bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 18:07

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 51 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Sat 19. Oct 2002 03:06 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:21
Posts: 59
Location: Kópavogur
Djofullinn wrote:
GauiJul wrote:
Djofullinn wrote:
GauiJul wrote:
Djofullinn wrote:
Vitið þið nokkuð hvort það sé hægt að fá Ultra Gloss bón einhverstaðar?
Ég átti nefnilega bónstöð fyrir 2 og hálfu ári og notaði alltaf Ultra Gloss og það er bara besta bón sem ég hef prófað! Hef ekki séð það neinstaðar í 2 ár :(


Ég skal nú alveg viðurkenna að það er ágætis bón, en ég hef ekki séð það lengi, Hefur þú ekki örugglega prufað Auto Glym ? Ef ekki þá verður þú að prufa það, það er allavega lang besta bón sem ég hef á ævinni komist í, bóna minn til skiptis með þessu rauða og þessu gulllitaða stundum tek ég bæði þ.e.a.s. fyrst rauða og svo gull og þá er marr sko í góðum málum, svo eru þeir líka með fullt af öðrum efnum á bílinn, T.d. stuffið á rúðurnar það er bara snilld og líka stuffið á svörtu listana, svínvirkar alltsaman

Ég segi því bara ef þú hefur ekki prufað Auto Glym þá verður þú að prufaða og þú átt ekki eftir að kaupa ennað eftir það... :lol:

Já ég hef heyrt þetta áður, en ég hef prófað Auto Glym bón og það entist í 1 viku eða eitthvað á bílnum, var sko ekki ánægður. Ultra Gloss virkaði alveg í nokkra mánuði hjá mér.


SKo ég allavega var að bóna minn í fyrradag og þar áður var amk 3 vikur síðan ég bónaði síðast og ég get nú ekki sagt að það hafi verið algjör nauðsyn að bóna í fyrradag það var alveg fín húð og glans en ég var bara í fríi og það var svo gott veður að ég gat ekki sleppt því,

Með öðrum orðum: Ég sé ekkert að endingunni á Auto Glym hinsvegar er t.d. Sonax algjört drassl sem endist ekki einusinni í viku, gefur voða góðan glans í fyrstu en.. ekkert meira en það...

En hvernig erða annars hvaða bón eru þið hinir að nota?

Eru þá ekki til einhverjar nokkrar týpur af Auto Glym, ég hlýt að vera að nota aðra týpu eða eitthvað


Jamm galdurinn er að nota þetta rauða og svo gulllitaða og láta bíða lengi og þá endist þetta ótrúlega, legg til að þú látir reyna á þetta :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 19. Oct 2002 11:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Ég prófa þetta! Takk :D

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Oct 2002 12:24 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
Þarf lakk að anda?
Ekki að ég sé einhver sérfræðingur en ég held að svarið við þessu sé Nei. þegar lakkið andar þá oxiderast það og veldur því að það verður matt. Enn verra ef málmurinn færi að anda (með smá vatni sem leiðir) en við vitum hvað gerist þá.

Sonax bón hef ég heyrt að sé með mikinn styrk leysiefna sem eyði lakki sérstaklega á nýlegum bílum en ég hef ekk séð neitt sem sannar þetta.

Sjálfur hef ég notað Bónið frá BMW sem er ágætt en ég kýs að nota gamla mjallar vaxið. Það er frekar erfitt og tímafrekt að setja það á en verðlaunin eru margföld. Samt koma stundum sveipir og því er gott að hafa tvist í bílnum rétt eftir að maður er búinn að bóna.
Ég veit um dæmi sem ég tel sanna fyrir mér gæði þessa bóns en þegar ég var nýkominn með bílpróf fékk ég til nota gamlan fiat uno 45 (besti none bmw sem ég hef kynnst :D ). Jæja, einn góðan dag ákvað ég að sjæna bílinn og ákvað að nota Mjallarvaxið sem ég bar þykkt lag af á allan bílinn í einu. Þurkaði síðan af með félaga mínum og gekk það mjög vel þar til við komum á hina hliðina á bílnum þá var allt bónið þar þornað og eftir mikið basl ákváðum við að hætta þessu bara og ég sór að ég myndi aldrei bóna drusluna aftur. Síðan nokkrum árum seinna og eftir marga kústaþvotta ákvað ég að bóna bílinn aftur og kaus að nota hraðbón frá mjöll og þegar ég bar það á hliðina með storknaða bóninu kom í ljós lakkið sem var undir gömlu slikjunni og það var eins og nýtt. Þetta var eins og bónauglýsing í sjónvarpsmarkaðnum því hliðin sem var með þykka laginu var eins og ný (nýleg) á meðan hin var vægast sagt í klessu. Þetta sannar fyrir mér að vaxið verndar ótrúlega vel og ég er ekki sölumaður eða neitt tengdur Mjöll.

