jens wrote:
Var að skoða svona wannaB xenon perur í Bílanaust sem voru gefnar upp 4300K. Er það rétt skilið hjá mér að því hærri sem Kelv talan er því fjólubláari er birtan, hvaða perur af þessum Bnaust perum á maður að taka..
Enga.
Spauglaust, þá er enginn ávinningur af Xenon-look perum. Þetta look er á kostnað birtumagns, í íslenskum veðurskilyrðum er það bara kjánalegt. Þar fyrir utan eru flestar ef ekki allar þessar perur með langtum styttri líftíma og því í raun á okurverði.
Þetta er rétt skilið hjá þér með litrófið:
4300K er nokkuð nærri hvítri birtu sólarljóss - besta nýtingin hvað varðar ljósmagn vs. lit, og þreytir nætursjón minnst.
Það er hægt að fá Xenon kit á spottprís víða á netinu, t.d. kittið sem Kull var að selja á 10k
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=8518&highlight=xenon.
Ég myndi hinsvegar fara varlega í að skella slíku kitti í bíl sem er ekki með projector kastara - Xenon perur í hefðbundin ljósker blæða ljósmagni út um allt.
Gott dæmi um pottþétta aftermarket ísetningu þegar projector ljós voru til staðar er hjá Dr.E31:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?p=85418#85418
