bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 09:42

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
 Post subject: AMuS 24 - M5-V10
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 15:20 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
10 strokka vélin í M5

Á bak við nýja M5 mótorinn er meira en bara tækni. Það er líka spurning um grundvallarviðhorf sem er hár snúningur. Þar með fer BMW Formúlu 1 leiðina og skilur sig þar með frá keppinautunum sem búa til kraft með þrýstingi. Svipaða leið fara Porsche í Carrera GT og Lamborghini í Gallardo.

Hár snúningur þýðir að krafturinn kemur frá snúningshraðanum en ekki frá turbo eða öðru slíku. Til þess að fá yfir 100 hö/l er nauðsynlegt að snúa í kringum 8.000 sn/min. og þá mega strokkarnir ekki vera of stórir. Nothæft snúningssvið á M5 mótornum er frá 800 til 8.000 sn/min. Mesta tog er við 6.100 sn/min (520 Nm) og mesti afl er við 7.750 sn/min (507 hö). Takmörkun er við 8.250 sn/min. Mesta þjöppun er 13,07 bar.

Stýringin er með 32 bita örgjörva sem hefur 200 milljón aðgerðir á sekúndu. M5-V10 vélin er 240 kg og er þar með ekki sú léttasta (Porsche: 214 kg) en er á hinn bóginn ekki þyngri en V8 vélin sem var í E39 M5. Á grunni M5-V10 verður næsta kynslóð M3 véla byggð. Það verður V8 vél með rúmtak í kringum 4 lítra og með 90° á milli strokka.

Image
Image
Image
Image
Image

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 15:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Mjög áhugavert, verður gaman að sjá hvað þeir setja í þristinn

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 15:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
jonthor wrote:
Mjög áhugavert, verður gaman að sjá hvað þeir setja í þristinn


Tek undir það, alltaf gaman líka að fá þýðingarnar. ;) :D

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 19:01 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Jun 2003 12:33
Posts: 965
á M3 ekki að vera V8 og læti 8) ?

_________________
BMW 325XI E46 '02
BMW X5 E53 '02


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 19:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Lestu greinina betur og þá geturu svarað spurningunni þinni sjálfur :wink:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 19:05 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Jun 2003 12:33
Posts: 965
Ég :slap:

_________________
BMW 325XI E46 '02
BMW X5 E53 '02


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 19:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Það verður gamann að sjá nýja M3 V8 bílinn fara í Top Gear :)

4lítrar og 450hö eða svo :P

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Dec 2004 00:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Fín samantekt. Var einmitt að lesa greinar um M5 í Road&Track og Motortrend þar sem komið var inn á reikniafl vélarstýringunnar. 32bita CPU og 200MIPS er töluvert meira en kom mönnum á tunglið '69 :)

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Dec 2004 22:22 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sat 23. Oct 2004 01:00
Posts: 419
Location: Vestmannaeyjar
skrýtnar þessar flækjur, hef séð flækjur og þá eru þær með samskeytinn mun leingra (eingar fullyrðingar), samt fínt að hafa einn svona í skúrnum

_________________
Björgvin Hlynsson. S.6636835
Bmw E34 525iXa '94
MMC Pajero 2.8tdi '96
Ducati 999s '05 Monoposto


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Dec 2004 16:26 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Samkv. síðasta hefti CAR, var talað um að næsti M3 myndi vera með 4,0 V8, 400 hö....

Finnst ólíklegt að þeir fari mikið hærra í hestafla tölunum til að byrja með, þó veit maður aldrei :!:

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 80 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group