Þarf lakk að anda?
Ekki að ég sé einhver sérfræðingur en ég held að svarið við þessu sé
Nei. þegar lakkið andar þá oxiderast það og veldur því að það verður matt. Enn verra ef málmurinn færi að anda (með smá vatni sem leiðir) en við vitum hvað gerist þá.
Sonax bón hef ég heyrt að sé með mikinn styrk leysiefna sem eyði lakki sérstaklega á nýlegum bílum en ég hef ekk séð neitt sem sannar þetta.
Sjálfur hef ég notað Bónið frá BMW sem er ágætt en ég kýs að nota gamla mjallar vaxið. Það er frekar erfitt og tímafrekt að setja það á en verðlaunin eru margföld. Samt koma stundum sveipir og því er gott að hafa tvist í bílnum rétt eftir að maður er búinn að bóna.
Ég veit um dæmi sem ég tel sanna fyrir mér gæði þessa bóns en þegar ég var nýkominn með bílpróf fékk ég til nota gamlan fiat uno 45 (besti none bmw sem ég hef kynnst

). Jæja, einn góðan dag ákvað ég að sjæna bílinn og ákvað að nota Mjallarvaxið sem ég bar þykkt lag af á allan bílinn í einu. Þurkaði síðan af með félaga mínum og gekk það mjög vel þar til við komum á hina hliðina á bílnum þá var allt bónið þar þornað og eftir mikið basl ákváðum við að hætta þessu bara og ég sór að ég myndi aldrei bóna drusluna aftur. Síðan nokkrum árum seinna og eftir marga kústaþvotta ákvað ég að bóna bílinn aftur og kaus að nota hraðbón frá mjöll og þegar ég bar það á hliðina með storknaða bóninu kom í ljós lakkið sem var undir gömlu slikjunni og það var eins og nýtt. Þetta var eins og bónauglýsing í sjónvarpsmarkaðnum því hliðin sem var með þykka laginu var eins og ný (nýleg) á meðan hin var vægast sagt í klessu. Þetta sannar fyrir mér að vaxið verndar ótrúlega vel og ég er ekki sölumaður eða neitt tengdur Mjöll.