Held að það komi voða lítið vitrænt út úr því þegar menn spyrja hvort þeir eiga velja A eða B, hver og einn hefur sínar eigin forsendur og getur þar af leiðandi aðeins svarað fyrir sjálfan sig. Rök eru innantóm séu þau ekki sett í rétt samhengi
Ef ég svara út frá sjálfum mér þá var 540 aldrei í myndinni fyrir mig, mér fannst ég of ungur til að eiga 540. En mínum huga stendur 540 fyrir lúxus og fágun meðan M5 hefur ákveðinn frískleika og grimmd

Ég vildi ekki eldast fyrir aldur fram, yfirborðskennt etv en eru það ekki allir á sinn hátt ?
Annars af minni reynslu E39 M5 get ég sagt að þessi bíll hefur algjörlega eyðilagt ánægju mína að keyra aðra bíla, virðist hafa virkað þannig líka á vini mína sem hafa tekið í hann. Ég fíla þetta tæki í ræmur, einungis tvennt sem ég get hugsanlega sett út á hann : bremsurykið (endalaus þvottur á felgum) og þá staðreynd að það tekur ca. 5-10 mín akstur í hvert sinn að hita vélina (þegar hann er kaldur), ekki skemmtilegur í stuttum túrum en það er svo sem ráð við því : maður fer aldrei beinustu leið
