bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 09:38

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 43 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 09:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Merkilegar umræður,

sérstaklega þegar er verið að benda á að jeppa breytingar eru orðnar svo vinsælar þær þarf að taka út,

Það er engum bíl að kenna þegar verður árekstur, 99% af öllum árekstrum er algjörlega öðrum eða báðum ökumönnum að kenna, sama hvaða bíll/jeppi/jepplingur/rúta/strætó kemur við sögu og því ekki rétt að dæma tækin sem valdarnir,

E21 er ekki með styrktarbita í hurðum ;)

Allir flokkar af ökumönnum hafa góða og slæma ökumenn,
BMW eigendur eru ekki sér á báti, né jeppa eigendur eða hver sem er,

Einu rökin fyrir því að breyttur jeppi getur verið hættulegri en óbreyttur er ef ökumaðurinn kann ekki að keyra hann sama á við einhvern sem keyrir um á kraftmiklum bíl

Þess vegna þarf að setja upp braut hérna á íslandi svo að það sé í raun hægt að þjálfa ökumenn að einhverju alvöru marki, ekki bara kenna umferðareglurnar því að það gerir enginn góðan ökumann að kunna reglurnar, æfing er eina sem kennir einhverjum eitthvað,
hvor getur forðað slysi, Amma þín eða Micheal Schumacher?
amma þín er búin að vera með bílpróf í 60ár en ekki MS,

Góður ökumaður fyrir mér er sá sem getur haldið ró sinni og einbeitningu þegar upp koma erfiðar aðstæður, ekki sá sem er búinn að rúnta í vinnunna í 50ár

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 09:42 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
gstuning wrote:
E21 er ekki með styrktarbita í hurðum ;)


Góður ökumaður fyrir mér er sá sem getur haldið ró sinni og einbeitningu þegar upp koma erfiðar aðstæður, ekki sá sem er búinn að rúnta í vinnunna í 50ár


Ég átti nú reyndar við að almennt væri verra að fá bíl þar sem styrktarbitar eru ekki til staðar...

PS, að keyra í 50 ár á sama veginum í hvaða veðri sem er... heldur þú virkilega að það hafi ekki komið upp erfiðara aðstæður??? Hann mætti einu sinni flugvél í lendingu á veginum :shock:

Mig minnir nú reyndar að ég hafi lesið einhversstaðar að E21 hafi verið fyrsti bíllinn frá BMW með side impact protection.... sel það nú ekki dýrt samt þar sem ég opnaði nú aldrei til að kíkja inn í hurðina :wink: En eflaust getur einhver svarað því hér.....

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 10:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
bebecar wrote:
gstuning wrote:
E21 er ekki með styrktarbita í hurðum ;)
Góður ökumaður fyrir mér er sá sem getur haldið ró sinni og einbeitningu þegar upp koma erfiðar aðstæður, ekki sá sem er búinn að rúnta í vinnunna í 50ár

PS, að keyra í 50 ár á sama veginum í hvaða veðri sem er... heldur þú virkilega að það hafi ekki komið upp erfiðara aðstæður??? Hann mætti einu sinni flugvél í lendingu á veginum :shock:


Hann hver?

Sá sem keyrir alltaf sama veginn er löngu hættur að taka eftir neinu sem er að gerast í kringum sig,
segjum bara 10ára akstur á sama vegi, gerum ráð fyrir bara 11mánuðir í vinnu á ári, og 20vinnudagar í mánuði = 220dagar á ári x 10ár = 2200
ferðir fram og tilbaka, auðvitað kemur eitthvað upp en prósentan er svo lítil að ekkert hefur æfst hjá ökumanninum, og mundu þetta er maður sem keyrir alltaf löglega og er því ekki oft í einhverri hættu

Veður er ekki svo slæmt á íslandi að bíll kemst ekki á milli tveggja staða gefandi að það sé ekki svo mikið búið að snjóa og ekki búið að ryðja ennþá,
þá erum við að tala um innanbæjar og að maðurinn keyrir á vetrardekkjum um leið og það kemur snjór,

Málið er að það eitt að keyra á milli tveggja staða gerir mann ekki hæfan til að stjórna viðbrögðum sínum í hættulegri aðstæðu, þá er ég að tala um forðast árekstri , viðhalda stjórn þótt að bílinn hefur misst grip, ef eitthvað bilar alvarlega í bílnun t,d bremsurnar eða bensínpedallinn festist, ég er ekki að tala um að keyra í vondu veðri eða slæmum aðstæðum því að það er hægt að haga akstri samkvæmt þeim,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 10:29 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
gstuning wrote:
bebecar wrote:
gstuning wrote:
E21 er ekki með styrktarbita í hurðum ;)
Góður ökumaður fyrir mér er sá sem getur haldið ró sinni og einbeitningu þegar upp koma erfiðar aðstæður, ekki sá sem er búinn að rúnta í vinnunna í 50ár

PS, að keyra í 50 ár á sama veginum í hvaða veðri sem er... heldur þú virkilega að það hafi ekki komið upp erfiðara aðstæður??? Hann mætti einu sinni flugvél í lendingu á veginum :shock:


Hann hver?

