Jeppakarlinn wrote:
Ok !
Málið er að ég er að leita að bíl handa syni mínum, sem er að fá bílpróf.
Hann sér ekkert nema BMW, en ég er frekar smeikur við þetta !
Ég vill helst kaupa Toyotu Corollu eða sambærilegt, og er reyndar búinn að segja NEI við BMW !
EN ! þar sem ég var nú einu sinnu yngri en ég er í dag, þá skil ég hann nú alveg, að langa í Bimma
Þið talið um kraftlausan bíl, en hann er þó rúmlega 100 hö. er það nú ekki alveg nóg fyrir 17 ára ungling sem er að fá bílpróf !
Það sem mig langar að vita:
1. Eru þessir bílar að bila meira en aðrir bílar?
2. Gæti hugsast að búið sé að skrúfa niður Km-mælir?
3. Er BMW varahlutir dýrari en gengur og gerist með aðra bílategundir?
Þetta er nú kannski ekki alveg rétti staðurinn til að leita ráða, þar sem þessir bílar eru heilagir í ykkar augum

"MEIRA SAGT Í GRÍNI"
Með fyrirfram þökk fyrir hjálpina

Ps. Nú les strákurinn þennan pistil frá mér, og sér að ég er nú ekki alveg búinn að loka á þetta BMW dæmi........... DÖö !
Þú ert almennilegur pabbi
BMW eru EKKI heilagir í mínum augum, frekar en annað... þannig að.
316i - ég held að þetta verð sé í hærra lagi en pottþétt hægt að pína það niður.
Ef bílnum hefur verið vel við haldið, þá bilar hann ekki meira en aðrir bílar - hinsvegar má búast við ákveðnum "BMW-kvillum" sem fara nú yfirleitt ekkert í taugarnar á okkur hér en myndu eflaust trylla Toyota fólkið... hér er þessu öfugt farið, aksturseiginleikarnir í Toyota myndu trylla okkur
Ég veit fyrir víst, vegna þess að ég hef kannað það, að varahlutir í BMW eru ódýrari en í Toyota, auk þess meðlimir í klúbbnum fá afslátt hjá B&L og ýmsa óvænta hjálp ef eitthvað bjátar á.
Það gæti hugsast að það sé búið að skrúfa niður mælinn, en frekar hæpið að einhver fari að standa í því á 316i hugsa ég.
PS, svona bíll er mjög sparneytinn - þú mátt reikna með 8 lítrum á hundraðið innanbæjar ef þú ert í sparakstri... annars 10....