Jæja, nóg var gert um helgina og vil ég þakka gaurnum sem var að vinna á verkstæðinu hjá tækniþjónustu bifreiða fyrir að redda helginni
Annars, þar sem að gert var í dag var það að skipt var um klossa og handbremsuborða að aftan, allt var í hönki þar, og diskar renndir.
Síðan var vatnslás skipt út og nýtt kælivatn sett á kerfið. Þar með lagaðist vélarhitamálið...
Annars tók ég síðan eftir því að það eru nýir demparar í honum, allan hringinn, það er ágætt
Jæja, þá er það sem gert hefur verið frá því að ég fékk hann
Skipt um viftukúplingu.
Nýr miðjukútur undir honum.
Miðstöð tekinn úr, þrifin og fleira.
Kastarar endurtengdir og lagfærðir
nýir handbremsuborðar
nýir klossar að aftan
hvít stefnuljós að framan
Jæja, þá er listinn kominn held ég, og fátt er eftir, næstu helgi verður ryð þrifið og dyttað aðeins að því, það verður síðan tekið í gegn þegar veðrið fer að skána aðeins:)