Djofullinn wrote:
Ég mundi frekar vilja fá kraftmikinn bíl inní hliðina á mér á 100 en upphækkaðan jeppa á 80. Held að ég mundi frekar lifa af fyrri áreksturinn

Skoðiði skýrslu Orion ráðgjafar um þetta málefni.
Þar kemur fram að ekki er marktækur munur á slysahættu við árekstur á milli fólksbíls og mikið breytts jeppa eða á milli óbreytts jeppa og fólksbíls.
"Rannsóknin sýnir að að breyttir jeppar jeppar lenda ekki í fleiri slysum en óbreyttir, og að meiðsli í slysum brettra jeppa eru ekki alvarlegri en slys óbreyttra,"
djofulinn svo að ég komi með eina ómálefnalega fullyrðingu.
Þá myndi ég frekar vilja lenda í árekstri við Suzuki Swift en 750 BMW.
arnib wrote:
Einn sár jeppaeigandi Cool
Ó já ég er móðgaður. Það er verið að móðga typpastækkunina mína !!
(uhumm hvort er meiri stækkun að eiga BMW eða jeppa ?)
Þó að ykkar reynsla með jeppa er eindregin á þann veg að ekkert nema fífl og asnar eigi jeppa og kunni ekki að keyra er það ekki endilega þannig.
Hiluxinn minn (Typpastækkunin ?) er ekki mikið þyngri eftir breytingu. Jú stuðarar færast ofar og akstureiginleikar eru allt öðruvísi. Bremsugeta er hins vegar vel innan allra skynsamlegra marka. Þyngdarpunkturinn er ofar og hann er því öðruvísi í stýri. Það er hins vegar tekið mið af því við hækkun bíla í dag að þeim sé rétt breytt þannig að þeir verði ekki hættulegir.
Í fyrirlestri sem ég fór á hjá Arctic Trucks varðandi jeppabreytingar voru þeir að kynna mikla vinnu sem að þeir og önnur breytingaverkstæði standa í varðandi þessar breytingar.
Að jeppabreytingar fylgi viðurkenndum stöðlum (Teknum út af iðntæknistofnun og viðeigandi ríkisstofnunum).
Jeppar verða ekki sjálfkrafa hættulegir þó að þeir séu á stórum dekkjum, ekki frekar en bílar verða hættulegir með stórar vélar.
Það hlýtur alltaf að skipta mestu máli hver er á bakvið stýrið.
(Já já ég er fúll jeppakall með lítið typpi)
_________________
BMW 323i '97 montreal blau
http://sveitavargurinn.is