Tókum ansi gott drift session í kvöld á endurlífguðu miötunni minni, bláu ógninni, 318i
A hans óskars og 325ix-inum hans inga!
Miatan er algjör snilld í snjónum, ég er á einhverjum sæmilegum vetrardekkjum bara, og hún æðir gjörsamlega áfram!
Stutt wheelbase gerir hana svolítið.. "kvika", maður þarf stöðugt að leiðrétta hana og ef maður missir hana of langt út á hlið er hún farin!
Það var helvíti fyndið að fara uppá planið hjá Húsgagnahöllinni áðan, það er bara eins og einhver hafi boðað samkomu þar, það voru svo margir!
Ég er viss um að á hverjum tímapunkti hafi verið um 15 bílar þarna allt kvöldið, og greyið maðurinn sem var að reyna að plægja burt snjóinn með gröfunni hlýtur að hafa verið ansi pirraður á fólkinu sem driftaði í kringum hann!
En það er allavega greinilegt að drift menningin hefur tekið smá stökk eftir keppnina góðu, fólk driftandi hvort sem það var á fwd, 4wd, rwd eða hvað!
Enda vitum við að það þarf ekki sérlega mikið af poweri til að snow-drifta
Hvenær verður Snow Drift Challenge-ið haldið???
