Sammála því að það þarf að vera samræmi, þeas. vélarnar verða að fá það loft sem þær þurfa og kælingu.
Vélar/bílar eru hins vegar mis viðkvæmir fyrir kælingu / heat soak. Þannig að þó að þetta hafi mikil áhrif á E39/S62 er ekki víst að annar bíll sem settur er í svona blástur sýni mikinn mismun. Bíll með minni vél og meira pláss í húddinu þarf t.d. ekki jafn mikla kælingu bæði vegna þess að ekki er jafn mikil orka að losna og loftflæðið meðfram vélinni er meira.
Annars hafa menn verið að mæla 325-345 rwhp úti á E39 M5 í dyno án þess að nota risaviftu. Kaldara hér en víðast hvar þannig að það ætti að vera betra.
Varðandi kjöraðstæðurnar - þá er erfitt að ímynda sér aðstæður þar sem maður er að keyra og fær _ekki_ loftflæði inn á bílinn. Þyrfti helst að keyra alveg í skottinu á öðrum bíl. Semsagt aðstæður sem ekki koma upp í daily driving. Myndi frekar segja að það sé verið að búa til aðstæður sem endurspegla daily driving.
En annars, hef meiri áhuga á upphaflega efni þráðaris sem er spyrna
Ef viðaukinnn er frír og ársgjaldið hjá Kvartmíluklúbbnum er 5000 (og myndi nýtast í sumar) þá væri áhugavert að vita hvort klúbburinn gæti fengið brautina fyrir Kraftspyrnu. 5000 kall er nú ekki mikið og betra/öruggara að hafa þetta á braut heldur en á götunum.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...