bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 19:27

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Wed 11. May 2005 22:41 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 28. Mar 2004 23:48
Posts: 405
Sælir.

Hægt er að velja um S, E og * stillingar á sjálfskiptingunni. Ég veit muninn á S og E en hver er munurinn á *?

Ps. Ég gæti svo sem reynt að finna þetta í leiðbeiningunum en þar er allt á þýsku... :?

_________________
BMW E34 525iA '95


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 11. May 2005 22:45 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Sport, Economy, og betra grip til að taka af stað í snjó?

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: *
PostPosted: Wed 11. May 2005 22:57 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 05. May 2003 22:18
Posts: 77
þá tekur hann af stað í hærri gír svo það séu minni líkur að hann spóli

_________________
Bmw 320ia E-36 97 ( í Notkun)
Subaru Legacy 92 4wd (Seldur)
BMW 316 E-30 88 (Seldur)
Ktm 125sx 02 (Selt)
Plymouth sundance 2,2 Turbo 87 (parta seldur)
Dodge Shadow 2,5 Turbo 89 (seldur)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 11. May 2005 22:59 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 28. Mar 2004 23:48
Posts: 405
Ok.

Þakka svörin.

_________________
BMW E34 525iA '95


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 11. May 2005 23:59 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
* þýðir sem sagt snjókorn eða vetrarstilling. Bíllinn tekur af stað í hærri gír og er ekki eins ákafur að skipta sér niður í brekkum og við botngjöf. Pretty handy :D

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. May 2005 00:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
* tekur af stað í 2.gír

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: M ?
PostPosted: Thu 12. May 2005 02:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Svo ég troði mér inní þennan þráð, hvað í fjandanum er þá M stillingin á sjálfskiptingunni?

Ég er með S efst, miðjan er E, og svo neðst er M. Gæti verið 'manual', en ég sé ekki hvaða tilgangi það ætti að þjóna.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. May 2005 09:25 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 15. Nov 2004 10:52
Posts: 54
M stendur fyrir manual.

_________________
Lalli S: 8926622
Image
E32 750i "91
Volvo S70 2.4l "00


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: M ?
PostPosted: Thu 12. May 2005 10:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Eggert wrote:
Svo ég troði mér inní þennan þráð, hvað í fjandanum er þá M stillingin á sjálfskiptingunni?

Ég er með S efst, miðjan er E, og svo neðst er M. Gæti verið 'manual', en ég sé ekki hvaða tilgangi það ætti að þjóna.


Þetta er allt mega flókið orðið á automagic,
ég er enn með
1
2
3
4
5
R
Þori ekki í flóknara en það

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. May 2005 15:29 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Án þess að vera 100% viss varðandi * þá er ég nokkuð viss um að það er það sama og M, sem þýðir Manuell.

Þetta virkar á þann hátt að skiptingin fer í þann gír sem þú velur með skiptinum. Þannig að ef þú setur hann í 3, þá fer bíllinn af stað í 3ja gír og heldur sér í honum.

Þetta virkar EKKI þannig að bíllinn taki sjálfur af stað í hærri gír ef þú ert með M valið (*), heldur verður þú líka að velja gírinn með skiptinum.

En eins og fram hefur komið, þá er þetta einkum notað við að fara af stað í hálku, og því er * sett til að tákna hálku.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. May 2005 15:42 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
saemi wrote:
Án þess að vera 100% viss varðandi * þá er ég nokkuð viss um að það er það sama og M, sem þýðir Manuell.

Þetta virkar á þann hátt að skiptingin fer í þann gír sem þú velur með skiptinum. Þannig að ef þú setur hann í 3, þá fer bíllinn af stað í 3ja gír og heldur sér í honum.

Þetta virkar EKKI þannig að bíllinn taki sjálfur af stað í hærri gír ef þú ert með M valið (*), heldur verður þú líka að velja gírinn með skiptinum.

En eins og fram hefur komið, þá er þetta einkum notað við að fara af stað í hálku, og því er * sett til að tákna hálku.


Rétt, hann heldur sér í gírnum sem þú velur, en ef maður er í D, þá fer hann af stað í 2 og skiptir sér mjög varlega..

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. May 2005 16:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
M er hugsað þegar þú ert að draga t.d. með sjálfskiptum bíl þá skiptir sjálfskipting aldrei niður bara upp. Einnig hægt að nota í snjó.
Nú kemur það sem ég held, sjálfskiptingar með M eru ekki með * fyrst kom M svo * bara e-r þróun.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. May 2005 18:33 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Bjarki wrote:
M er hugsað þegar þú ert að draga t.d. með sjálfskiptum bíl þá skiptir sjálfskipting aldrei niður bara upp. Einnig hægt að nota í snjó.
Nú kemur það sem ég held, sjálfskiptingar með M eru ekki með * fyrst kom M svo * bara e-r þróun.



A a a a a aa, passa sig þarna. Ef þú ert með bílinn í M þá skiptir hann ekki um gír PUNKTUR. Þetta er algengur misskilningur, en ef þú ert með bílinn í D og setur í M, þá er hann fastur í 4 gír. Ef þú hinsvegar setur skiptinn í 3-2 eða 1 og ert ekki með M/* valið, þá læsirðu honum í viðkomandi gír EÐA e-m gír fyrir neðan hann, sem er gott ef þú ert t.d. að fara upp brekku með þungt hlass. Þá skiptir hann sér aldrei upp fyrir valdan gír, en skiptir sér niður ef snúningurinn verður of lágur.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. May 2005 19:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Takks for info.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. May 2005 19:08 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 28. Mar 2004 23:48
Posts: 405
Quote:
Ef þú ert með bílinn í M þá skiptir hann ekki um gír PUNKTUR. Þetta er algengur misskilningur, en ef þú ert með bílinn í D og setur í M, þá er hann fastur í 4 gír.


Gildir þetta líka fyrir * í bílum sem eru ekki með M?

_________________
BMW E34 525iA '95


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group