Jæja þá er loksins búið að koma bílnum í gang aftur, og ekki
ætlaði það að vera auðvelt. Byrjaði á því að altenatorinn brann
sökum þess að spennustillirinn dó, og það líklega vegna smits frá
stýrisdælunni. Fyrir utan það allt að þegar þetta gerist þá sprengir bíllinn
fjöldann allann af öryggjum og perum, það var MJÖG notalegt.
En jæja, þá hófst leitin að altenator. Það var hægara sagt en gert
að finna einn slíkann.. Fann þeas engann á íslandi, það var hamingju
efni hið mikla, eða hitt þó heldur. Þannig að vinur minn fór að leita að
slíkum á e-bay og fann einn, heldur ódýrann. Kanski grunsamlega ódýr.
Við leituðum í öllu sem við fundum uppá að athuga hvort að hann
passaði í, og það var hægara sagt en gert, en þeir í B&L voru alveg
yndislegir og hjálpuðu mér að klóra mig í gegnum þetta, þarsem þetta
var altenator úr 91 850.
Jæja þá var það afgreitt og ákveðið að berjast um þennann blessaða
altenator. Við unnum, og hann kostaði heila 31.50$. Sem ég verð að
segja að er helv gott verð. Svo hófust leiðindin......... Gaurinn sem var
seljandi svaraði ekki í nokkra daga eftir að vinur minn vann uppboðið,
og loks þegar hann svaraði þá komu bara gátur uppúr honum og ekkert
auðskilið hvað hann var að reyna að koma frá sér. Svo eftir margar
e-mail sendingar framm og tilbaka komust þeir að niðurstöðu að senda
honum peninga fyrir altenatornum og sendingarkostnaði, og svo hófst
lengsta bið sem ég hef lent í. Það tók manninn 10 daga að senda hlutinn
og lét ekkert vita þegar hann var búinn að henda þessu í póst þannig að
ég gat ekkert fylgst með pakkanum. En jæja, á miðvikudegi fékkst svar
frá kauða um að pakkinn væri kominn til íslands.
Og ekki var þetta búið við það....... Heldur ætlaði tollurinn að rukka mig
um tæplega 11.000 kall fyrir þetta. Ég hélt nú EKKI. Ræddi við dömurnar
sem sáu um að tolla þetta og eftir talsvert þras og samræður við þær
þá fengust þær til að endurreikna þetta á eðlilegann hátt (ekki skv vikt)
og fékk verðið talsvert mikið neðar. Og ég var þá sátt, en ég fékk þetta
ekki í hendurnar fyrr en á fimmtudegi.
Málið með þessa furðulegu tollafgreiðslu var nú það að maðurinn sem
sendi hlutinn skrifaði á reikninginn sem fylgdi með að þetta hefði kostað
80$. Ekki 31.50. Sem ég er ekki að fatta. Pirraði mig frekar mikið. Auk
þess ákváðu þau bara að tolla þetta eftir vikt...... Og svo töluðu þau í
hringi þarna niðurfrá þannig að ég hætti að skilja, en eftir að ég fór að
ræða við þau um það að ég væri nú ekki alls óvön innflutningi að þá skildi
ég ekki þeirra útreikninga á þessu tollverði því að ég fékk allt aðra tölu,
og ég reiknaði það sem "í allra versta falli" og var ekki nærri 11.000
krónur.
En jæja, ég var sæl og glöð með fína notaða altenatorinn minn og ætlaði
svo sannarlega að koma honum fyrir í greyjið bílnum mínum sem hafði´
þá þegar beðið í tæpar 4 vikur. En nei...... það gekk ekki því það þurfti að færa bílinn um 2-3 km og rafgeymirinn var STEIKTUR.
Frábært alveg....
Þannig að þá hófst hin mikla rafgeymaleit (tými ekki að kaupa nýjann
alveg strax, enda 140 ampera system í þessu) og það gekk bara ekki
neitt, þangað til að kallinn ákvað að fórna rafgeyminum úr torfærugrindinni sinni fyrir mig (þessi elska).
Þannig að í kvöld, 4 dögum eftir komu altenatorsins var loksins hægt að
gera þetta, og það tókst, altenatorinn komst í, hann passaði, hann virkar
og ég er eins hamingjusöm og ég get orðið!!
Langaði bara að deila gleðinni
Kveðja