bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 25. Apr 2024 19:20

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: BMW 325i E36
PostPosted: Thu 14. Oct 2004 20:50 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Image

Datt í hug að þið hefðuð áhuga á að sjá nokkrar myndir og fá smá upplýsingar um 325i Coupé bílinn. Það eru reyndar til sorglega fáar myndir af þessum bíl þar sem ég átti ekki digital myndavél á þessum tíma.

Bíllinn er árgerð 1993 og var keyptur í München árið 1996 (held ég) af manni sem heitir Oliver (Íslendingur) og var hann í bílainnflutingi á þessum tíma. Fyrsti eigandi á Íslandi hét Magnús og átti hann bílinn í eitt ár. Hann setti hvít stefnuljós að framan á bílinn og keypti orginal M spoiler á skottið. Að mínu mati ekkert möst fyrir bílinn en er orginal og gerir hann öðruvísi. Ég myndi aldrei setja neinn annan spoiler á skottið á þessum bíl. Annar helsti búnaður var svart leður, sóllúga, minni gerðin af aksturstölvu (check control og útihitamælir), sætishiti, þokuljós o.fl.

Bíllinn var fyrst á 15" five spoke felgum (ekki orginal) og voru þessar felgur síðar notaðar eingöngu fyrir vetrardekkin. Það fyrsta sem ég gerði fyrir bílinn var að kaupa 17" BBS RX felgur, 8" breiðar, undir hann af Impetus fyrirtækinu sáluga. Ég valdi sömu dekkjastærð og kom orginal á M3 á þessum tíma, 245/40 að aftan og 225/45 að framan. Þetta kom ágætlega út þótt felgurnar væru jafn breiðar að framan og aftan.

Þegar dekkin fóru undir rákust afturdekkin aðeins inn í brettin. Það var auðveldlega lagað með slípirokki og svo ryðvarði ég á eftir og eftir það var allt í lagi. Bíllinn lét hins vegar alltaf mjög illa í hjólförum á höfuðborgarsvæðinu og maður þurfti alltaf að stýra á móti. Þetta endaði með því að framdekkin slitnuðu mikið á brúnunum og því þurfit að skipta. Ég ákvað að prófa næstu stærð fyrir neðan, 215/45, og viti menn, það var allt annað líf. Hvort sem það var þessum centimetra að þakka eða öðru munstri veit ég ekki en bíllinn gerbreyttist.

Ég keypti líka augnlok á bílinn úti í London, styttri gerðina sem nær ekki út á stefnuljósin. Sprautaði þetta sjálfur og límdi á. Í sömu ferð var líka keypt segulbandshólf á milli framsæta (kom í ljós seinna að þetta var að sjálfsögðu fyrir hægri handar stýri og var því hálf klúðurslegt) og krómstútar á pústið.

Ég setti góðan pakka af græjum í bílinn. Í hann fór Sony tæki með kassettu og 6 diska magasín. Fram í voru 13 cm hátalarar og tweeterar frá JBL. Ég færði síðan orginal hátalarana sem voru fram í aftur í en eftir á að hyggja hefði maður frekar átt að sleppa því. Aftur í var síðan 12" bassahátalari frá JBL og 6 rása JBL magnari þar sem tvær rásir voru brúaðar fyrir bassann.

Miklar spekúleringar voru í kringum græjurnar. Ég vildi ekki eyðileggja skottið og því var magnarinn og bassinn settur upp undir hilluna og látið taka eins lítið pláss og mögulegt var. Ég var síðan aðeins að leika mér með staðsetningu á tweeterunum fram í. Setti þá fyrst inn í miðstöðvarrásirnar út við hurðirnar en fannst hátíðnihljóðin vera of nálægt mér svo ég flutti þá niður í hurðina eins nálægt venjulegu hátölurunum eins og ég gat og setti viðnám á þá til að míkja. Þegar ég hlusta á tónlist vil ég hafa það sem ég hlusta á fyrir framan mig og því setti ég enga stóra hátalara afturí og mín skoðun er eiginlega að maður eigi að sleppa því. En sitt sýnist hverjum. Ásgeir og fleiri hjá Aukaraf hjálpuðu mér mikið í þessum pælingum og get ég mælt með þeim.

Næstu breytingar á bílnum komu eftir að ég bjó í München sumarið 1999. Þá fór ég í aðal söluumboð BMW í BMW höfuðborginni og verslaði mér sett af M speglum og armpúða á milli sætanna. Sem dæmi um verðmismun kostaði armpúðinn út eitthvað um 10.000 ISK en B&L setti á hann eitthvað yfir 40 þús. Spurning hvort það kostar svona mikið að senda hann?

Mig langaði líka að breyta bílnum að framan. Hann var of hár að framan að mínu mati en ég vildi ekki fara út í að lækka hann því við búum jú á Íslandi og það er bara ekki praktístk. Ég ákvað því að kaupa svuntu framan á hann frá fyrirtæki sem heitir JMS-Fahrzeugteile og er staðsett rétt sunnan við Stuttgart. Ég fékk mér bíltúr til þeirra og þeir sendu síðan stykkið til Íslands. Ég hafði smá áhyggjur af tollinum en þegar upp var staðið tolluðu þeir þetta sem plaststykki en ekki bílavarahlut og því borgaði ég held ég ekkert nema vaskinn af þessu.

