Til sölu er beinskiptur 540i
Aðeins um bílinn:
BMW 540i
6 gíra beinskiptur
V8 4,4L
286 hö við 5400 sn/min
440 Nm við 3600 sn/min
Bíllinn var fyrst skráður í Þýskalandi 6/2000.
Hann var síðan fluttur inn fyrir mig af Georg í Úranus og fór á númer á íslandi 4. nóvember 2004 þá ekinn 136.3XX km.
Bíllinn er ekinn núna
139.4XX km og er ég því ekki búinn að keyra hann nema rúma 3000 km á því tæpa hálfa ári sem ég hef átt hann. Í vetur var hann á sumardekkjum og eingöngu notaður þegar göturnar voru auðar þar sem ég átti einnig 750 bíl sem var á vetrardekkjum.
Góð þjónustubók fylgir frá því að bíllinn var nýr!
Hröðunin frá 0-100 er um 6 sek sem er betri tími en á E34 M5.
Bíllinn hreinlega spítist áfram og öskrið frá vélinni er eitt það fallegasta sem ég hef heyrt
Eyðslan hjá mér er um 14 L innanbæjar samt er ég talinn vera með frekar þungan bensínfót
Í langkeyrslu dettur eyðslan niður í 9 L.
Þegar ég ákvað að kaupa þennan bíl var ég mikið að spá í að fara í E39 M5 en eftir miklar vangaveltur komst ég þeirri niðurstöðu að 540 væri mun hagstæðari og skemmtanagildið ekki það mikið minna.
Fyrir utan verðmun þá eyðir hann einnig mun minna og annar rekstrarkostnaður er lægri.
Einnig gerir beinskiptingin hann mun skemmtilegri en sjálfskiptan 540.
Enginn M5 en mikill skemmtikraftur engu að síður
Búnaður:
Xenon aðalljós
Þokuljós
Ljósaþvottur
Regnskynjari
Spólvörn
16" álfelgur
ABS bremsur
Loftþrýstingsskynjarar
Bakkskynjarar
Rafdrifnar rúður
Rafdrifnir speglar sem leggjast einnig að bílnum með einum takka
Fjarstýrðar samlæsingar
Ræsitengd þjófavörn
GLERtopplúga
Rafstýrt velti- og aðdráttarstýri tengt Memory í sætum
Vökvastýri
Aðgerðarstýri
Sjálfdekkjandi speglar
Svart buffalo leður
Comfort sæti með rafmagni, hita, minni og NUDDI
Armpúði
Business CD
Aksturstölva
Cruise control
Loftkæling, tölvustýrð og tvískipt
Bíllinn er með Executive pakka sem ég veit ekki alveg hvað inniheldur en mér finnst nokkrir hlutir þarna á listanum nokkuð líklegir til að tilheyra honum
Nokkrar myndir:
Fleiri myndir og stutt video HÉRNA
Áhvílandi á bílnum eru tæpar 1.600 þús kr. hjá Sjóva.
Afborgun er um 39.000 kr.
Bíllinn verður seldur á
2.700 þús en miðað verður við 2.900 þús ef bíll verður tekinn uppí. Hinsvegar er það samningsatriði ef um mjög ódýran bíl er að ræða.
Tilboð 2.400.000
Skoða skipti á ódýrari.
Hægt er að hafa samband við mig með eftirfarandi leiðum:
MSN
danieltosti@hotmail.com
Email
danieltosti@internet.is
PM/EP hér á BMWKraftur.is
P.s Ef hugsanlegur kaupandi hefur áhuga þá get ég mögulega reddað 17" Rondell 58 felgum á sumardekkjum með bílnum og bætast þá 100 þús kr við kaupverðið.
Bíllinn verður einnig seldur með nýjum númeraplöturamma og verður því númerið á sýnum stað ásamt því að hann verður nýsmurður.
_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is