saemi wrote:
Hehe, jaaaaa
það fer eftir því hvernig þú lítur á þetta. Mín skoðun er sú að bílar í framtíðinni muni hafa frekar stuttan líftíma. Þegar þú ert kominn með svona mikið af búnaði í bílana, þá er svo ferlega mikið sem fer að bila eftir nokkurn tíma. Þannig að 15 ára gamall passat verður verkur í boruna að halda við, miðað við E21!
Þannig að nýju bílarnir eru að sjálfsögðu mun þægilegri bílar og áhyggjulausari til að byrja með... en svo... ja ég myndi frekar veðja á 20 ára E21 heldur en 2002 passat (eða E39 osfrvs).
Sæmi
Ja svei, ekki er ég nú alveg sammála Bambapabba þarna.
Svona gamlir illa búnir og óöruggir bílar munu ekki standast öryggisstaðla, mengunarstaðla, né kröfur almennings. Þeir eru miklu verr settir saman og bila miklu meira. Með meiri reynslu og þekkingu þá bila bílar minna!
Ef bílar verða þeim mun meira tölvustýrðir þá eiga þeir eftir að bila minna. Tölvur gera ekki mistök, nema af mannavöldum! Þegar mennirnir hætta að skipta sér af þessu og hafa bara umsjón með tölvunum sem gera það sem fyrir þeim er lagt af svo til 100% nákvæmni, þá mun bilanatíðni stórminnka, bilanaleit eflast, öruggi aukast og kostnaður minnka, en reyndar mun frumleiki minnka og skemmtanagildi jafnvel líka. Tölvur eiga eftir að sjá um bilanaleit og viðgerðir á bílunum. Ekki fleiri glæpsamleg verkstæði. Ekki meiri leiðindar DIY viðgerðir.
Mér finnst þetta ágætis þróun, bílar verða öruggari, reyndar á kostnað skemmtanagildis. En það verður að fórna einhverju til að fá eitthvað.
