bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 20:27

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 50 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 09:18 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Sæmi á helling af bílum en þeir kosta nú bara svipað og nýr Passat allir saman! Hvort mynduð þið vilja.... ALLA bílana hans Sæma eða EINN nýjan Passat???

Ég veit hvað ég myndi velja....

morgvin.... gleymdu þessi með 750 vél í húddið... seldu 518 bílinn á slikk eða eigðu hann og keyptu sjöuna af Sæma!

Eftir 4 ár myndir þú fá það sama fyrir sjöuna (eða meira) ef þú heldur henni við en 518 með 750 vél yrði nákvæmlega einskis virðis ef hann myndi tolla það lengi á götunni.

Þú yrðir yfir þig ánægður með svona sjöu.... og bloody hell mig langar í hana!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 10:41 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Tjaa, ég mundi taka glænýjan Passat. :shock: Ég hef ekkert að gera við 4 eða 5 gamla Bimma. Þótt 6an sé vissulega 6í. :lol: Hinsvegar mundi ég miklu frekar selja Passatinn strax og fá mér einn 3-4 ára 523 eða 528 e39. 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 10:59 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég myndi gjarna vilja hafa eftirfarandi...

E21 323i (Alpina helst, C1 t.d.)
E28 M5 eða M535i (eða Alpina B7)
E24 635 CSI (eða Alpina)
E23 745i (eða Alpina) :wink:

Þessa bíla er svo hægt að keyra eftir því hvernig skapi maður er í... 7 í leikhúsið. 5 í túra með félögunum. 6 í túra með konunni og 3 til að leika sér á...

Svo má tvöfalda verðgildið með því að hafa allt frá Alpina :lol:

Engin Passat getur keppt við þetta.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 11:11 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Ég held nú að Passat VR6 gæti alveg gert alla þessa hluti sem þú talar um á betri og þægilegri hátt. Fara í leikhús, í bíltúra og smá leik (kannski ekki eins mikið leik samt). Síðan er Passat miklu fjölskylduvænni bíll (miklu öruggari og hljóðlátari) heldur en eldgamall BMW, þótt þeir séu 5 eða 6.

Ég verð kannski rekinn úr þessu spjalli, en frekar tæki ég Passat VR6, heldur en þessa 4 Bimma, þótt þeir væru Alpina. :shock: :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 11:23 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hva.. menn mega nú hafa sína skoðun :wink:

Kannski þægilegri já og öruggari. En það er nú líka spursmál hvaða kröfur fólk er að gera.

Fyrir mína parta þá er samfélagið orðið alltof gelt af ofverndun. Þessir bílar hafa stíl í massavís og endast mun betur en Passatinn, sérstaklega peningalega séð.

Ef maður er ekki að keyra þeim mun meira úti á vegum þarf maður ekki passat í bæinn.

Á einhverjum tímapunkti munu bílar verða sjálfstýrðir út frá GPS eða álíka, fullkomlega öruggir og með tugi af loftpúðum og öryggisbúnaði - Passat er mjög nálægt þessu en ég vil keyra sjálfur. Ef maður hefur áhuga á bílum þá hlýtur maður á einhverjum tímapunkti velja það að forðast þessa forræðishyggjubíla. Annars getur maður bara tekið strætó - þar keyri maður ekki sjálfur.

VR6 er reyndar nokkuð sprækur bíll hugsa ég og ekki slæmur sem slíkur.

En þá stendur eftir að innan 4 ára verður hann búin að falla um 50% á meðan hinir standa í stað eða hækka (ef þeir eru Alpina)!!!

Hver vill henda peningum í slíka vitleysu... maður gæti farið erlendis eða bara lifað eins og kóngur fyrir þann pening.

Var ekki talað um að það kosti 1.2 milljónir að reka nýlega bíl í þrjú ár - fyrir utan afborganir af honum!!!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 11:34 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Já, góður punktur! Svona gamlir áhugaverðir bílar falla lítið í verði eftir þónokkuð mikið verðhrun til að byrja með. Hrakvirði þessarra eldri Bimma heldur sér í langan tíma, þeas söfnunargildið. Annars held ég að það sé það eina sem mun endast lengur heldur en Passat, sem er miklu líklegri til að lifa af þróunina! Ímyndaðu þér í framtíðinni að allir bílar séu með GPS, sjálfstýrðir, FULLKOMNLEGA öruggir (sem er auðvitað jákvætt!) og síðan kemur einn e21! Passatinn er náttúrlega miklu betur undirbúinn fyrir samkeppnina í framtíðinni.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 13:00 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hehe, jaaaaa

það fer eftir því hvernig þú lítur á þetta. Mín skoðun er sú að bílar í framtíðinni muni hafa frekar stuttan líftíma. Þegar þú ert kominn með svona mikið af búnaði í bílana, þá er svo ferlega mikið sem fer að bila eftir nokkurn tíma. Þannig að 15 ára gamall passat verður verkur í boruna að halda við, miðað við E21!