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Oct 2002 14:05 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
FIAT uno... gamlar minningar hrellast um mig allan! Fyrsti bíllinn minn var einmitt Uno 55. Ekki laust við að maður hafi bónað hann nokkrum sinnum með mjallarbóninu :)

Ég skipti 3svar um gírkassa í bílnum.... ekki alveg sama "quality" þar á bæ og í BMW :wink:

Fyrir utan að hann kenndi mér að keyra um án þess að hafa bakkgír. Já það er hægt... tekur bara smá tíma að venjast því.....


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 09:09 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 17:41
Posts: 1387
Ég hef átt 2 Fiat uno, þetta eru fínir bílar, ég var lýka um daginn að kaupa Fiat Uno Turbo i.e. með Turbo,intercooler, oil cooler, rafmagn í rúðum og topplúgu, Nokkuð nettur,. :P

_________________
Tómas
BMW 325ic '95
Isuzu Trooper '99


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 09:26 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég hef ekki gerst svo frægur að eiga Fiat, en ég myndi ekki vilja eiga við þetta umboð :)

Skiptir kannski ekki máli ef bíllinn er gamall!

Ég væri hinsvegar vel til í Fiat Uno Turbo i.e. og mig langar í Fiat Dino og fleiri gamla bíla.

En það er líka mjög auðvelt að finna bimma sem kemur sterkari inn, eins og 6 línuna eða 3.0 CS.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 10:16 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
Er ekki nýbúið að selja umboðið fyrir Fiat :?:

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 10:19 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 17:41
Posts: 1387
Það eru bílar sem mig langar geðveikt í, 635csi, M6 8) , og Bmw 2002, Einnig Langar mig geðveikt í Fiat X1/9, þú er með vélina fyrir aftan þig, afturhjála drif og hannður af ferrari, 8) ,
Bara svona smáskot :lol:

_________________
Tómas
BMW 325ic '95
Isuzu Trooper '99


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 10:42 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Jú það er nýbúið að selja umboðið, en sama vesen og var áður.

Ég átti Alfa 156 sem klikkaði ekkert en bróðir minn hefur átt Fiat síðan 1998 og hann er í eilífu veseni með umboðið, og það hefur ekki breyst með nýjum eigendum.

254 þús króna reikningur fyrir 40 þús km skoðun, án þess að spyrja hann (og svo sögðu þeir að það væri fullt í viðbót sem þeir gætu bætt á reikninginn)!!! Og það ekki í fyrsta skipti. Ég hugsa að hann sé búin að borga meira en upphaflegt virði bílsins síðann hann keypti hann.

Stick to Beamers!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 10:53 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Vá 254 þúsund!! :shock: Ég held að þeir séu skildugir til þess að spyrja kúnnann, hefur hann prófað að tala við neitendasamtökin?

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 11:09 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 17:41
Posts: 1387
Já þetta umboð er bara til skammar. :cry:

_________________
Tómas
BMW 325ic '95
Isuzu Trooper '99


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 11:24 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hann er kominn með lögfræðing í þetta.

Það er búið að gera margt tvisvar á bílnum á þessum stutta tíma, hann er reiðubúinn að borga 70 þús, þannig að það ber langt í milli!

Það er búið að skipta tvisvar um eftirfarandi;

Legur að aftan,
Bremsuklossa að framan,
Vélarpúða,

Auk þess er búð að skipta um;

Legur í gírkassa
Bremsudiska
Kúplingu og allt sem henni fylgir
Púst
Bensíntank

Og svo er alltaf vandamál með vélina, hann fer oft ekki í gang og gengur ílla í hægagangi en hann er rukkaður í þriðja skiptið fyrir viðgerð á því en það er samt alltaf í ólagi.

Og bíllinn er aðeins ekinn 40 þús! Að hluta vegna þess að hann er alltaf á verkstæði.

Ég ætla að fara með honum í dag og tala við þá, sjáum hvað kemur út úr því.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 11:31 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 17:41
Posts: 1387
Djöfull er alfa Romeo að gera slæma hluti í dag :cry:
Ég er búinn að eiga minn í ca.20þús, km, og ekkert hefur bilað, nema bara bremsuklossa skipti. :)

_________________
Tómas
BMW 325ic '95
Isuzu Trooper '99


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 11:33 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 17:41
Posts: 1387
En hvernig Fiat á bróðir þinn..?

_________________
Tómas
BMW 325ic '95
Isuzu Trooper '99


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 16:32 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
Hvað mynduð þið segja að væri líftími bremsupúða í km meðað við frekar hressilegan akstur?

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 51 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 28 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group