Kombo wrote:
Ef þú vilt athuga hvort heddpakkninginn sé farinn opnaðu þá vatnskassann og startaðu bílnum heæst þegar hann er kaldur ef það koma loftbólur upp þá er heddpakkninginn farinn annars ekki ´prófaðu þetta

Ég gerði þetta og það bólar ekkert úr vatnskassanum og vatnið hefur ekki sígið. Þetta hefur eflaust bjargast því að ég brást rétt við. Semsagt drap á honum um leið og ég sá hversu heitur hann var og leyfði honum svo að kólna algjörlega í 2-3 tíma
íbbi_ wrote:
það fer ekkert á milli mála ef heddpakningin er farin, stundum eru þær samt dáldið lúmskar á því eins og corvettan mín þar sem hann hegðaði sér illa í á milli 4 og 5 þús km og fór svo
Var corvettan með stálheddi? Mér skilst allavega að BMW og flestir bílar í dag eru með álheddum sem fara nánast strax. Ég vona allavega að þetta endist hjá mér.