Þannig að nýju bílarnir eru að sjálfsögðu mun þægilegri bílar og áhyggjulausari til að byrja með... en svo... ja ég myndi frekar veðja á 20 ára E21 heldur en 2002 passat (eða E39 osfrvs).

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 13:12 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Já, nokkuð til í því. Þetta er bara þannig að bílar sem eru með mikinn búnað bila meira en t.d. gamlir bílar sem eru nánast lausir við allt þetta tölvudót.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 13:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ef maður er alltaf að velta sér uppúr því hvort bíllinn muni bila þá getur maður bara tekið strætó eða keypt sér reiðhjól.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 13:48 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
saemi wrote:
Hehe, jaaaaa

það fer eftir því hvernig þú lítur á þetta. Mín skoðun er sú að bílar í framtíðinni muni hafa frekar stuttan líftíma. Þegar þú ert kominn með svona mikið af búnaði í bílana, þá er svo ferlega mikið sem fer að bila eftir nokkurn tíma. Þannig að 15 ára gamall passat verður verkur í boruna að halda við, miðað við E21!


Þannig að nýju bílarnir eru að sjálfsögðu mun þægilegri bílar og áhyggjulausari til að byrja með... en svo... ja ég myndi frekar veðja á 20 ára E21 heldur en 2002 passat (eða E39 osfrvs).

Sæmi



Ja svei, ekki er ég nú alveg sammála Bambapabba þarna. :wink:

Svona gamlir illa búnir og óöruggir bílar munu ekki standast öryggisstaðla, mengunarstaðla, né kröfur almennings. Þeir eru miklu verr settir saman og bila miklu meira. Með meiri reynslu og þekkingu þá bila bílar minna!

Ef bílar verða þeim mun meira tölvustýrðir þá eiga þeir eftir að bila minna. Tölvur gera ekki mistök, nema af mannavöldum! Þegar mennirnir hætta að skipta sér af þessu og hafa bara umsjón með tölvunum sem gera það sem fyrir þeim er lagt af svo til 100% nákvæmni, þá mun bilanatíðni stórminnka, bilanaleit eflast, öruggi aukast og kostnaður minnka, en reyndar mun frumleiki minnka og skemmtanagildi jafnvel líka. Tölvur eiga eftir að sjá um bilanaleit og viðgerðir á bílunum. Ekki fleiri glæpsamleg verkstæði. Ekki meiri leiðindar DIY viðgerðir.

Mér finnst þetta ágætis þróun, bílar verða öruggari, reyndar á kostnað skemmtanagildis. En það verður að fórna einhverju til að fá eitthvað. :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 13:51 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
svezel wrote:
Ef maður er alltaf að velta sér uppúr því hvort bíllinn muni bila þá getur maður bara tekið strætó eða keypt sér reiðhjól.


Þetta hljómar einkennilega frá manni sem skipti út BMW e39 því hann var byrjaður að bila. :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 14:00 
gesturinn wrote:
...Svona gamlir illa búnir og óöruggir bílar munu ekki standast öryggisstaðla, mengunarstaðla, né kröfur almennings...




Hvaða gömlu bíla ertu að tala um þarna... varla BMW ?


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 14:51 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Ég frétti af gaur sam var með nánast nýjan Saab sem var á verkstæði í langan tíma af því að gaurarnir á verkstæðinu gátu ekki séð í tölvunni hvað væri að.

Sel það ekki dýrara en ég keypti það.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 15:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
gesturinn wrote:
svezel wrote:
Ef maður er alltaf að velta sér uppúr því hvort bíllinn muni bila þá getur maður bara tekið strætó eða keypt sér reiðhjól.


Þetta hljómar einkennilega frá manni sem skipti út BMW e39 því hann var byrjaður að bila. :roll:


Ég skipti út mínum E39 af því að ég tímdi ekki að reka hann og þegar eitthvað bilaði þá kostaði það alltof mikið. Maður er nú bara háskólanemi og mér fannst 14l/100km + dýrt viðhald vera of mikil peningaeyðsla. Bíllinn bilaði í raun ekki nema einu sinni og þá fór abs skynjari sem kostar 10 þús en aftur á móti kosta allir slithlutir ofboðslega mikið og það voru þeir sem voru að sliga fjárhaginn hjá mér.

Svo er Clio'inn miklu skemmtilegri akstursbíll auk þess sem ég hef ekkert með stóran 4dyra bíl að gera.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 20. Mar 2003 15:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Já og svo mun ég ekki hika við að fá mér bimma þegar ég er búinn í skóla og þá helst E39.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 50 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 28 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group