bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 08:40

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Mon 25. Jul 2005 14:02 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Einsii wrote:
Þetta er nu bara vegna markaðsverðs á olíuni.. hún er nú dýrari í evropu heldur en bensínið
En með þessi mótmæli, þá eru þetta akkurat viðbrögðin sem hafa orðið við sona hækkunum útí heimi.. mér sýnist bara kominn timi til að eitthvað sé gert í þessu.. við höfum lifað of lengi eftir "ef einhver slær þig á vinstri vanga.. beygðu þig þá framm með brækurnar á hælunum"

Rétt. En mér finnst að það hefði mátt koma með einhverjar lækkanir á hlut ríkisins á móti, eða tollalækkanir á dísel bílum. Annars hef ég ekki kynnt mér þetta nákvæmlega.

Veit bara að ég tók leigara úr Vesturbænum í Lindarhverfið á laugardaginn og borgaði 2200 kall, sem mér fannst skítt. Og þeir eru búnir að tala um að hækka fargjaldið út af þessu sem er enn meira skítt.

Ég held við verðum að fara að huga að vetni eða spíra framleiðslu og hætta þessu bensín rugli :) Þessir olíufurstar verða að átta sig á því að steinöldinni lauk ekki af því að steinarnir kláruðust.

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 25. Jul 2005 20:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Smá lesning frá honum Leó:

http://www.leoemm.com/umhverfisstefna.htm

Quote:




,,Umhverfisvernd" stjórnvalda

Engum dylst að með lögunum um olíugjald ætlaði fjármálaráðherra fyrst og fremst að auka tekjur ríkissjóðs. Vegna klaufaskapar og græðgi varð aðstoðarmönnum hans á í messunni þannig að olíugjald var ákveðið of hátt og auk þess var krónutalan bundin í lögunum sem ekki hefði þurft að vera. Umhverfissjónarmið hafa aldrei verið höfð til hliðsjónar við samningu laganna um olíugjald í stað þungaskatts af dísilbílum - hefði það verið raunin hefði olíugjaldið verið ákveðið lægri krónutala á hvern lítra en samsvarandi gjald af bensíni - þess í stað var það haft hærra.

Starfsmenn ráðuneytisins virðast auk þess hafa gleymt að ofan á 45 króna olíugjaldið kom 23.5% virðisaukaskattur og olíugjaldið því hækkað lítrann um 56 krónur. Vegna þessara klaufalegu mistaka starfsmanna fjármálaráðuneytisins (en undirritaður beindi fyrirspurn til fjármálaráðherra um virðisaukaskattinn og áhrif hans á eldsneytisverð í Morgunblaðinu í febrúar sl.) sá ráðherrann sig tilneyddan að lækka olíugjaldið tímabundið til næstu áramóta úr 45 í 38 kr.

Hefði sú breyting ekki komið til hefði lægsta verð á dísilolíu núna um miðjan júlí 2005 verið 115.90 í stað 107.60 kr/lítra. Það hefði þýtt að dísilolían hefði verið 8.31% dýrari en bensín en á öðrum Norðurlöndum er dísilolía ódýrari en bensín enda er það liður í umhverfisstefnu viðkomandi landa.

Sé litið yfir þróunina síðastliðna 2 áratugi má sjá að hver einasta breyting á lögum um bifreiðagjöld og þungaskatt hefur verið nýtt sem tilefni til að auka skattlagningu umferðar. Jafnframt kemur greinilega í ljós að engin stýring í anda umhverfisverndar er merkjanleg í afskiptum stjórnvalda af lagasetningu á Alþingi. Hins vegar verður ekki annað séð en að hagsmunir ríkissjóðs fari saman með hagsmunum olíufélaga af því að dísilbílum fjölgi ekki sem hefði í för með sér minni sölu á bensíni og minni loftmengun.

Með þessari grein eru tenglar yfir á 2 töflur sem sýna ástand mála eftir að oliugjaldið tók gildi:

Annars vegar er Tafla 1 yfir verð á eldsneyti á Íslandi og 3 Norðurlöndum og mismun á verði bensíns og dísilolíu. Samanburðurinn er athyglisverður því Ísland sker sig úr. Í því sambandi er vert að hafa í huga að fari sem horfir verður ástandið á Íslandi enn sérkennilegra eftir næstu áramót þegar innheimt verður fullt olíugjald.

Hins vegar er Tafla 2 sem sýnir samanburð á eldsneytiskostnaði Toyota Avensis Wagon með bensínvél og með dísilvél. Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá tekur nærri 12 ár að jafna út mismuninn vegna hærra verðs dísilbílsins miðað við að eknir séu 20 þúsund km á ári. Og enn ótrúlegra er að til þess að standa á sléttu eftir 1 ár þyrfti að aka dísilbílnum tæplega 233 þúsund km. Þessar tölur eiga eftir að versna enn dísilbílnum í óhag eftir næstu áramót.

Af þessum samanburði þarf enginn að velkjast í vafa um að það borgar sig engan veginn að kaupa nýjan dísilbíl - alveg sama hverjar forsendur eru varðandi akstur og eyðslu - nema viðkomandi sé svo einbeittur umhverfisverndarsinni að hann vilji láta skattleggja sig sérstaklega fyrir þá sérvisku.

12.júlí 2005.

Leó M. Jónsson

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group