burgerking wrote:
98.OKT wrote:
ValliFudd wrote:
ég er búinn að vera á 2 318 e36 bílum.. báðir bílar keyrðir þannig að allir gírar séu kláraðir í 6 þús snúningum nánast undantekningarlaust.. fór aldrei yfir 12 lítra á hundraði... oftast milli 10 og 11... mældi oft á þessum tíma...

Með fyrri bílinn, seldi ég hann og hitti svo næsta eiganda einhverntíman á bensínstöð og hann var að kvarta undan mikilli eyðslu. Þá var hann kominn í einhverja 15-16 lítra á hundraði... ég veit ekki hvað hefur komið fyrir en hann á ekki að eyða svo miklu...
Eins og ég segi, ALLTAF kláraðir allir gírar og bíllinn látinn vinna fyrir lífinu sko hehe... og svonan 12 á hundraði..

Anyhow..
kv.
Valli
p.s. þetta voru ZX-174 eða eitthvað.. vá man ekki númerið.. mörg ár síðan og svo UO-753

Hehe, UO-753 er einmitt bíllinn sem ég er á núna

Það er massa bíll maður

Ég hef einmitt tekið oft í hann (valli er stóribró:) ) en já svo sprakk vélin hjá honum

Þú ættir að vera í góðum málum með þennan bíl
Ég mokaði í hann hundruðum þúsunda á þessu ári sem ég átti hann núna í fyrra

viðhald sem var ekki búið að gera í einhver ár líklega.. nýtt pústkerfi, bremsudótarí, demparar o.fl.
Svo eftir að ég seldi hann var skipt um vél og gírkassa
Hún þoldi ekki að bíllinn væri keyrður eins hratt og hann komst of lengi... Sprakk

Veit ekki beint hvað gerðist en hún var heldur götótt eftir þetta. Fór ekkert útaf eða neitt, bara BOOOOOM og öll ljós í mælaborðinu í gang og mælarnir niður hehe..
Meira að segja vélafestingarnar brotnuðu..
Svo brotnaði gírkassinn þegar ég keyrði yfir stein í hálku úti á landi

En ég lét annan fylgja með, veit ekki hvort það var hann eða einhver annars sem fór í hann.. En það sem var að honum þegar ég seldi hann ,var reddað
síðustu myndirnar mínar af honum
Bless bíll
en já.. ég tel mig ekki hafa farið illa með hann.. þvoði mjög reglulega og var mjög ánægður með hann þar til hann ákvað að gefast upp greyið

En já.. ég veit ekki með þessa eyðslu.. hann eyddi allavega ekki svona mikið þegar ég átti hann