finnst helst vanta er að þetta fólk átti sig á því að vegakerfið hérna á Íslandi er stórhættulegt! Ég var að lesa einhversstaðar að það hefði ekki orðið neitt banaslys á Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð, segir það ekki allt sem segja þarf?

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Sep 2006 20:10 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Bjarkih wrote:
Það sem mér finnst helst vanta er að þetta fólk átti sig á því að vegakerfið hérna á Íslandi er stórhættulegt! Ég var að lesa einhversstaðar að það hefði ekki orðið neitt banaslys á Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð, segir það ekki allt sem segja þarf?


Það segir allavega ansi mikið!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Sep 2006 21:50 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 18. Feb 2005 22:18
Posts: 657
bebecar wrote:
Bjarkih wrote:
Það sem mér finnst helst vanta er að þetta fólk átti sig á því að vegakerfið hérna á Íslandi er stórhættulegt! Ég var að lesa einhversstaðar að það hefði ekki orðið neitt banaslys á Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð, segir það ekki allt sem segja þarf?


Það segir allavega ansi mikið!


Jú, en það er ekki vinsælt hjá ráðamönnum að ræða þau mál því að þá fer að stað umræða um hvers vegna peningar sem við bíleigendur erum búnir að borga í formi alskona skatta hafa ekki farið í vegina heldur oft í einhver pólitísk gælu verkefni sem hafa flest komið út með tapi.

Þarna er stóra hneykslið í þessum málum,hitt er annað mál að það má eflaust breita og laga reglur varðandi t.d hvort að 17 ára unglingur hafi eithvað með það að gera að fá 200+ hp bíl strax eftir að prófi er náð,ég er andvígur því að hækka bílprófs aldur heldur vil ég frekar lækka aldurinn og að fólk fái að keyra bíla sem ná ekki meir en 50 km,ég held að það sé einhver byrtingar mynd af þessu í svíþjóð.

_________________
gaui1969@gmail.com
e36 coupe 318is. Seldur
e36 convertible 325i
e21 1982 323i
e30 top chop
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Sep 2006 21:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
adler wrote:
bebecar wrote:
Bjarkih wrote:
Það sem mér finnst helst vanta er að þetta fólk átti sig á því að vegakerfið hérna á Íslandi er stórhættulegt! Ég var að lesa einhversstaðar að það hefði ekki orðið neitt banaslys á Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð, segir það ekki allt sem segja þarf?


Það segir allavega ansi mikið!


Jú, en það er ekki vinsælt hjá ráðamönnum að ræða þau mál því að þá fer að stað umræða um hvers vegna peningar sem við bíleigendur erum búnir að borga í formi alskona skatta hafa ekki farið í vegina heldur oft í einhver pólitísk gælu verkefni sem hafa flest komið út með tapi.

Þarna er stóra hneykslið í þessum málum,hitt er annað mál að það má eflaust breita og laga reglur varðandi t.d hvort að 17 ára unglingur hafi eithvað með það að gera að fá 200+ hp bíl strax eftir að prófi er náð,ég er andvígur því að hækka bílprófs aldur heldur vil ég frekar lækka aldurinn og að fólk fái að keyra bíla sem ná ekki meir en 50 km,ég held að það sé einhver byrtingar mynd af þessu í svíþjóð.


50??????

það er enginn bíll sem getur ekki komist hraðar enn það

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Sep 2006 14:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
adler wrote:
bebecar wrote:
Bjarkih wrote:
Það sem mér finnst helst vanta er að þetta fólk átti sig á því að vegakerfið hérna á Íslandi er stórhættulegt! Ég var að lesa einhversstaðar að það hefði ekki orðið neitt banaslys á Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð, segir það ekki allt sem segja þarf?


Það segir allavega ansi mikið!


Jú, en það er ekki vinsælt hjá ráðamönnum að ræða þau mál því að þá fer að stað umræða um hvers vegna peningar sem við bíleigendur erum búnir að borga í formi alskona skatta hafa ekki farið í vegina heldur oft í einhver pólitísk gælu verkefni sem hafa flest komið út með tapi.

Þarna er stóra hneykslið í þessum málum,hitt er annað mál að það má eflaust breita og laga reglur varðandi t.d hvort að 17 ára unglingur hafi eithvað með það að gera að fá 200+ hp bíl strax eftir að prófi er náð,ég er andvígur því að hækka bílprófs aldur heldur vil ég frekar lækka aldurinn og að fólk fái að keyra bíla sem ná ekki meir en 50 km,ég held að það sé einhver byrtingar mynd af þessu í svíþjóð.


Það er rétt, í Svíþjóð máttu keyra bíl sem er limitaður við 50 áður en þú færð bílpróf. "Bíllinn" er þá í sama flokk og dráttarvélar og vinnuvélar, og er t.d. skylda að hafa aðvörunarþríhyrning aftan á honum. Hinsvegar er bílprófsaldurinn í Svíþjóð 18 en æfingaraksturinn byrjar samt þegar fólk er 16 þannig að fólk er oftast búið að keyra í 2 ár undir leiðsögn áður en því er hleypt út í umferðina, og þar gæti nú kannski munað mestu.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Sep 2006 15:03 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 07. Jun 2006 12:57
Posts: 39
Hef voda fátt um tetta ad segja annad en ad ég er ekki ad sjá hvernig frædsla gæti hjálpad.
Jújú, madur lærir kannski eitthvad og sér nokkrar myndir og eftir svona 5 mínútur er madur búin ad gleyma tessu öllu.
Ég veit alveg um afleidingar hradaaksturs en ég er adrenalín adict og tad sem fær mig til ad koma adrenalínflædi af stad tá geri ég tad.

Geti ekki skrifad meira í bili, reyni ad bæta vid tetta sídar.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Sep 2006 15:15 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
Eins og einhver sagði þá vantar almennilegt track hérna.


Það sem myndi t.d fá mig til að keyra algjörlega eins og maður í umferðini væri 3-4 hlutir


1. Almennileg braut

2. Að geta flutt inn ódýra og helst lausir við allar ríkiskvaðir bíla sem einungis væri leyft að nota á brautum. Eina sem þyrfti væri líklegast trygging sem verndar mann gegn tjóni á öðrum og líkamlegu sjálfstjóni

3. Afnema allar ríkiskvaðir af varahlutum í þá bíla

4. Að hafa brautina nálægt höfuðborgarsvæðinu




Með þessu þá væri hægt að stuðla að eftirfarandi


Lægri bílatryggingar á "almenna" bíla

Minna um umferðarslys

Sparnaður hjá lögreglu, hvað varðar eftirliti ofsaakstri og hraða. Einnig hjá sjúkrahúsum, slökkvuliðsbílum og vegagerð



Ég gæti þessvegna hugsað mér að eiga 316 til að komast frá A-B, ef að ég hefði aðgang að einhverju helgarökusporti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Sep 2006 15:58 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 13. Jul 2004 18:51
Posts: 2026
Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að allir hætti að aka hratt.

Ef það verður kominn fyrir einhver ökuriti eða eitthvað slíkt í þessa bíla, ég er viss um að einhver rafmagnssnillingur hérna inni væri ekki lengi að "cracka" það og taka það úr sambandi án þess að einhver taki eftir því.

Braut væri mjög vænlegur kostur, en myndi ekki taka hraða af götum reykjavíkur. Ágætlega stór hluti af þessu fólki sem er að aka of hratt, hefur ekkert endilega áhuga á því að eiga einhvern track bíl og fara og fá útrás um helgar. Hraðaakstur/ekki að vandasig, kemur líka með því að fólk er að flýta sér, pæla í öðru en umferðinni (annars hugar), gera eitthvað annað en að keyra. Veit um manneskju, reyndar ekki á íslandi, sem hefur lent 5 sinnum í árekstri, alltaf henni að kenna, ekki útaf hraðaakstri, hún var að lesa bók, mála sig, pæla í bólum í andlitinu á sér, skoða blöðin, tala í síma etc.