Sá sem keyrir alltaf sama veginn er löngu hættur að taka eftir neinu sem er að gerast í kringum sig,
segjum bara 10ára akstur á sama vegi, gerum ráð fyrir bara 11mánuðir í vinnu á ári, og 20vinnudagar í mánuði = 220dagar á ári x 10ár = 2200
ferðir fram og tilbaka, auðvitað kemur eitthvað upp en prósentan er svo lítil að ekkert hefur æfst hjá ökumanninum, og mundu þetta er maður sem keyrir alltaf löglega og er því ekki oft í einhverri hættu

Veður er ekki svo slæmt á íslandi að bíll kemst ekki á milli tveggja staða gefandi að það sé ekki svo mikið búið að snjóa og ekki búið að ryðja ennþá,
þá erum við að tala um innanbæjar og að maðurinn keyrir á vetrardekkjum um leið og það kemur snjór,

Málið er að það eitt að keyra á milli tveggja staða gerir mann ekki hæfan til að stjórna viðbrögðum sínum í hættulegri aðstæðu, þá er ég að tala um forðast árekstri , viðhalda stjórn þótt að bílinn hefur misst grip, ef eitthvað bilar alvarlega í bílnun t,d bremsurnar eða bensínpedallinn festist, ég er ekki að tala um að keyra í vondu veðri eða slæmum aðstæðum því að það er hægt að haga akstri samkvæmt þeim,


You know it all :roll:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 10:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
I guess I do

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 11:29 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
MR HUNG wrote:
Kristjan wrote:
mitt point er að fólksbílar keyra ekki yfir aðra bíla...
En í staðin verður áreksturinn mun harðari og höggið töluvert meira og það er örugglega ekkert skárra og það hægt að ræða þessa þvælu fram og til baka :-k


Það er satt hjá þér... áreksturinn er annars mun mýkri enda tekur toppurinn og þ.a.l. farþegar lægri bílsins allt höggið.... :?

Krumpusvæði bifreiða, loftpúðar og annað má sig lítils í head on collision þegar stuðari annars bílsins er í framrúðuhæð hins bílsins.

En það er svo merkilegt hvað þessi umræða virðist alltaf fara í þvílíkar öfgar. Jeppakallar eru allir hálfvitar. BMW eigendur eru allir vanvitar. Og allir eru þeir tippalausir og bílarnir eiga að bæta það upp. En málið er að bottomlænið er að það er fullt af hálfvitum og vitleysingjum í umferðinni og þeir eru að keyra ýmiskonar ökutæki, allt frá reiðhjólum upp í risastór atvinnutæki.

Ég styð meiri menntun ökumanna almennt og það væri örugglega sterkur leikur að koma hingað með aukið nám fyrir ökumenn. Þá er ég ekki endilega að tala um meiraprófið heldur eitthvað þar á milli, þ.e. til að þjálfa hinn venjulega ökumann betur.

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 12:59 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Fri 26. Mar 2004 09:42
Posts: 191
Mikið hef ég verið æstur í gær.

Það sem ég var einfaldlega að reyna að segja að það er ekki verkfærið sem veldur heldur sá sem heldur á því.

Skýrsla Orion ráðgjafar ætti að duga til að sýna hvort að breyttir jeppar séu hættulegri en venjulegir fólksbílar.

_________________
Image
BMW 323i '97 montreal blau
http://sveitavargurinn.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 13:25 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
hjortur wrote:
Mikið hef ég verið æstur í gær.

Það sem ég var einfaldlega að reyna að segja að það er ekki verkfærið sem veldur heldur sá sem heldur á því.

Skýrsla Orion ráðgjafar ætti að duga til að sýna hvort að breyttir jeppar séu hættulegri en venjulegir fólksbílar.


Verkfærið skiptir auðvitað máli líka... en ekki viljum við að allir séu á eins bílum :wink:

Ég held að mönnum geti ekki dulist að jeppar, breyttir sem óbreyttir séu hættulegri en venjulegir fólksbílar. Fyrir því eru nokkrar einfaldar ástæður eins og hærri þyngdapunktur, meiri þyngd, hærri "point of impact" "rigid frame" í stað krumpusvæðis, þeir eru svifaseinni, lengur að stoppa og lengur af stað o.s.frv. Þeir þurfa hinsvegar ekki að vera tól í höndum hættulegs fólks frekar en sportbílar ef að ökumenn fengju viðhlítandi menntun og þyrftu kannski aðeins meiri kunnáttu til að stýra hinum ýmsu tólum.

Það er í sjálfu sér ekkert að því, en á meðan menn gera sér ekki grein fyrir annmörkum jeppa eða annarra bíla þá eru menn hættulegri ökumenn en ella...

Alveg eins og ef maður keyrir eins og hálfviti og missir stjórn á bíl, þá er megin munurinn á framhjóladrifnum og afturhjóladrifnum bíl sá hvort maður lendir með húddið í tréð eða með skottið í tréð :wink: ... það er bara fínt að gera sér grein fyrir kostum og göllum.

