Update 20.3.05 Video neðst
Ég tók helling af myndum í dag og eitt video en þar sem heimasvæðið mitt er fullt þá get ég ekki póstað þeim öllum núna né videoinu. Restin kemur seinna. En þetta gefur svona ágætis hugmynd um hvernig bíllinn lítur út
Aðeins um bílinn:
BMW 540i
6 gíra beinskiptur
V8 4,4L
286 hö við 5400 sn/min
440 Nm við 3600 sn/min
Hröðunin frá 0-100 er um 6 sek.
Bíllinn hreinlega spítist áfram og öskrið frá vélinni er eitt það fallegasta sem ég hef heyrt
Eyðslan er um 14 L innanbæjar en ég er nú reyndar talinn vera með frekar þungan bensínfót
Þegar ég skrapp til Hveragerðis fyrir nokkrum vikum var eyðslan 8.5 L aðra leiðina og 9 L hina.
Búnaður:
Xenon aðalljós
Þokuljós
Ljósaþvottur
Regnskynjari
Spólvörn
16" álfelgur
ABS bremsur
Loftþrýstingsskynjarar
Bakkskynjarar
Rafdrifnar rúður
Rafdrifnir speglar sem leggjast einnig að bílnum með einum takka
Fjarstýrðar samlæsingar
Ræsitengd þjófavörn
GLERtopplúga
Rafstýrt velti- og aðdráttarstýri tengt Memory í sætum
Vökvastýri
Aðgerðarstýri
Sjálfdekkjandi speglar
Svart buffalo leður
Comfort sæti með rafmagni, hita, minni og NUDDI
Armpúði
Business CD
Aksturstölva
Cruise control
Loftkæling, tölvustýrð og tvískipt
Bíllinn er með Executive pakka sem ég veit ekki alveg hvað inniheldur en mér finnst nokkrir hlutir þarna á listanum nokkuð líklegir til að tilheyra honum
Bíllinn er fyrst skráður í Þýskalandi 6/2000.
MYNDIR:
Smá video sem ég tók í gær, bara til að sýna smá hröðunina og hljóðið
VIDEO
_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is