Jæja, mér áskotnaðist loks digital myndavél í vetur, þó ég hafi nú ekkert verið úber duglegur að taka myndir af bílnum, en læt þó loksins verða af því að smella inn nokkrum myndum af honum núna. Maður verður duglegri í sumar þegar hann er ekki á kafi í tjöru og salti.
Fyrst smá info um bílinn.
Þetta er 1991 model af 318IA. Hann er keyrður tæp 241 þúsund, en er allur mjög vel með farinn, bæði að innan og utan. Að innan (vantar myndir) er hann með ekta gervi viðarklæðningu
Hann er með lækkun upp á 1" að aftan og 1,5" að framan.
Ég er einn af þeim óþekku og hef hann filmaðan. Ég er ekki mikið á ferðinni á kvöldin og um helgar, svo ég hef sloppið við áreiti og slapp í gegnum skoðun í fyrrahaust, en ég var búinn að vera á grænum miða í tæp tvö ár.
Dekkin eru 17" Goodyear Eagle F1 GS-D3, 215/40 sem eru hrein og bein snilld varðandi steering og handling. Þau eru aðeins of lítið (215/45 eru prefeered stærð á þessa bíla) og því er baninn heldur lítill og myndast smá fender gap þrátt fyrir lækkunina. Í næstu dekkjauppfærslu verða keypt rétt dekk.
Ég er búinn að láta setja í hann fjarstýrðar læsingar. Fjarstartið er ennþá uppi á stofuborði, en það stendur til að koma því í fyrir næsta vetur.
Í febrúar lenti mágur minn í því að keyra aftan á jeppa og notaði ég þá tækifærið og lagaði ryðbólur sem voru byrjaðar að myndast fyrir ofan afturbrettin og er því bíllinn eins og nýr í dag.
En myndirnar:
Ein í vetur á svarta stálinu
Og kominn á koppana
Og eftir smá jeppakoss
Merkilegt að kassinn hafi ekki skemmst
Og búið að hreinsa ónýta boddýhluti af
Í klössun
Get ekki beðið eftir að opna þennan pakka
Kominn heim til pabba! Fékk mér 1996 stuðara, á eftir að raða dótinu í hann og skrúfa nýtt númer á
Eins og nýr
Allt komið á
Svo verslaði ég mér framvör og augnlok:
Svona lítur kagginn út í dag:
Svona overall, þá er ég mjög sáttur við þennan bíl, enda hef ég átt hann í tæp þrjú og hálft ár og get ég talið á fingrum annarrar handar bilanirnar á þeim tíma:
Kolin í startaranum dóu fyrir ca. tveimur árum
Vatnsdælan fór í 220 þúsund
Bensíndælan fór á svipuðum tíma (þetta var erfiður BMW tími)
Einn rúðuupphalaratakki bilaði í fyrrasumar.
Þegar ég uppfæri (hvenær sem það nú verður), þá verður það e36 328 eða m3 og svo er M5 e39 á framtíðarplaninu
Henti upp innimyndum:
Hreinn og fínn eftir vorhreingerninguna
Bíll með reynslu
Ekta gervi viður
Þessar túttur koma manni á milli staða!
Og loks ein framendamynd með englaaugun
*edit 27. maí*
Fékk
Viper 791XV í afmælisgjöf frá systkinum mínum og mági um síðustu helgi sem ég lét setja í bílinn í gær.
Ég á eftir að lesa mér almennilega til um það hvernig tólið virkar, en við fyrstu sýn virðist þetta vera snilldarkerfi. Fjarstartið á til dæmis eftir að koma sér vel í vetur
Ég prófaði það áðan, inni í húsi í ca. 400 metra fjarlægð og það svínvirkaði! Þetta er 2-Way kerfi, svo maður sér allt á skjá hjá sér, til dæmis hvort það er verið að fikta í bílnum, hvort það sé búið að opna hann, hvort fjarstartið hafi náð að setja bílinn í gang og svo framvegis.
Það er reyndar aldrei neitt í bílnum til að stela, en vonandi verður bílnum ekki stolið þegar þetta er komið í

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn