10 strokka vélin í M5
Á bak við nýja M5 mótorinn er meira en bara tækni. Það er líka spurning um grundvallarviðhorf sem er hár snúningur. Þar með fer BMW Formúlu 1 leiðina og skilur sig þar með frá keppinautunum sem búa til kraft með þrýstingi. Svipaða leið fara Porsche í Carrera GT og Lamborghini í Gallardo.
Hár snúningur þýðir að krafturinn kemur frá snúningshraðanum en ekki frá turbo eða öðru slíku. Til þess að fá yfir 100 hö/l er nauðsynlegt að snúa í kringum 8.000 sn/min. og þá mega strokkarnir ekki vera of stórir. Nothæft snúningssvið á M5 mótornum er frá 800 til 8.000 sn/min. Mesta tog er við 6.100 sn/min (520 Nm) og mesti afl er við 7.750 sn/min (507 hö). Takmörkun er við 8.250 sn/min. Mesta þjöppun er 13,07 bar.
Stýringin er með 32 bita örgjörva sem hefur 200 milljón aðgerðir á sekúndu. M5-V10 vélin er 240 kg og er þar með ekki sú léttasta (Porsche: 214 kg) en er á hinn bóginn ekki þyngri en V8 vélin sem var í E39 M5. Á grunni M5-V10 verður næsta kynslóð M3 véla byggð. Það verður V8 vél með rúmtak í kringum 4 lítra og með 90° á milli strokka.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