Ég límdi svuntuna ekki á bílinn heldur bjó til festingar og skrúfaði og boltaði í orginal stuðarann. Með þessu móti gat ég tekið svuntuna af á veturna sem ég og gerði. Það kom líka í ljós að þessi aðferð við að festa þetta á bílinn var mjög praktísk því ef maður rak þetta niður þá hreyfðust festingarnar einfaldlega til en svuntan brotnaði ekki. Bíllinn var ekki það lágur að maður ræki hann niður á hraðahindrunum en þegar maður lagði í stæði þurfti að passa sig á gangstéttarköntum. Ég samlitaði bílinn að framan þegar þetta fór undir en sleppti því að samlita afturstuðarann af praktískum og peningalegum ástæðum.

Bíllinn var síðan seldur haustið 2001 og það var ungur strákur sem mig minnir að hafi verið frá Dalvík sem keypti hann.

Og að lokum nokkrar myndir sem ég fann. Meira um kvartmílubrautarmyndirnar er að finna á öðrum þræði hérna

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Last edited by Nökkvi on Tue 15. Jan 2008 18:42, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Oct 2004 20:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Hvar er bifreiðin í dag ??????

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Oct 2004 21:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
mikið ofboðslega er hann fallegur

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Oct 2004 21:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Heyrðu, eitthvað man ég eftir þessu... varst þú eða konan þín í Háskóla Íslands á tímabilinu 1996-2000?

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Oct 2004 21:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
fart wrote:
Heyrðu, eitthvað man ég eftir þessu... varst þú eða konan þín í Háskóla Íslands á tímabilinu 1996-2000?


UNIVERSITY,,,,,,,,hustler

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Oct 2004 22:39 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Mjög laglegur bíll! Vantaði bara sprautunina á afturstuðarann.

En varðandi armpúðann þá var ég einmitt að fá einn að utan á 12þús. Ótrúlegur munur á þessu og verðinu hér. Reyndar er bara púðinn sjálfur ónotaður en bakkinn undir og festingarnar aðeins notað en samt í góðu ástandi.

Það sem mér sýndist á netinu (Schmiedmann ofl.) þá væri hægt að fá þá nýja hingað með sendingu og gjöldum á ca. 25-30þús.

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Oct 2004 22:41 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Ég skoðaði þennan bíl einmitt þegar þú varst að selja hann :) Svakalega flottur!

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Oct 2004 23:10 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Alpina wrote:
Hvar er bifreiðin í dag ??????

Ég hef séð bílinn á götunni hérna í Reykjavík. Það er ungt par á honum og með barnabílstól afturí. :lol: Frétti reyndar af honum í tjónum en honum virðist hafa verið tjaslað saman.

fart wrote:
Heyrðu, eitthvað man ég eftir þessu... varst þú eða konan þín í Háskóla Íslands á tímabilinu 1996-2000?

Við vorum bæði í HÍ frá '97 til '00. jonthor tók síðan við af mér við að leggja E36 Coupe á bílastæðinu.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Oct 2004 23:11 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Mjög flottur bíll !! Mjög líkur mínum gamla :) Ég sá hann um daginn, einhver yngri piltur á honum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Oct 2004 23:16 
ég sá þennan bíl vera reina að spóla í hringi á bílastæði þar sem ég vinn..
það gekk nú lítið hjá honum augljóslega ekkert sperren þarna á ferð...


Top
  
Reply with quote  
 Post subject: ???
PostPosted: Thu 14. Oct 2004 23:40 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 04. Jan 2003 00:24
Posts: 217
Location: reykjavík
þessi bill bar kökuklessu siðastavetur og þurfti að skipta um allt fram á honum þá stoð heilegi fyrir utan rettingar verkstæði i kop og endaði svo hja magga i bilstart stoð þar i sma tima

_________________
Toyota MR-2 MY00
Toyota corolla GTI MY88
Toyota Yaris T-sport MY01
Ford Mustang GT MY06
Volvo S40 T5 MY06
Kawasaki KX250MY01
og einhvað meira dót


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Oct 2004 01:11 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Ég veit eiginlega ekki nákvæmlega hvað það er, hvort það er liturinn eða kitt eða hvað, en mér finnst þetta vera bara
með þeim fallegustu e36 sem ég hef séð.. :shock:

Ótrúlega flottur!

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Oct 2004 06:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
arnib wrote:
Ég veit eiginlega ekki nákvæmlega hvað það er, hvort það er liturinn eða kitt eða hvað, en mér finnst þetta vera bara
með þeim fallegustu e36 sem ég hef séð.. :shock:

Ótrúlega flottur!


Hjartanlega sammála

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Oct 2004 07:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Nökkvi wrote:
Alpina wrote:
Hvar er bifreiðin í dag ??????

Ég hef séð bílinn á götunni hérna í Reykjavík. Það er ungt par á honum og með barnabílstól afturí. :lol: Frétti reyndar af honum í tjónum en honum virðist hafa verið tjaslað saman.

fart wrote:
Heyrðu, eitthvað man ég eftir þessu... varst þú eða konan þín í Háskóla Íslands á tímabilinu 1996-2000?

Við vorum bæði í HÍ frá '97 til '00. jonthor tók síðan við af mér við að leggja E36 Coupe á bílastæðinu.


Ég var á einum coupe líka á þeim tíma...

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Oct 2004 07:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Já, ég dáðist að bílnum hans nökkva ansi lengi, vissi reyndar ekki hver átti bílinni og þekkti ekki nökkva þá. Rosalega fallegur og vel með farinn bíll, það sést alltaf á bílnum ef eigandanum þykir vænt um bílinn sinn!

Varst þú á coupe Fart? Hvernig bíl?

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 126 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group