Reyndar verða dauðaslys oftast útaf hraðaakstri, og eru oftar en ekki ökumanni að kenna, (ljótt að segja þetta). Mér finnst að það ætti að koma upp æfingasvæði hérna, sem er fyrir fólk sem er að læra á bíla, og getur skoðað hvernig bíllinn hagar sér í hálku, möl, bleytu, á of miklum hraða og svo framvegis.

Nákvæmlega eins og við vitum þegar við erum að drifta, að stundum fleygjist bíllinn til og frá og við höfum EKKERT control á honum, og stundum "driftar" maður óvart vegna þess að maður metur gripið á dekkjunum of mikið þá sérstaklga í bleytu, sem betur fer hefur t.d. húsgagnarhallarplanið / viðeyjarplanið komið sér vel að notum, því maður veit limitin á bílnum sínum og sjálfum sér.

Sumt fólk keyrir líka alls ekkert eftir aðstæðum, eins og núna úti, er að rigna köttum og hundum, samt sér maður fullt af miðaldra köllum, á pickuppum keyrandi á 120km/h+ upp ártúnsbrekkuna, úðandi á mann vatni og viðbjóði þannig að rúðuþurrkurnar hafa ekki við, þetta er að sjálfsögðu stórhættulegt fyrir manneskjuna sem fær þennan poll á sig, því maður sér ekki neitt í svona 1 sekúndu, og það getur ALLT gerst á þessari sekúndu.

Bottom line,

Slysin verða ekki ALLTAF útaf hraðaakstri.

Ef vegirnir væri t.d. nógu góðir þá væri hægt að hækka hraðann upp og svo lækka hann t.d. á veturnar þegar það er komið slabb/hálka.

Eitt dæmi í viðbót.

Þegar ég er á leiðinni í skólann, ek ég niður ártúnsbrekkuna, í mesta umferðarþunganum. Hraðinn er að meðaltali svona, 20-30km/h, þegar hann er bestur. Ég held, án gríns að það sé alltaf aftanákeyrsla á hverjum morgni, og þó svo að þetta sé ekki dauðaslys (sem betur fer) að þá getur fólk slasast töluvert, sérstaklega ef það er bakveikt fyrir t.d.

Meðlimur í minni fjölskyldu lenti í 3 bíla aftanákeyrslu á 30km/h, og þurfti að vera frá í vinnu í 3 mánuði vegna eymsla í baki og hálsi.

kv,
haukur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Sep 2006 16:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
bimmer wrote:
Hannsi wrote:
zazou wrote:
Hvaðan fá þeir þessar tölur um tugi ökumanna á 190+ úti á landi. Það kemur nú í fréttirnar ef einhver er tekinn á 130 fyri "ofsaakstur".

jebb þegar þið sjáið tvo víra liggja yfir veginn úti á landi þá er það einmitt mælitæki frá vegargerðinni ;)


Það eru líka svona segulmælar sem eru undir malbikinu - sjáið sumstaðar þar sem búið er að saga ferninga úr götunni og skella í aftur.

Það er til dæmis á Reykjanesbrautinni

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Sep 2006 16:47 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Feb 2004 15:03
Posts: 3465
Location: norður í rassgati
Hannsi wrote:
bimmer wrote:
Hannsi wrote:
zazou wrote:
Hvaðan fá þeir þessar tölur um tugi ökumanna á 190+ úti á landi. Það kemur nú í fréttirnar ef einhver er tekinn á 130 fyri "ofsaakstur".

jebb þegar þið sjáið tvo víra liggja yfir veginn úti á landi þá er það einmitt mælitæki frá vegargerðinni ;)


Það eru líka svona segulmælar sem eru undir malbikinu - sjáið sumstaðar þar sem búið er að saga ferninga úr götunni og skella í aftur.

