bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 24. May 2025 17:47

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 
Author Message
 Post subject: BMW 535 e34
PostPosted: Tue 11. Oct 2005 22:51 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 15. Mar 2005 17:36
Posts: 66
hvernig eru 535 e34 bílar að koma út í viðhaldi og hvernig er eyðsla á svona bílum, er eitthvað vit í því að vera að fá sér svona bíl?

_________________
BMW e36 320i

Massey Ferguson 550


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Oct 2005 23:06 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
Ef þú ert að spá í bíl hérna heima þá kannski í góðu lagi að skoða það en ef þú ert að spá í innflutning þá mæli ég algjörlega með að fá sér bíl með M60 32 ventla 8 cyl vélinni frekar en gömlu 12 ventla M30 vélinni.

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Oct 2005 23:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
535 með gömlu m30 vélini er mjög skemmtilegur, m30 vélin er bæði aflmikil og togar gífurlega vel, varahlutir í hana eru hræódýrir og hún einföld, þessi vél á það til að ventlaglamra dáldið hressilega og kambásarnir í henni hafa oft verið kallaðir "búðingar".. ég er búin að eiga tvo bíla með m30, bæði 3.0l og 3.5l, 3.5l vélin er mjög skemmtileg, en hún er líka mjög þyrst, finnst mér allavega, en þetta er líka gömul hönnun á vél

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 12. Oct 2005 00:43 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 14. Oct 2003 11:43
Posts: 289
Location: Austurríki
Ég flutti inn eitt stykki e34 535 bsk með hjálp frá Bjarka snilling í sumar. Er mjög sáttur með bílinn þrátt fyrir örlitla samskiptaörðugleika í fyrstu :oops: . En allavega lenti í smá brasi með vélina, brotnaði rokkerarmur en það var mjög ódýrt að gera við það sökum þess að þetta eru mjög einfaldir mótorar og ódýrt í þá. Bjarki aðstoðaði mig við þetta og Einar frá kistufelli þannig að kostnaðurinn var í algjöru lágmarki, hefði eflaust orðið mun meira mál með flóknari mótor, spurning reyndar hvort þetta hefði gerst yfir höfuð á þeim en það koma líklega önnur vandamál í staðinn.

Ég valdi þessa vél fram yfir 525 m50 eða v8 sökum rekstraröryggis, verðs og hann er svona milliveginn í afli, mjög skemmtilegur. Var Hræddur um eyðsluna en hún kom samt vel á óvart, 15l frá því ég byrjaði að keyra bílinn hér í rvk. Samt er vatnslásinn fastur opinn (gengur kaldar, en því verður vonandi bjargað á morgun) og það mætti fara að hressa uppá kveikjukerfið þannig að hann á að geta farið neðar m.a.s.

Held að ég geti vel mælt með svona bíl, þægilegur krúser en samt mjög skemtilegur, til í að spretta þegar mann langar. Finnst þessi mótor henta bílnum mjög vel, mjög svona mekanískur og einfaldur sem er áhveðinn kostur en ekki allt útí e-u tölvu- og skynjaraveseni sem hefur reyndar alveg líka sína kosti.

Hljóðið í vélinni er mjög fallegt ef vélin er rétt stillt og í lagi, á það til að skrúfa niður rúðuna og hlusta bara á vélina þegar ég nenni ekki að hlusta á mússík. Þarf bara að passa að stilla ventlabilið reglulega en knastásarnir áttu það líka til að slitna vegna stíflu í systeminu sem smyr ásinn (mjög lítið mál að skipta um til að fyrirbyggja). Mín er allavega ný stillt og yfirfarin enda malar hún mjög fallega en ég hef samt heyrt ljótt hljóð frá þessum vélum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 12. Oct 2005 00:58 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 14. Oct 2003 11:43
Posts: 289
Location: Austurríki
Síðan er alveg fullt af þekkingu og kunnáttu fyrir þessar vélar enda var hún notuð mjög lengi hjá bmw og hún á að vera hentug fyrir DIY manninn.

Hér er fín síða með e-m upplýsingum og leiðbeiningum:
http://www.bmwe34.net


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 100 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group