Gott dæmi var græni E46 328i bíllinn sem B&L var að selja sem 2000 árgerð en sá var framleiddur sumarið 1998 skv. VIN númeri. Þeir staðfestu þetta þegar ég spurði út í þetta og muldruðu eitthvað um eftirársbíl...
Almenna reglan hér virðist þó vera að ef bíll er framleiddur ár X þá er árgerðin sögð X+1. Þetta er auðvitað frekar fáránlegt en hefur etv. byrjað með misskilningi á hvenær framleiðsluárið hjá bílaframleiðendum er. Oft byrjar framleiðsluárið hjá bílaframleiðendum í september og því koma inn breytingar á módelum og svona inn um það leitið.
Þetta býður bara upp á brask og vitleysu að mínu mati. Framleiðslumánuður bílsins finnst mér mun betra að miða við.