Það er til dæmis á Reykjanesbrautinni


Þetta er komið útum allt land....

_________________
kv. Jakob B. Bjarnason


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Sep 2006 17:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Bjarkih wrote:
adler wrote:
bebecar wrote:
Bjarkih wrote:
Það sem mér finnst helst vanta er að þetta fólk átti sig á því að vegakerfið hérna á Íslandi er stórhættulegt! Ég var að lesa einhversstaðar að það hefði ekki orðið neitt banaslys á Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð, segir það ekki allt sem segja þarf?


Það segir allavega ansi mikið!


Jú, en það er ekki vinsælt hjá ráðamönnum að ræða þau mál því að þá fer að stað umræða um hvers vegna peningar sem við bíleigendur erum búnir að borga í formi alskona skatta hafa ekki farið í vegina heldur oft í einhver pólitísk gælu verkefni sem hafa flest komið út með tapi.

Þarna er stóra hneykslið í þessum málum,hitt er annað mál að það má eflaust breita og laga reglur varðandi t.d hvort að 17 ára unglingur hafi eithvað með það að gera að fá 200+ hp bíl strax eftir að prófi er náð,ég er andvígur því að hækka bílprófs aldur heldur vil ég frekar lækka aldurinn og að fólk fái að keyra bíla sem ná ekki meir en 50 km,ég held að það sé einhver byrtingar mynd af þessu í svíþjóð.


Það er rétt, í Svíþjóð máttu keyra bíl sem er limitaður við 50 áður en þú færð bílpróf. "Bíllinn" er þá í sama flokk og dráttarvélar og vinnuvélar, og er t.d. skylda að hafa aðvörunarþríhyrning aftan á honum. Hinsvegar er bílprófsaldurinn í Svíþjóð 18 en æfingaraksturinn byrjar samt þegar fólk er 16 þannig að fólk er oftast búið að keyra í 2 ár undir leiðsögn áður en því er hleypt út í umferðina, og þar gæti nú kannski munað mestu.


Ég veit ekki betur en að þetta hafi ekki gert neitt fyrir þá í Svíþjóð. Öll þessi UlTrA TuRbO myndbönd og Getaway in stockholm, Ghostrider etc. myndönd eru bara sönnun um það. People do things because they can.

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Sep 2006 18:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Enda held ég að þessir bílar með 50 km limit séu nú aðalega hugsaðir til að sveitakrakkarnir komist á milli staða. Þeir eru ekki leyfðir í þéttbýli held ég.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Sep 2006 18:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
Lindemann wrote:
Hannsi wrote:
bimmer wrote:
Hannsi wrote:
zazou wrote:
Hvaðan fá þeir þessar tölur um tugi ökumanna á 190+ úti á landi. Það kemur nú í fréttirnar ef einhver er tekinn á 130 fyri "ofsaakstur".

jebb þegar þið sjáið tvo víra liggja yfir veginn úti á landi þá er það einmitt mælitæki frá vegargerðinni ;)


Það eru líka svona segulmælar sem eru undir malbikinu - sjáið sumstaðar þar sem búið er að saga ferninga úr götunni og skella í aftur.

Það er til dæmis á Reykjanesbrautinni


Þetta er komið útum allt land....

Það kom nú framn í fyrsta póstinum hjá Þórði um þetta ;)

en þetta er búið að vera á brautinni síðan áður en ég fékk bílpróf

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Sep 2006 18:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 26. May 2003 22:39
Posts: 5709
Location: Reykjavík
Ég er reyndar búinn að heyra að það sé mjöööög erfitt að ná bílprófinu í svíþjóð. Þekki nokkra sem eru að nálgast þrítugt sem eru ekki enn komin með bílpróf, kannski þekki ég bara svona vitlaust fólk hehe... en þetta er það sem ég heyri frá þeim.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 31 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 38 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group