Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að allir hætti að aka hratt.
Ef það verður kominn fyrir einhver ökuriti eða eitthvað slíkt í þessa bíla, ég er viss um að einhver rafmagnssnillingur hérna inni væri ekki lengi að "cracka" það og taka það úr sambandi án þess að einhver taki eftir því.
Braut væri mjög vænlegur kostur, en myndi ekki taka hraða af götum reykjavíkur. Ágætlega stór hluti af þessu fólki sem er að aka of hratt, hefur ekkert endilega áhuga á því að eiga einhvern track bíl og fara og fá útrás um helgar. Hraðaakstur/ekki að vandasig, kemur líka með því að fólk er að flýta sér, pæla í öðru en umferðinni (annars hugar), gera eitthvað annað en að keyra. Veit um manneskju, reyndar ekki á íslandi, sem hefur lent 5 sinnum í árekstri, alltaf henni að kenna, ekki útaf hraðaakstri, hún var að lesa bók, mála sig, pæla í bólum í andlitinu á sér, skoða blöðin, tala í síma etc.
Reyndar verða dauðaslys oftast útaf hraðaakstri, og eru oftar en ekki ökumanni að kenna, (ljótt að segja þetta). Mér finnst að það ætti að koma upp æfingasvæði hérna, sem er fyrir fólk sem er að læra á bíla, og getur skoðað hvernig bíllinn hagar sér í hálku, möl, bleytu, á of miklum hraða og svo framvegis.
Nákvæmlega eins og við vitum þegar við erum að drifta, að stundum fleygjist bíllinn til og frá og við höfum EKKERT control á honum, og stundum "driftar" maður óvart vegna þess að maður metur gripið á dekkjunum of mikið þá sérstaklga í bleytu, sem betur fer hefur t.d. húsgagnarhallarplanið / viðeyjarplanið komið sér vel að notum, því maður veit limitin á bílnum sínum og sjálfum sér.
Sumt fólk keyrir líka alls ekkert eftir aðstæðum, eins og núna úti, er að rigna köttum og hundum, samt sér maður fullt af miðaldra köllum, á pickuppum keyrandi á 120km/h+ upp ártúnsbrekkuna, úðandi á mann vatni og viðbjóði þannig að rúðuþurrkurnar hafa ekki við, þetta er að sjálfsögðu stórhættulegt fyrir manneskjuna sem fær þennan poll á sig, því maður sér ekki neitt í svona 1 sekúndu, og það getur ALLT gerst á þessari sekúndu.
Bottom line,
Slysin verða ekki ALLTAF útaf hraðaakstri.
Ef vegirnir væri t.d. nógu góðir þá væri hægt að hækka hraðann upp og svo lækka hann t.d. á veturnar þegar það er komið slabb/hálka.
Eitt dæmi í viðbót.
Þegar ég er á leiðinni í skólann, ek ég niður ártúnsbrekkuna, í mesta umferðarþunganum. Hraðinn er að meðaltali svona, 20-30km/h, þegar hann er bestur. Ég held, án gríns að það sé alltaf aftanákeyrsla á hverjum morgni, og þó svo að þetta sé ekki dauðaslys (sem betur fer) að þá getur fólk slasast töluvert, sérstaklega ef það er bakveikt fyrir t.d.
Meðlimur í minni fjölskyldu lenti í 3 bíla aftanákeyrslu á 30km/h, og þurfti að vera frá í vinnu í 3 mánuði vegna eymsla í baki og hálsi.
kv,
haukur
|