Því miður virðast jeppamenn margir loka augunum fyrir því að jeppar hafa ekki sömu eiginleika og fólksbílar. Þetta á við um fleiri, en munurinn er sá að heima eru mest seldu bílarnir jeppar og því er þetta kannski meira áberandi en ella.

Ég veit ekki hvað stendur í skýrslu Orion, myndi gjarnan vilja lesa hana ef hún einhversstaðar á netinu...

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 13:30 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
hjortur wrote:
Mikið hef ég verið æstur í gær.

Það sem ég var einfaldlega að reyna að segja að það er ekki verkfærið sem veldur heldur sá sem heldur á því.

Skýrsla Orion ráðgjafar ætti að duga til að sýna hvort að breyttir jeppar séu hættulegri en venjulegir fólksbílar.


Orion skýrslan er einmitt nokkuð áhugaverð og sérstaklega bottomline-ið í nýjustu viðbótinni við hana sem segir:

Áfangaskýrsla II - mars 2004 wrote:
Rannsóknin sýnir að breyttir jeppar lenda ekki í fleiri slysum en óbreyttir, og að meiðsli í slysum breyttra jeppa eru ekki alvarlegri en slys óbreyttra. Munurinn á meiðslum ökumanna liggur aðallega í því hvort þeir eru í fólksbifreið eða jeppa en ekki hvort jeppinn er breyttur eða ekki.


Skýrslan sýnir semsagt beint fram á að breyttir jeppar (og reyndar jeppar almennt) eru hættulegri en venjulegir fólksbílar. Svo vil ég meina að það fari mikið eftir því hversu eigingjarnt fólk er hvort það vill túlka þessar niðurstöður þannig að jeppar séu minna hættulegir (semsagt fyrir þá sem eru svo heppnir að vera í jeppanum) eða meira hættulegir (fyrir meirihluta bíleigenda sem keyra jú á fólksbílum).

Þeir reyndar taka ekki út slys þar sem eingöngu fólksbílar koma við sögu en það væri mjög áhugavert að fá það inn í þessar tölur og þá m.v. hlutfall fólksbíla vs. jeppa.

En mér sýnist þessi skýrsla gefa það mjög vel til kynna að breyttu jepparnir eru ekki hættulegri en óbreyttir.

Og mér finnst almennt aðalpunkturinn vera eins og Hjörtur nefnir að það er ekki endilega ökutækið sem er aðalmálið heldur sá sem ekur. Hvað gerist svo þegar ökumaður er búinn að klúðra málunum fer samt greinilega mikið eftir ökutækinu sem hann er á. ;-)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 13:32 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
bebecar wrote:
Ég veit ekki hvað stendur í skýrslu Orion, myndi gjarnan vilja lesa hana ef hún einhversstaðar á netinu...


Skýrslan er hér: http://www.orion.is/jeppar

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 19:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Varðandi aukna mentun ökumanna þá var ágætis grein í desember blaði totalBMW. Þar er sagt frá samtökunum/stofnuninni "the Institute of advanced motorists" http://www.iam.org.uk/ þeir sem hafa náð prófi eftir námskeið hjá þeim eru með "97% no-claim rate" hjá tryggingafélaginu/leiðinni sem félögum býðst.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Nov 2004 23:34 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2004 11:37
Posts: 721
Ojoj kallinn ég var að sjá þennann þráð fyrst núna,
var reyndar búin að heyra í þér á msn um þetta, en samhryggist
og fegin að það var ekki meira en það er :)
Vonandi reddast þetta bráðlega ;)

_________________
There's rear wheel drive, and there's wrong wheel drive......
SheDevil
Chevy Suburban 1981 í skúrnum
Chevy Suburban 1982 hættur í löggunni
E32 750il 1991 farinn
E32 750il 1990 seldur
E32 750il 1994 stolið
E23 735i 1984 pressaður


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Nov 2004 12:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Sep 2002 18:57
Posts: 2596
Location: Milemarker 85.
hjortur wrote:
Mikið hef ég verið æstur í gær.

Það sem ég var einfaldlega að reyna að segja að það er ekki verkfærið sem veldur heldur sá sem heldur á því.

Skýrsla Orion ráðgjafar ætti að duga til að sýna hvort að breyttir jeppar séu hættulegri en venjulegir fólksbílar.



jaja kanski er ethvað til í þessu hjá þér, en verkfæri það er góð samlíking.

ef gummihamar er fólsbíll og tveggja handa sleggja er jeppi þá væri ég til í að fá gúmmihamarinn frekar í míg sama hver héldi á henni. já og éða
járn sög eða keðju sög.

þót að snarbilaður maður gæti gert slæma hluti með járnsög þá þarf minna til að smalla manni með stórri sleggju eða keðjusög samber stór bíll sem fer á veikan punkt á bíl er það ekki.
´
Mig langar alveg í jeppa og ég mun fá mér jeppa, og það segir sér alveg sjálft að stórir bílar eru hættulegri en litlir bílar.

_________________
E30 S50B32
X5 3,0i ´02
Artic Cat ZR500 ´98
GSTuning


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 43 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 25 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group